Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Samtök sem hafa þjóðarhrun á samviskunni

valholl1.jpgEf stjórnvöldum er alvara í að endurheimta traust Íslands erlendis, já og innanlands líka, verða þau, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að gera gangskör að því að banna Sjálfstæðisflokkinn og sennilega Framsóknarflokkinn sömuleiðis. Það ætti enginn að velkjast í vafa um að flokkurinn í Valhöll sem kennir sig við sjálfstæði er fyrst og fremst ástæðan fyrir efnahagshruninu og allri glæpamennskunni kringum það, enda er hér um mjög hægrisinnuð og siðvillt mafíusamtök að ræða. Það liggur því í augum uppi, að samtök sem hafa þjóðarhrun á samviskunni á skilyrðislaust að banna.

Sem betur fer, vex kröfunni um bann við starfsemi stjórnmálasamtaka á borð við Sjálfstæðisflokkinn fiskur um hrygg. Sem sýnir svo ekki verður um villst að fólk er í æ ríkari mæli að átta sig á samhengi hlutanna og að ekki sé líðandi að efnahagsleg hryðjuverkasamtök fái að valsa óáreytt um gjörvallt þjóðfélagið eins og ekkert sé sjálfsagðara.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekstur einkaskóla er ekki aðeins tímaskekkja heldur útúrfríkaður fáránleiki

hanez,,Rekstur einkaskóla hefur þyngst," er haft eftir einhverju mannkerti sem situr í stjórn Landakotsskóla, sem sagður er ,,einkaskóli." Nú er það víst svo að þessir svokölluðu ,,einkaskólar" á Íslandi eru að langmestum hluta fjármagnaðir af ríkinu, hvað svo sem það á að þýða. Ef einhverju yfirstéttardrasli langar að reka einkaskóla á það að fjármagna þá menntastofnun sjálft, en ekki blanda verkalýðsstéttinni, eða öðrum launastéttum, inní þá spekúlasjón.

Annars ætti hiklaust að útrýma fyrirbrigðinu ,,einkaskólar" úr Íslensku samfélagi. Háskólanum í Reykjavík, Bifrastarbákninu, Keili, Verslunarskólanum,  og Hjallastefnusjónhverfinguni, svo einhver af þessum ófögnuði sé nefndur, á fortakslaust að kasta á sorphaugana og urða þar ásamt græðgisvæðingunni, frjálshyggjunni og góðærisglæpamennunum. 


mbl.is Skólastjóra Landakotsskóla sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarvargar, hvað?

Það er vægast sagt undarlegt að fréttamaður mbl.is skuli kalla þá sem slett hafa dálítilli málningu á hús valinkunnra útrásardólga skemmdarvarga í sömu andrá og hann velur þrjótunum Hreiðari Má og Karli Werners titlana ,,fyrrverandi forstjóri" og ,,stjórnarformaður". Það vita allir hverjir hinir raunverulega skemmdarvargar eru; það leikur til dæmis enginn vafi á í hugum fólks, hvort er meira skemmdarverk, að maka málningu, sem auðveldlega má fjarlægja, á húsvegg eða leggja heilt þjóðfélag á hliðina með peningalegri hryðjuverkastarfsemi.
mbl.is Hús máluð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlausir froðusnakkar frjálshyggjunnar

Strákar að slástÞað hlýtur að hafa verið sérlega hlægilegt að horfa uppá froðusnakka frjálshyggjunnar, þá Árna Pál og Einsa Kr., fara í hár saman á Alþingi útaf hruni frjálshyggjunnar og efnahagslífsins. Svona skemmtikraftar geta verið óborganlega kómískir, þangað til að því kemur að almenningur þarf að borga fyrir pólitískt siðleysi þeirra og sjálfbirgingshátt.

Svo er líka íhugunarefni hvor þeirra tvímenninganna er lengra til hægri, Áni Páll eða Einsi Kr. Ríkisstjórn sem inniheldur fyribæri eins og Árna Pál getur seint talist vinstrstjórn, svo mikið er víst. Í því sambandi er vert að halda því til haga að Árni þessi Páll var aðstoðarmaður Jóns Baldvins þegar hann var að ryðja brautina fyrir Davíð Oddsson og frjálshyggjupólitíkina á Íslandi, en Jón Baldvin var eins og menn muna utanríkisráðherra í í fyrstu ríkisstjórn Davíðs og jafnframt formaður ,,Alþýðu"flokksins.   


mbl.is Klappstýra hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætu blásýru fyrir höfðingjana í ESB

Ég er satt að segja farinn að halda, í fullri alvöru, að ef ESB-höfðingjarnir óskuðu eftir því við þingmenn Samfylkingarinnar að þeir ætu ofaní sig ómengaða blásýru myndu þeir gera það með glöðu geði. Að vísu myndi blásýra hafa viss áhrif á heilsu Össurar og Árna Páls. En hvað gera menn ekki fyrir hinn tæra málstað, þó vondur sé, ef því er að skipta?
mbl.is Óþolinmæði og pirringur í garð Ögmundar og félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur og Guðfríður Lilja flengdu flokkseigendaklíkuna vel og vandlega

fleng0.jpgHann var víst býsna fróðlegur fundurinn atarna í Kópavogi í kvöld. Enda var til hans stofnað af þeim er stóðu fyrir honum, að taka Ögmund Jónasson og Guðfríði Lilju ærlega í gegn fyrir skort á tilhlýðilegri virðingu og undirgefni við flokkseigendaklíkuna alræmdu, hina svavarsvæddu elítu sem varla getur dregið andann lengur af skinhelgi og borgaralegu snobbi. Til að allt færi nú vel fram var senditíkinni, Ólafi hinum ,,góða" bæjarfulltrúa VG í Kópavogi falið það vandasama verk að smala Steingríms/Svavars-jákvæðu fólki á fundinn og ennfremur að leggja fram tillögu til stuðnings Icesave-ævintýri þeirra Steingríms og Svavars. Er skemmst frá að segja að allt fór á annan veg en ætlað var því það voru Ögmundur og Guðfríður Lilja sem flengdu litlu ljótu flokkseigendaklíkuna langs og þvers eftir öllum kúnstarinnar reglum á fundinum eins og hún hafði til unnið, og það svo hressilega að Svandísi Svavars, Árna Þór og Steingrími J. verður varla svefnsamt í nótt, hvað þá Álfheiði Inga og Sendiherranum sjálfum. Sneypuför hins ógæfusama fólks, sem uppá síðkastið hefur gert Icesave-samninginn mikla að lífshugsjón sinni, var því algjör á Kópavogsfundi VG 2009. Það er þetta lið sem verður að kyngja þeim beiska bikar að ,,hugsa sinn gang" en ekki Ögmundur og Guðfríður Lilja. 
mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argvítuga bestían Steingrímur J. ýtir undir klofning innan VG

flokkseigendur_786424.jpgEkki dreg ég í efa orð Þórs Saari þess efnis að nú sé öll áhersla lögð á af hálfu Samfylkingarinnar og Flokseigendafélags VG að leysa Icesave-málið með ofbeldi inni á Alþingi. Þetta er gamalkunn aðferð og sóðaleg þar sem spillt hugarfar ræður ríkjum. Þeir stjórnmálamenn sem skirrast ekki við að herja á félaga sína með pólitísku ofbeldi, ef þeir fá sitt ekki fram tafarlaust, eru að sínu leyti eins og hvert annað illgresi í garði mannlegs samfélags.

Það kemur mér heldur ekki á óvart að Samfylkingin hafi sett á flot alsherjar áróðursherferð gegn Ögmundi Jónassyni fyrir að vilja ekki éta Icesave-óþverrann ofaní sig möglunarlaust og þakka fyrir kræsingarnar af fullkominni undirgefni. Og samfylkingarlýðurinn er ekki einn um áróðursherferðina á hendur Ögmundi. Hluti VG, með formanninn í broddi fylkingar hafa tekið þátt í þessari aðför. Hið sanna er að formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, hefur hagað sér eins og argvítug bestía gagnvart hluta þingflokks VG, þ.e. þingmönnunum Ögmundi Jónassyni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni, einnig mun Jón Bjarnason hafa fengið að finna til tevatnsins fyrir að móðga ESB-sjúklingana í Samfylkingunni með ummælum sínum fyrr í sumar. Það er ljóst að með framferði sínu hefur Steingrímur J. ýtt mjög undir klofninginn í röðum eigin flokks og er nú svo komið að æ fleiri tala um nauðsyn á uppgjöri við flokkseigendaklíkuna, Steingrím, Álfheiði, Árna Þór, Svandísi, Björn Val og guðföður klíkunnar, Svavar Gestsson sendiherra. Fólk er búið að fá uppí kok af hótunum, yfirgangi, hroka og borgaralegu snobbi þessa liðs.

 Best væri að hægri armurinn, flokkseigendaklíkan, í VG færði sig yfir í Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna eftir atvikum og eftirléti raunverulegum vinstrisinnum, sósíalistum, Vinstrihreyfinguna grænt framboð. VG er ekki hlutafélag þar sem fyrrnefnd flokkseigendaklíka á meirihluta hlutabréfanna, - þó svo að þessu andlega fátæka fólki finnist að svo sé.


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haraldur elskar Skallagrím

flu.jpgHaraldur Brím

höndlar ekki rím.

Hann var eitt sinn Haraldur 

en er nú orðinn faraldur

og elskar Skallagrím.

 

Góða nótt gemlingarnir ykkar.


mbl.is Flensan orðin faraldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar frú Ingveldur hakkaði kvennalistakérlínguna

less_892530.jpgMér enn í fersku minni þegar frú Ingveldur hakkaði kvennalistakerlínguna í sig hér um árið, flatti hana út og tætti hana í sig. Þó hafði kvennalistakerlingin ekkert til sakar unnið annað en að tauta eitthvert hrafl um fémínísma á fundum og í blaðagreinum. Og frú Ingveldi þekkti hún ekki par. En frú Ingveldur þekkti þennan fróma boðbera kynjafræðinnar - af illu einu, að henni fannst. Þær hittust fyrir tilviljun á tröppunum Landsbankans í Austurstræti. Frú Ingveldur hafði snör handtök: Þreif þéttingsfast fyrir bringspalir kvennalistafraukunnar og keyrði hana ómjúkt upp að vegg bankans með þeim orðum, að nú væri komið að skuldardögunum. - Ég skal láta þig vita það, helvítis nornin þín, að á mínu heimili ríkir fullkomið jafnrétti milli kynja og ef einhvejum ráðum þar að ráða, á mínu heimili, þá ræð ég. Svo koma gegnumskorpnaðar þurrakuntur eins og þú og væla yfir því að til séu karlmenn með bein í nefinu, karlmenn sem láta ekki kérlíngarnar féfletta sig og arðræna og hafa að fíflum. Og ekki nóg með það, heldur leggist þið svo lágt að kvarta undan því þegar karlarnir ykkar refsa ykkur verðskuldað fyrir að halda framjá þeim. Svo kórónið þið fordæðuskapinn í ukkur með vandlætingarrógi um allt sem tengist kynlífi eins og þið séuð náttúrulausir kaþólikkar með undirliggjandi kynvillu og öfuguggatilhneygingar.

Ræða frú Ingveldar var að sönnu miklu lengri. Það sem frá er greint hér að ofan var aðeins inngangurinn að máli hennar yfir hausamótunum á kvennalistakerlíngunni. Þegar lögreglan kom á vettvang var liðið yfir talskonu kvennalistans. Hún lá í leiðindastellingu á landsbankatröppunum en frú Ingveldur bauð lögregluþjónunum að fjarlægja hina meðvitundarlausu konu þar eð hún væri ofurölvi og dópuð, reyndar steindauð í augarblikinu að allskonar ólifnaði og inntökum.

Því segi ég enn og aftur: Ef einhver kona er til í veröldinni sem kann að brýna og sýna klærnar, þá er það frú Ingveldur. En Hillarí Clinton, ja svei, hún verður aldrei annað en meðal vinlakerlín í ríki karlanna.


mbl.is Hillary Clinton sýndi klærnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar býður þjóðarsómi ...

mafia1_892301.jpgMerkispilturinn Bjarni N1 Benediktsson, sem sagður er formaður Sjálfstæðisflokksins, mun hafa látið ljós sitt skína á Alþingi í dag, ef marka má frétt mbl.is. Meðal annars ku Bjarni hafa haft á orði að kominn sé tími til að ríkisstjórnin fari að tala máli okkar íslendinga. Nú er það svo að þeir sem taka mark á Bjarna má telja á fingrum annarrar handar og er það vel. En betur má ef duga skal.

Ef ríkisstjórnin vill á annað borð tala máli okkar íslendinga á hún að einhenda sér í setja lög um Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður og starfsemi hans og líkra samtaka bönnuð. Glæpasamtök sem stuðlað hafa að hruni þjóðar sinnar með pólitískri hugmyndafræði, ábyrgðarleysi og víðtækri spillingu á auðvitað að leggja af hið snarasta, annað væri fullkomið andvaraleysi. Það þerf ekki mikla athyglisgáfu til að sjá hvernig allir þræðir fjármálahagsmuna hins gjörspillta auðvalds á Íslandi koma saman í Sjálfstæðisflokknum, utan nokkurra mjög alvarlegra tilfella sem tilheyra sjálfu Framsóknarfjósinu. Þennan forherta íhaldsframsóknaróþverra ber ríkisstjóninni að kveða niður án undanbragða af festu og dugnaði. Þegar býður þjóðarsómi - þá er engra undanbragða auðið. 


mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband