Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Frú Víđis lćtur vađa á súđum

cap4Djöfull held ég frú Sigríđur Víđis láti vađa á súđum í greininni um hamingju og snilld Íslendinga í greininni sem nú er búiđ ađ snúa á ítölsku og birta í hinu virta vikublađi L´Espesso. Ekki er t.d. um of ađ ćtla, ađ frú Víđis tíundi efnahags- og fjármálasnilld Íslendinga, drykkjuskap ţeirra og einkavinavćđingu í ritverki sínu. Trúlega drepur frú Víđis líka á hvernig örfáir heiđursmenn sölsuđu undir sig fiskveiđiauđlindina, ţrátt fyrir ađ hún sé sameign fólksins í landinu, og hvađ Ítalska mafían gćti lćrt af ţeim snilldarvinnubrögđum. Ţá vona ég ađ frúin hafi ekki látiđ undir höfuđ leggjast, ađ gera Baugsmálum og REI rćkileg skil, sem og örlögum dansherrana Davíoddssonar og H. Ásgrímssonar og timburmannana sem ţjóđin er ađ taka út ţessa dagana eftir buslugang ţeirra og ólćti ţegar allt lék í lyndi í ríkisstjórn ţeirra félaga.
mbl.is Viđurkennum ekki annađ en hamingju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gamall forhleramađur forframast

drunk1Nú hefur sýslumađurinn í Belgrad heldur betur stungiđ fingri í rangan ţumal. Karluglan sem handtekinn var í gćr er ekki Radovan Karadzic fremur en Britney Spears heldur gamall göturóni af íslensku bergi brotinn. Ég held ég muni nú eftir honum Kidda kölska, var međ honum á síđutogara í gamla daga; hann var álitinn besti forhleramađur flotans ţegar hann var uppá sitt besta. En ţegar skuttogararnir komu til sögunnar var Kidda kölska nóg bođiđ og hann gekk götunni á vald; fíngert sálarlíf hans ţoldi nefnilega ekki skuttogaravćđinguna. Ţegar framúrskarandi íslendingar stukku hver sem betur gat í útrás, tók Kiddi kölski sig upp líka, kvaddi Hlemm og Kaffi Skít, og hélt út í hinn stóra heim til ađ grćđa pééénínga. Og auđvitađ bar útrásarađilinn Kiddi kölski niđur í Austur Evrópu ţví ţar var gróđavonin mest. Hann ćtlađi semsé ađ gera ţađ gott í Serbíu og nota gróđann til ađ koma upp brennivínsbanka á Íslandi. En ţađ verđur víst lítiđ úr frómum fyrirćtlunum Kidda kölska, fyrrverandi forhleramans, fyrst hann er á leiđ fyrir stríđsglćpadómstólinn í Haag. Međ ţessari óvćntu uppákomu má segja ađ nokkuđ hafi rćst betur úr Kidda kölska en nokkurn órađi fyrir.  
mbl.is Karadžic skrifađi um heilsu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útskitin stássstofa auđvalds- og arđránselítunnar

piss1Ţađ er óneitanlega broslegt, ef ekki beinlínis hlćgilegt, ađ horfa uppá hina vísu fjármálasnillinga gćrdagsins laumast ţessa dagana međ veggjum eins og illa tilhafđir fresskettir sem núbúnir eru ađ skíta á fínustu mublurnar í stássstofu hinna guđumlíku íslensku auđvalds- og arđránselítu. Ţegar stađan er orđin eins skuggaleg og hún er, ţá er fátt skynsamlegra í stöđunni en ađ ríkiđ leysi bankana til sín ţegar í stađ, áđur en gáfuđu fjármálaspesíalistarnir í jakkafötunum gera meira af sér.
mbl.is Allt ađ 200 missa vinnu viđ samruna SPRON og Kaupţings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bush, Karadzic og Drottinn fyrir dómstól alţýđunnar

BushBölvađur leppalúđi og fjörulalli er ţessi Karadzic ađ láta góma sig eins og kettling; ég hélt ţađ vćri meira spunniđ í ţann mann. En fyrst svona er komiđ verđur víst ađ rétta yfir karlsvíninu í nafni Drottins og Georgs Bush. En fyrst og fremst er ţó ţörf á draga Bush fyrir dómstól alţýđunnar ásamt ţessum Drottni hans, sem mun vera Drottinn ţeirra beggja, Bush og Karadzic, stytta ţeirra og stođ og sérlegur ráđunautur í myrkraverkum. Alţýđa heimsins er nefnilega löngu búin ađ fá yfir sig nóg af morđsjúkum ráđamönnum og ţeirra drullusokkahyski og tíkarsonum, ţessa heims og annars. 
mbl.is Karadzic handtekinn í Serbíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Endurreisn heilbrigđrar samfélagsvćđingar

hlekkirŢađ var nú meira déskotans asnasparkiđ ţegar Davíoddsson myrti Ţjóđhagsstofnum međ fulltingi skutulsbróđur síns ólánlegum, Halldóri Ásgrímssyni. Og ţetta var ekki eina asnasparkiđ ţeirra félaga. Einkavćđing bankanna og símans eru afglöp af ţví tagi sem líkleg eru til ađ halda nafni ţeirra á lofti međan land byggist.

En ţađ ţarf ekki einungis ađ endurreisa Ţjóđhagsstofnun. Ţađ ber skilyriđislaust ađ samfélagsvćđa bankakerfiđ, símann, eldsneytisdreifinguna, tryggingakerfiđ og flutningakerfiđ innanlands, ađ ekki sé minnst á auđlindir lands og sjávar, og ţannig koll af kolli.

Ţađ ćtti hverjum manni ađ vera ljóst, ađ tími einkavćđingarglćpanna er, sem betur fer, ađ líđa undir lok og ţví tímabćrt ađ stjórnmálamenn víki af villu síns vega hefji ţegar í stađ undibúning ađ endurreisn heilbrigđrar samfélagsţróunnar.  


mbl.is Ţingmenn vilja Ţjóđhagsstofnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar býđur ţjóđarsómi

dirtyMikiđ vildi ég ađ ţjóđin sći sóma sinn einu sinni og veitti félaginu Saving Iceland liđ í baráttu ţess gegn samviskulausum glćframönnum og eiturspúandi óţverrafabrikkum. Í stađ ţess ađ hugsandi fólk ţurfi ađ hlekkja sig viđ tćki og tól ódámanna ćtti Íslenska ţjóđin ađ leggja alla álogvirkunarsjúklinga, sem í kann ađ nást, í hlekki. Ţessvegna krefst ég ţess af ţjóđ minni, ađ hún sýni á afgerandi hátt hvađ í henni býr, og stormi öll uppá Grundartanga og jafni ćrlega um ţá örmu misyndismenn ađ súrálsglćpum og annarri náttúruskemmandi viđurstyggđ.
mbl.is „Allt fer friđsamlega fram"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Berjumst gegn Björk, Sigur Rósu og rjúpunni

fokk júFjárans ástand er á fólki, ađ vera ađ rembast viđ ađ hnubbast unaní Bubb Moreteins ţjóđskáld til orđs og tóna. Svona skítaháttalag er náttúrlega forkastanlegt og öllum sem ađ koma til háborinnar skammar. Viđ vitum öll, ađ Bubbur er mestur vinur bláfátćka verkamannsins sem landiđ hefir aliđ; hann er aukinheldur meiri vinur friđar en ađrir menn; ennfremur slíkur vinur boxara, sem hafa ađ markmiđi ađ dauđrota alla andskota sína, ađ annan eins vin í véum hefir aunginn átt. Ţá er ótalin stađfesta Bubbs í stjórnmálum og fölskvalaus vinátta hans viđ stórar jeppabifreiđar og hlutabréf og baráttu hans viđ grimmar rjúpur, sem hann deyđir af harđfylgi á jólaföstunni.

Ađ ţessu sinni vil ég ráđa ykkur heilt: Látiđ Bubb Moreteins í friđi andskotarnir ykkar og skammist ykkar. Sá yđar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Berjumst brćđur, berjumst! Berjumst fyrir jeppafrelsi og hlutabréfafrelsi! Berjumst! Útaf međ síđhippana í Sigur Rósu og dóttir Guđmundar í Rafiđnađarsambandinu.


mbl.is Bubbi liggur undir ámćlum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar Ármann ćtlađi heim en hafnađi á Grćnlandi

FyllikötturŢau hafa ekki haft nema gott af ţví hjónin Johannessen, ađ fara til Rieka í Króatíu í stađ Reykjavíkur. Ţađ leynir sér nefninlega ekki hverskonar höfuđsóttargemlingar Áki ţessi og frú hans eru ađ fara slíkar villur vega. Ađ minnsta kosti hefi ég aungvan áhuga á ađ fá svona ultravankađ fólk hingađ til lands.

Annars kom ţađ fyrir Ármann kunningja minn Kolbeinsson ađ lenda í svona hafvillu. Hann kom á sínum tíma í höfn á togara, eftir ţriggja mánađa saltfiskirí viđ Grćnland. Ţví miđur vildi svo illa til, ađ í stađ ţess ađ fara beina leiđ heim í fađm eiginkonu og barna, steđjađi Ármann yfir ţvera bryggjuna og um borđ í botvörpunginn Gretti Ásmundsson, sem beiđ ţess albúinn ađ sigla til Grćnlands og fiska ţar í salt í ţrjá mánuđi. Um borđ í Gretti settist Ármann ađ dykkju međ vinum sínum og drakk svo fast og óađfinnanlega ađ hann rankađi ekki viđ sér fyrr en Grettir Ásmundsson hafđi lagt ađ baki sólarhrings siglingu frá Reykjavík. Ţessi ferđatilhögun Ármanns varđ til ţess ađ hann sá hvorki tangur né tetur af fjölskyldu sinni í liđlega hálft ár. Svo vel vildi ţó til, ađ Ármann tók örlögum sínum af ađdáunarverđu ćđruleysi og fjölskyldan saknađi hans ekki nema í međallagi, ef hún saknađi hans ţá nokkuđ. 


mbl.is Ćtluđu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er frćgasti glćpamađur Íslands?

Grýla 2Ţađ má vel vera ađ ţessi Clark Olofsson sé frćgasti glćpamađur sem Svíar geta státađ af. Hinsvegar leikur mér meiri hugur á ađ vita hver sé frćgasti glćpamađur okkar Íslendinga. Mér detta í fljótu bragđi ţó nokkrir valinkunnir herramenn í hug, en ég get ţó ekki gert mér alminnilega grein fyrir hver sé ţeirra fremstur og frćgastur. Máske geta lesendur hjálpađ uppá međ ađ finna út ţann frćgasta og ţann mesta ţví ekki er sjálfgefiđ ađ ţar sé um sama manninn ađ rćđa. Sömuleiđis vćri vel ţegiđ ađ fá ábendingar um hver sé nafntogađasta glćpakona Íslands.

Nú er bara ađ bíđa og vona ađ lesendur taki vel viđ sér og leiđi mig og fleiri í allan sannleikann um hver sé frćgasti glćpamađur okkar Íslendinga og hver sé mesta glćpakonan.


mbl.is Frćgasti glćpamađur Svía enn í klandri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gönguhópur étinn upp til agna

bangsiNú síđast fann horngöngugarpur heilmikinn ísbjarnarskít í Remmuvík á Horni og bendir allt til ţess ađ björninn sem ţar var á ferđ hafi fengiđ nýveriđ fengiđ ćtan bita í maga svo um hefur munađ. Ţađ leiđir svo aftur hugann ađ gönguhópnum sem ekki hefur skilađ sér og ekki hefur náđst sambandi viđ. Nú verđurm viđ ađ bíđa og vona og biđja til Guđs, ađ hinn djöfullegi ísbjörn hafi ekki étiđ hinn týnda gönguhóp upp til agna. Annađ eins hefur víst gerst. Fyrir 200 árum át hvítabjörn heila fjölskyldu á Melrakkasléttu, en ţađ uppgötvađist ţví miđur ekki fyrr enn 25 árum síđar, svo engin tök voru á ađ bjarga fólkinu, hafi stađiđ til ţess einhver vilji af hálfu heimamanna.


mbl.is Ísbirnir á Hornströndum?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband