Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 21:05
Leiðinlegri en drukkinn heimdellingur með brókarsótt
Fyrr má nú gagn gera en að falla fram af svölum á níundu hæð og láta lífið. Þetta kom einusinni fyrir fjarskyldan ættingja minn, nema hvað hann húrraði ekki fram af níundu hæð heldur ofan af eldhúskolli sem hann hafði klifrað uppá. Skipti og engum togum, að sá fjarskyldi, sem var leiðinlegri en drukkinn heimdellingur með brókarsótt, rann ófarvandis útaf stólnum, skall með trýnið í gólfið og steinrotaðist. Því miður fór fallið ekki eins illa hjá frænda mínum og fyrirsætunni frá Kazakstan, því að klukkutíma liðnum raknaði afstyrmið úr rotinu og hélt áfram að vera fólki hvimleiður eins og áður en hann féll. Það skal tekið fram, að manntetrið átti ekkert erindi uppá stólinn og gat þar af leiðandi engum um kennt nema sjálfum sér hvernig fór.
Meðfylgjandi mynd var tekin af fjarskylda ættingjanum 5 mínútum eftir að hann raknaði úr rotinu.
Féll af níundu hæð og lést | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.6.2008 | 18:52
Aðförin að RÚV er glæpur sem ber að stöðva
Það má svo sem vel vera að nauðsynlegt sé að fækka starfsfólki hjá RÚV. En hvort sem á að segja upp 10, 20 eða 30 manns, þá ætti að vera forgangsverkefni í því sambandi að leggja núverandi útvarpsstjóra niður og snara honum úr húsi.
Auðvitað ætti Páll Magnússon að sjá sóma sinn og ganga á undan með góðu fordæmi og hafa sig á brott af sjálfsdáðum.
En fyrst og síðast þarf að losa blóðugar klær Sjálfstæðisflokksins af Ríkisútvarpinu. Það dylst engum, sem eldri eru en tvævetur, að aðför Sjálfstæðisflokksins að RÚV gengur einungis útá að leggja þessa merku stofnun niður sem sameign þjóðarinnar og koma henni í hendur ,,einkaaðila." Frá mínum bæjardyrum séð, er niðurrifs- og skemmdarverkastarfsemi Sjálfstæðisflokksins á Ríkisútvarpinu lúalegur glæpaverknaður.
Nú þegar er komið í ljós, að einkavæðing Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á viðskiptabönkunum og símanum var gróf aðför að lífskjörum launafólks og réttast væri að þeir sem að stóðu að þeirri sóðavæðingu stóðu, verði látnir sæta ábyrgð verka sinna.
Í eðli sínu er sala stjórnmálamanna á samfélagslegum eignum þjófnaður, sem ætti ekki að eiga sér stað nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
RÚV fækkar stöðugildum um 20 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2008 | 12:49
Vonarneisti að slökkna; hungurdauði blasir við
Drottinn Guð Almáttugur í Hæstu Hæðum sé oss ræflum og aumingjum náðugur; ég sé ekki betur en síðasti vonarneisti fátækra sé um það bil að slökkna; heilagur Jóhannes í Bónúsi og hans Einkasonur, sérdeilis vinir ölmusumanna og skíthæla, hafa hækkað vörur sínar í Bónúsi um tæp 3% á milli mælinga ASÍ! Þetta kallar maður, að nú sé alveg í öll skjól fokið. Hans Heilagleiki og Einkasonurinn virðast, eftir sólarmerkjum að dæma, ætla að koma sér upp hagkaups- og 10-11 verði í Bónúsnum sínum og hætta þar með að bjarga þurfalingum frá hungurdauða. Í þokkabót ætla þeir Hymmnafeðgar í Bónúsi að rasskellast með einhver af þeirra guðumlíku fyrirtækjum úr landi undan ofríki seðlabankastjóra og annarra vondra manna á hans vegum. En það er allt í lagi, það eru hvort eð er bara skuldir sem þeir munu flytja með sér. Og það er nú aldeilis búhnykkur fyrir þjóðina þegar hennar bestu synir geta gert sér mat úr skuldunum og hannað þær til útflutnings.
Það má með sanni segja, að hinir góðkunnu útrásaraðilar hafa mörg kraftaverkin unnið með tiltektum sínum á undanförnum árum.
Bónus hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2008 | 18:17
Glæpalýður gegn almenningi
Ekki hefur verið allt sem sýnist í umræðunni um húsnæðismál á undanförnum árum. Engum hefur þó dulist að bankarnir hafa reynt án afláts að grafa undan Íbúðalánasjóði til þess að komast yfir húsnæðismarkaðinn. Í heimilum fólks er nefnilega að finna öruggustu veð landsins. Flest má yfir fólk ganga áður en það afsalar sér heimili sínu. Fyrst fengu bankarnir veðsetningu kvótans og næst á dagskrá eru híbýli landsmanna.
Bankarnir hafa leitað suður til Brussel í baráttu sinni gegn Íbúðalánasjóði. Þar á bæ sitja sérfræðingar í nefndum og ráðum, jafnvel dómstólum sem hafa það hlutverk að fordæma allt sem truflar gróðastofnanir á markaði; allt sem nokkur grunur getur leikið á að samfélagslegt geti talist skal sett út af sakramenti. Þær litlu leifar sem eftir eru af félagslegu húsnæðiskerfi á Íslandi er að finna í Íbúðalánasjóði og felast þær í því að bakábyrgð ríkisins er á fjármögnun sjóðsins þótt honum sé þó gert að vera sjálfsbær á lánsfjármarkaði. Hann er því engin byrði á ríkissjóði. Bakábyrgðin gerir það hins vegar að verkum að hann á fyrir vikið kost á lánsfjármagni á hagstæðari kjörum. (Höf. Ögmundur Jónasson)
Gengur gegn ríkisstyrkjareglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2008 | 14:51
Baneitruð fæða fyrir tækifærissinna
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las fyrirsögnina að þessari frétt, var hvort Össur Skarphéðinsson hefði gert sér hægt um vik og étið Hanez Holmstone Gissurarson upp til agna í bráðræðiskasti. Auðveldlega má leiða að því líkum, að ef Össur lagt ríkisrekna frjálhyggjuryðskrjóðinn sér til munns, hefði það orðið hans banabiti; því jafn þungmelt fæða og Hanez prófessor er, hefði riðið tækifærissinnuðum innyflum iðnaðarráðherrans að fullu; hann hefði, að máltíð lokinni, baðað út öllum öngum, helblánað í framan, talað tungum frjálshyggjumanna og púka og dottið síðan steindauður niður á sama hátt og merin sem át hnakkinn sinn hér um árið.
En sem betur fer var þarna bara um venjulegan urriða að ræða, sem hafði, af óstjórnlegri (frjálshyggju) græðgi, gleypt venjulegan mink. Og það sem betra er: Hanez Holmstone er enn, að því ég best veit, óétinn og Össur vinur okkar við bestu heilsu, enda hefur það sýnt sig að ríkisstjórnarsetan með Birni Bjarnasyni og Guðlaugi Þór hefur haft ósköp heilnæm áhrif á lungu og hjarta Össurar.
Urriði át mink | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 09:46
Samfylkingin láti til skarar skríða á áhrifaríkan hátt
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2008 | 23:06
Fjárglæfralýðurinn minnir á langdrukkna fyllibyttu
Verslunarmenn vilja taka upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 19:41
Heimskir sígaunar í klóm hr. Stones
Það var heldur betur vanhugsað hjá rúmensku sígaununum að hætta sér inná yfirráðasvæði stjörnusýslumannsins hr. Stones á Selfossi, því hr. Stones er strangt yfirvald með augu á hverjum fingri og hverri tá. Og uppskera sígaunana varð líka eins og til var sáð: Hr. Stones handtók þá umsvifalaust og lokaði bak við lás og slá fyrir að selja vönkuðu fólki glingur. En samkvæmt orðabók sýslumannsemdættis Árnessýslu merkir orðið ,,glingur" alvöru gull og demanta, og öfugt.
Vafasamt glingur selt á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2008 | 17:42
Blönduóslögreglan fífluð af þorpurum og þrjótum
Jæja, þá er nú hin fræga lögregla á Blönduósi búin að falla á sama trixinu tvisvar á einum sólarhring. Tvívegis hefir hún hlaupið upp til handa og fóta útaf skrökvi óskemmtanavandra gálgahúmorista, sem hafa gert sér að leik að mynda hvít lök og ljósa hesta og sagt lögreglunni að hin átakanlegu fyrirbæri væru gráðug bjarndýr í leit að mannaketi.
Ef svo heldur sem horfir að Blöndóslögreglan láti gamansama þorpara hafa sig að leiksoppi aftur og aftur með torkennilegum ljósmyndum, mun þessi annálaða lögreglusveit líða undir lok og hverfa útí buskann undir háværum hlátrasköllum og lófaklappi landsmanna. Auðvitað munu trylltir ökuþórar kætast ef lögreglan á Blönduósi gefst upp á rólunum eins og Grýla gamla, því þá verður loksins hægt að keyra Húnavatnsýslunnar í friði á 200 kílómétra hraða eða þaðan af meira, án þess að vera ónáðaður af smámunasömum lögregluþjónum.
Bjarndýrsútkall í Langadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 22:14
Skáldskapur spaugara um lérefts- eða plastdruslubjörn
Eitthvað líst mér illa á þessa ísbjarnarhistoríu af Bjarnarfelli á Skaga. Getur ekki hugsast að þarna sé um samantekin ráð spaugara að ræða, sem vilja gera narr að hrekklausu fólki? Eins og málin standa í dag, eru landsmenn, þá ekki síst fjölmiðlaflónin, afar ginnkeyptir fyrir öllum skröksögum um ísbirni. Ég var svo heppinn, að sjá mynd í sjónvarpsfréttunum í kvöld af meintum hvítabirni; og það var nú hvítabjörn í lagi atarna: Hvítu laki eða plastdruslu hafði verið kastað af hendi úti á víðavangi, það síðan myndað úr fjarlægð og þar með var komið blóðþyrst villidýr norðan af hjara veraldar.
Og nú eru trúgjarnir sakleysingjar með alvæpni, að berjast við leita að þessum stórhættulega lérefts- eða heyrúlluplastbirni upp um fjöll og firnindi - en án árangurs að sjálfsögðu. Ég þykist vita að okkar guðsblessaði og góðgjarni umhverismálaráðherra er öll af vilja gerð til að sjá svo um, að hinum alhvíta léreftsplastbangsa verði ná lifandi og honum komið til sinna raunverulegu heimkynna. En þau heimkynni virðast reyndar ekki svo ýkja langt undan, ef tilgátan um að sagan af Bjarnarfellsísbirninum sé í mesta lagi vel heppnaður skáldskapur uppátektarsamra grínista.
Svo getur náttúrlega verið, að þetta hvíta, sem sést á myndinni, sé raunverulegt kvikindi: álft, sauðkind eða hvít varphæna, sem villst hefur frá heimili sínu og ráfað í einstæðingsskap sínum til fjalls.
Leit að bjarndýri stendur yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Í dag tók séra Atgeir fryggðina í misgripum fyrir friðinn
- Á meðan bysskubbi svelgdist á í stólnum söng síra Baldvin hve...
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 17
- Sl. sólarhring: 172
- Sl. viku: 1257
- Frá upphafi: 1542517
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1110
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007