Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Fyrirmyndarljósmóđirin Sigurveig D. Fjallabaksen

d2Ţá var nú öldin önnur ţegar Sigurveig D. Fjallabaksen var praktísérandi ljósmóđir. Hún lét sér ekki sćma um sína daga, ađ standa í kjardeilum og ţrefi viđ sína yfirbođara heldur tók á móti krökkum međ fyrirlitningrgrettu á blárauđu andlitinu og međ sígarettuna í hćgra munnvikinu. Hennar dýrmćtustu laun voru fólgin í formennsku í Sjálfstćđiskvenfélaginu Rausn og varamennsku miđstjórn sjálfs Flokksins í áratugi. Ţess ber ađ geta, ađ Sigurveig D. Fjallabaksen vann, međ ermarnar brettar uppađ öxlum, á viđ ađ minnsta kosti 20 nútímaljósmćđur og missti aldrei krakka eđa kerlingu alla sína ljósmóđurtíđ. 
mbl.is Ljósmćđur svartsýnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skáldskapur Dagbókar-Matta orđinn ađ sagnfrćđi.

holy2Sko Dagbókar-Matta, fljótur var hann ađ snúa á Guđjón Friđriksson , enda er Matti skáld, meira ađ segja Hirđskáld hćgrimanna, en í slíkri vegtyllu felst margt stórbrotiđ. Nú hefur hann komist hjá, međ samkomulagi viđ Guđjón, ađ stroka ekki út úr dagbók sinni ţađ sem sagnfrćđingurinn vill meina ađ sé skáldskapur um sig. Á móti fćr Guđjón pláss fyrir ritdóm sinn um meintan skáldskap í helgiriti Matta Jó, sjálfri Dagbókinni. Ţar međ hefur gamli moggaritstjórinn haft fullan sigur í ţessu máli, og auk ţess fengiđ löggildan sagnfrćđingsstimpil á skáldskap sinn, ađ vísu međ athugasemd frá Guđjóni, en ţađ hlustar nú enginn á ţessháttar mal. 
mbl.is Matthías Johannessen: Máliđ er úr sögunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kom ađ konu sinni á stofugólfinu í örmum annars manns

niđurgŢó ţađ komi uppbođi og handboltatreyju og öđrum slíkum fíflagangi ekkert viđ, finnst mér nauđsynlegt ađ koma ţví ađ ţegar Kolbeinn Kolbeinsson stóđ konu sína, frú Ingveldi, ađ verki í örmum annars manns. Ţessi atburđur gerđist uppúr hádegi í miđri viku, en Kolbeinn hafđi fengiđ skitupest og ólgandi niđurgang vinnunni og ţví orđiđ ađ fara heim. Ţiđ getiđ rétt ímyndađ ykkur, lesendur góđir, hvađ Kolbeini varđ bylt viđ ţegar hann, jafn helsjúkur og hann var, kom ađ konu sinni og félaga hennar spriklandi á stofugólfinu og höfđu gleymt ađ lćsa útidyrahurđinni bölvađir bjánarnir. Frú Ingveldur dó samt ekki ráđalaus á ţessari ögurstund, heldur snarađist berrössuđ á fćtur og teymdi Klbein eins og afsláttarklár út í bílskúr og sagđi honum ađ bíđa ţar, hún vćri hvort eđ er alveg ađ verđa búin á stofugólfinu og henni dytti ekki í hug ađ hlaupa frá hálfkláruđu verki bara til ţess ađ hjúkra honum, slíkur aumingi sem hann vćri. Eftir ţetta lá Kolbeinn lengi rúmfastur og fór međ bćnirnar sínar í belg og biđu, en ţćr bćnir voru ađ uppistöđu argasta guđlast, tvinnađ saman úr bölvi, klámi og formćlingum og emjađar fram međ ósviknum grátstaf og ekkasogum. Ţegar Kolbeinn komst loks til vinnu á ný, var búiđ ađ lćkka hann í tign og skerđa laun hans sem ţví nam. Ţađ má ţví segja ađ Kolbeinn hafi uppskoriđ eins og hann sáđi til.
mbl.is Treyja Ólafs fór á milljón
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţá vćri Kristján Kr. Pétursson ekki til

drunk8Ţađ er nú svo skrítiđ međ ţađ, ađ ef helvískur flagarinn hann Pétur G. Sigursveinsson hefđi veriđ einni mínútu síđar á ferđinni fyrir framan Ţóskaffi, ađfaranótt ţriđja sunnudags í maímánuđi 1961, vćri sá mćti mađur, Kristján Kristinn Pétursson ekki til. Stađreyndin er nefnilega sú, ađ hefđi Pétur G. veriđ einni mínútu síđar á ferđinni, hefđi María Guđbjörnsdóttir, móđir Kristjáns Kristins, falliđ í arma Ólafs Pálssonar bátsmanns, sem flestir ţekktu á ţeim árum undir nafninu Óli dauđaleggur. Svona getur nú oft borgađ sig ađ kunna réttu siglingarfrćđina og vera glöggur á stađsetningar.
mbl.is Mínútu frá árekstri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leggja inn fyrir Hymmnaríkisvist

heven1Mikiđ verđ ég alltaf feginn ţegar ég frétti af metnađrfullum söfnunum góđborgarastéttarinnar til stuđnings fátćku fólki. Ţađ sem gleđur mig mest í ţessu sambandi er ţó ekki ađ bágstaddir fái einhverja aura til ţreyja ţorrann og góuna, heldur hitt, ađ svona góborgarasöfnun getur hćglega tryggt fáeinum góđborgurum Hymmnaríkisvist ef vel tekst til, og ţá er markmiđinu líka náđ.  
mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bilađur staur eyđilagđi miđvígstöđvarnar

piss4Ţađ kom einusinni fyrir kunningja minn ađ pissa á svona staur eins og fulli kallinn ók utaní í kvöld á Bústađaveginum. Ţađ gerđist líka ađ kvöldlagi ţegar kunningi minn var á leiđinni heim til sín. Ţetta pissirí hefđi aldrei orđiđ neitt neitt, ef ekki hefđi veriđ eitthvert ólag á rafmagnsdraslinu inní staurnum, sem gerđi ţađ ađ verkum ađ kunningi minn fékk heljarstraum í sig um leiđ og hann byrjađi ađ pissa á staurinn. Skipti og engum togum, ađ öllu sló út á miđvígstöđvum kunningjans, sem var í sjálfu sér gott, ţví nokkrum mánuđum áđur hafđi tekiđ sig upp óeđli hjá honum, sem átti upptök sín í fyrrnefndum líkamsparti hans. Sem betur fer er ekkert hćgt ađ gera til endurlífgunar ţess er aflaga fór ţarna viđ staurinn, en fyrir vikiđ fór konan frá kunningja mínum og býr nú međ akfeitu greppitrýni sem vinnur fyrir sér međ kvótabraski og öđru ţvíumlíku.
mbl.is Umferđarslys á Bústađavegi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vélarvana fúahrip

fúaŢađ kemur mér verulega á óvart ađ Friđrik Sóph verđi ekki nema 65 ára í október. Ég hélt nefnilega ađ hann vćri kominn vel á nírćđisaldur ţví mér var sagt einhverntímann í vetur ađ hann vćri fyrir nokkru hćttur ađ bleyta smjöriđ, karlanginn. En ţađ skiptir svo sem engu máli ţó Friđrik hrökklist úr forstjórastóli Landsvirkjunar, mađur kemur í manns stađ; einn kemur ţá annar fer og enginn er ómissandi, ţrátt fyrir allt. Ađ sjálfsögđu verđur vélarvana Sjálfstćđisfúahripi plantađ niđur,af faglegum ástćđum, í forstjórahćgindiđ í stađ Friđriks. Berast böndin mjög ţessa dagana ađ fáeinum ráđherrum Sjálfstćđisflokksins, sem farnir eru ađ ofhitna og munu brćđa úr sér innan skamms ef ekkert verđur ađ gert, ađ setjast í helgan stein Landvikjunnar. Annars er starf forstjóra Landsvirkjunnar afar gefandi og fjörugt, sérstaklega í ţeim tilfellum ţegar ţarf ađ stugga suđţráum bćndum burt af jörđum sem nauđsynlegt er ađ sökkva undir vatn í virkjunarskyni. Ţá er ekki síđur líflegt á Landsvirkjunarkontórnum ţegar kemur ađ ţví ađ semja viđ skuggaleg erlend stórfyrirtćki um rafmagnssölu á góđum prísum ţegar reisa skal álver.    
mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđsagan um kaupmáttaraukninguna runnin út í sandinn

aold1Ţađ er ósköp skiljanlegt, ađ Pólverjar, sem fest hafa hér rćtur, séu farnir ađ huga ađ búferlum til Póllands. Ţađ er nefnilega svo, ađ ţegar ţetta góđa fólk hefur stofnađ heimili á Íslandi, keypt sér íbúđ eđa leigt, hefur ţađ komist ađ ţví, ađ lífskjör verkafólks eru í engu skárri á Íslandi en í Póllandi. Ţessi kynlega stađreynd ćtti ađ vera okkar bráđrösku verkalýđsforingjum verđugt efni til íhugunar í öllum vađlinum um góđćri og kaupmáttaraukningu síđustu ára. Sannleikurinn er nefnilega sá, ađ hin meinta kaupmáttaraukning verkalýđsstéttarinnar, sem verkalýđshöfđingjunum hefur veriđ svo undurtamt ađ japla á og kjamsa og viljađ ţakka sjálfum sér og ţeirra óviđjafnanlegu baráttugleđi, er álíka mikill búhnykkur fyrir verkafólkiđ sjáft og vindurinn í görnum foringjanna.   
mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Andviđskiptalegir höfuđórar Fađirvorsins

auđvaldiđŢađ er sannarlega geđslegur félagsskapur ţessi Lýsing og framúrskarandi kristilegur; sannkallađ ljós í myrkri mannlegrar samkenndar og ljúfra viđhorfa. Á Lýsingarbćnum gefa menn skít fyrir andviđskiptalega höfuđóra Fađirvorsins eins og ,,svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum" enda er Lýsingarselskapurinn framúrskarandi kristilegur eins og áđur sagđi. Ég geri fastlega ráđ fyrir, ađ hugrakkir frjálshyggjukappar og bjarteygđ heimdallsbörn gleđjist verulega, klappi höndum og stappi niđur fótum af fölskvalausri ánćgju, ţegar ţau frétta af ţví hvernig Lýsingarfélagar fara ađ ţví ađ láta höndur standa fram úr ermum, láta verkin tala, framkvćma lögmál og kenningar hinnar frjálshuga grćđgi og strangs viđskiptasiđferđis. Ég býst ennfremur viđ, ađ ríkisrekni frjálshyggjuspámađurinn viđ Háskóla Íslandi, leggi fjálglega útaf vel útfćrđu menningarafreki Lýsingarmanna vestur á Rauđasandi í Vestur-Barđastrandarsýslu, viđ nemendur sína í vetur og geri ţeim rćkilega grein fyrir, ađ Rauđasandsmáliđ sé fram úr hófi fagur og lýsandi vitnisburđur um skilvirkni og mýkt frjálshyggjuvélarinnar og ađ ekki dugi nein vatnsgrautarmiskunsemi viđ lamađa og fatlađa, láglaunafólk og aldrađa.
mbl.is Lamađur bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţćgilegar fréttir af innbrotum

capMér finnst alltaf ţćgilegt ađ lesa fréttir af innbrotum, ekki síst ef innbrotsţjófarnir eru sleipir í faginu og skilja lögregluna eftir eins og álfa útúr hól, bćđi ţverskuđar- og langskuđarmát. Ţó er skemmtilegast til ţess ađ vita, ađ sem ađ hinum snjöllu auđgunarbrotum standa eru allir sem einn sannir og stálheiđarlegir frjálshyggjumenn á framabraut. En svona hefur nú frjálshyggjan, í sinni tćrustu mynd ásamt einbeittri sjálfsbjargarviđleitni, bjargađ mörgum manninum.
mbl.is Innbrotahrina í Seljahverfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband