Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Ţessi bankarćningi og hinir

Mikiđ vona ég heitt og innilega ađ ,,bankarćninginn" frá Lćkjargötu verđi búinn ađ drekka og dópa út alla aurana sem hann komst yfir međ hugrekki og dugnađi. Hann á svo sannarlega skiliđ ađ gera sér dagamun eftir afrekiđ. En hvernig er međ hina bankarćningjana? Ţessa vansgreiddu sjakala í jakkafötunum. Er lögreglan ekkert ađ leita ađ ţeim međ fangelsun í huga? 
mbl.is Leitađ ađ bankarćningja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđlegt er ađ hafa í hakk ...

hakkavélOg fyrst veriđ er ađ tala um matvćli, í ţessu tilefni bollur, ţá er ekki nema sjálfsagt ađ minna á ađ: Ráđlegt er ađ hafa í hakk, hagfrćđinga og skítapakk. Síđan má búa til kjötbollur úr hakkinu og éta ţćr međ rjóma og súkkulađi. En gćtiđ ađ ţví ađ svona bollur eru ekkert heilsufćđi.
mbl.is 20 kílóa rjómabolla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Burt međ svikula verkalýđsrekendur

Rauđur hnefiŢađ er náttúrlega eins og hver annar helber ţvćttingur í frú Ingibjörgur Errr ađ Sjálfstćđisflokkur og Samfylking séu ólíkir flokkar ţví ţegar kemur ađ grundvallaratriđum í pólitík er sama andskotans auđvaldsrassgatiđ undir báđum.

Ţađ er síđan skýrt merki um úrkynjun og niđurlćgingu almennu verkalýđshreyfingarinnar á Íslandi ađ fyrirbćri eins og áđurnefnd Ingibjörg Errr, sem gerđ er út af Sjálfstćđisflokknum, skuli vera varaforseti Alţýđusambands Íslands. Láglaunafólk á enga samleiđ međ fólki eins og frú Errr og ţarf nauđsynlega á ţví ađ halda ađ losna úr viđjum slíkra erindreka auđvaldsins. Ţađ gćti gerst međ ţeim hćtti ađ gerđ yrđi hallarbylting í Starfsgreinasambandinu og svikulum forystumönnum ţess kastađ eins og hverju öđru ómeti á haugana. Nafniđ ,,Starfsgreinasamband" fćri ađ sjálfsögđu sömu leiđ og svikararnir, en í stađ ţess kćmi nafniđ ,,Samtök verkafólks á Íslandi." Ađ svo búnu gengju ,,Samtök verkafólks á Íslandi" úr ASÍ og hösluđu sér völl sem róttćk stéttarbaráttusamtök, sem hefđu ađeins eitt ađ leiđarljósi: Ađ berjast međ öllum tiltćkum ráđum fyrir kjörum verkafólks og hefja verkalýđsstéttinna til ţess vegs og ţeirrar virđingar sem henni ber. Verkafólk á Íslandi telur um ţessar mundir u.ţ.b. fimmtíu ţúsund manns. Og menn skulu athuga ađ verkalýđurinn á Íslandi, sem og á alţjóđlega vísu, hefur enn sem komiđ er engu ađ týna nema hlekkjunum, en eiga heilan heim ađ vinna !   


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöđunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjárplógsmenn ágjarnir

Ţađ hlýtur vera viđeigandi, ţegar frćgt blađ á Bretlandseyjum sér ástćđu til ađ fjalla um íslenska péníngaberserki og dulafullan uppruna auđs ţeirra, ađ vitna í Passíusálma Hallgríms sáluga Péturssonar og sjá hvađ sá hvađ sá frómi klerkur hefur um máliđ ađ segja: 
Sjá hér hvađ illan enda
ótryggđ og svikin fá.
Júdasar líkar lenda
leiksbróđur sínum hjá.
Andskotinn illskuflár
enn hefur snöru snúna
snögglega ţeim til búna,
sem fara međ fals og dár.

 

6
Ótrú sinn eigin herra
ćtíđ um hálsinn sló.
Enginn fékk af ţví verra
en sá meinlausum bjó
forrćđi, fals og vél.
Júdas ţví henging henti,
hann fölskum til sín benti
eins og Akítófel.

 

7
Fégirndin Júdas felldi.
Fyrst var hans ađtekt sú,
guđs son Gyđingum seldi,
gleymdi ţví ćru og trú.
Svo til um síđir gekk,
kastađi keyptum auđi,
ţá kvaldi sorg og dauđi,
huggun alls öngva fékk.

 

8
Undirrót allra lasta
ágirndin kölluđ er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir,
sem freklega elska féđ,
auđi međ okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veđ.

 


mbl.is Er allt á niđurleiđ á Íslandi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kynferđislegur öfugsnúđur.

Ţá er nú labbakúturinn Davíđ búinn ađ láta tattúrvera mynd af eiginkonu sinni berrassađri á handleggin á sér. Ţetta kallar mađur nú kynferđislegarn öfugsnúđ. Og svo segja fréttir ađ kerlingarafmánin Victóría sé svo upp međ sér af klámmyndinni af sjálfri sér á handlegg Davíđs ađ hún haldi hvorki vatni né vindi ţessa dagana, sem ţýđir ađ hún er ekki fokheld lengur og ţar međ ekki íbúđarhćf.

Ţessi einstćđi öfuguggaháttur hjónanna Davíđs og Victóríu minnir mig á mann nokkurn, Hersvein Kolbeinsson ađ nafni úr Garđahreppi sem ég var međ til sjós fyrir margt löngu. Ţessi mađur dundađi sér viđ allar frívaktir ađ teikna nektarmyndir af eiginkonu sinni međ slíkum glćsibrag, ađ ţegar vertíđinni lauk ţekktum viđ strákarnir kvern krók og kima á ţessari illa giftu konu. Einn okkar, hress náungi og forvitinn, stóđst ekki mátiđ og snarađi sér eitt sinn í heimsókn, ţegar hann var vel viđ skál, til hins drátthaga sómamanns Hersveins Kolbeinssonar, ţví hann fýsti ,eftir allt sem á undan var gengiđ, ađ sjá ţá merku konu sem var uppspretta teikniáráttu bónda síns. En hann varđ fyrir herfilegum vonbrigđum: Í stađ íturvaxinnar ţokkagyđju mćtti honum undradigur og fýluleg kerling međ boxaranef. Ţegar félaginn gekk á Hersvein og spurđi hvernig á ţví stćđi ađ alvörukonan og teiknikonan vćru svona ólíkar, svarađi Hersveinn stutt og laggott: - Mađur hefur nú, fjandinn hafi ţađ, leyfi til ađ breyta flóđhesti í fjallahind ţegar mađur er út á sjó.     

 


mbl.is Međ konuna nakta á hendi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband