Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Athafnamaður að störfum

xd10.jpgÞrátt fyrir hrun frjálshyggjunnar á Íslandi 2008 eru stöku frjálshyggjumenn enn að störfum öllum til ama og þjóðfélaginu til skammar. Það þarf ekki að fara í grafgötur með, að þrjóturinn sem arkaði vopnaður milli skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu í nótt og seldi stöff, er eitt af þessum andstyggilegu frjálshyggjumönnum sem eiga athvarf sitt í Sjálfstæðisflokknum. Nú á jólaföstunni er sem betur fer að renna upp fyrir æ fleirum, að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru stækkuð útgáfa af ríki Fagins gamla í Oliver Twist. Sömuleiðis verður krafan um að Sjálfstæðisflokkurinn verði bannaður háværari með hverjum degi. Standi nú vonir bjartsýnna manna til að hin óarga samtök frjálshyggjusóða, sem af meðfæddir ósvífni sinn kenna sig við ,,Sjálfstæði," verði lögð niður með valdi milli jóla og nýárs.
mbl.is Vopnaður riffli á skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottar ríkisspenann allt hvað af tekur

Hannes og miltonJahérna, er Hannes Hólmsteinn Gissurarson ennþá prófessor við Háskóla Íslands? Ég hélt í einfeldni minni að þessi mikli vinur einkaframtaks og einkavæðingar væri löngu farinn af ríkisspenanum. En nei ónei, karltuskan liggur sem fastast í hlýjum bómullarkassa ríkisins með sjálfann ríkisspenann uppí sér og tottar allt hvað af tekur enda feitur orðinn og félegur.

Nú, það stendur í frétt mbl.is að Hannes Hólmsteinn sé prófessor í stjórnmálafræði. Því trúi ég nú ekki nema í meðallagi. Ég hefi nefnilega alltaf haldið að prófessorar í stjórnmálafræði hefðu einlægt eitthvert vit, þó ekki væri nema lítilsháttar, á stjórnmálum. En það má svo sem vel vera misskilningur hjá mér að nauðsynlegt sé að stjórnmálaprófessorar hafi vit á stjórnmálum, ef svo er þá er aurunum sem ríkið borgar Hannesi í laun fyrir að prófessorast vel varið.


mbl.is Undrast að Bandaríkin skuli ekki gæta skjala betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftiráviska uppskafninga

isg_i_kaupmannahofn_jpg_550x400_q95.jpgSamfylkingin hefur frá upphafi verið athvarf pólitískra uppskafninga og vandræðagemsa. Þegar þessi grey tromma upp með hátimbraðar yfirlýsingar eins og þá, að Samfylkingin hafi ekki fylgt eigin stefnu um ,,fagmennsu og ábyrgð" er það einfaldlega eins og hver önnur auðvaldskratísk ósvífni og lýgi. Svona eftiráviska uppskafninga Samfylkingarinnar er engum boðleg, nema ef til vill flokkseigendum þessa tilverugrundvallarlausa flokks. Samfylkingin hefur aðeins tvö stefnumál: að vera í ríkisstjórn með hverjum sem er, stunda pólitískan hórdóm af alefli, og að reyna að troða Íslandi í ESB með öllum ráðum, heiðarlegum sem og óheiðarlegum, blíðmælgi og hótunum. Í reynd er Samfylkingin sú ruslakista sem þjóðin gæti sem best verið án og ætti að sannast sagna að losa sig við við fyrsta tækifæri.
mbl.is Fylgdu ekki eigin stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frankensteinar kapítalismans og Steingrímur J.

ulfur-i-saudarg_665314234 Hvorki Neil Klopfenstein, né önnur auðvaldssauðnaut, þurfa að undrast það að Steingrímur J. Sigfússon skuli ekki hafa farið uppúr hinum kapítalísku hjólförum í fjármálaráðherratíð sinni. Og auðvaldssauðnautin þurfa því síður að undra sig á að Steigrímur þessi sleiki rassinn á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og legátum hans. Hafi herra Klopfenstein og frankensteinar kapítalismans haldið að Steingrímur Joð væri eitthvað annað en kapítalisti, hafa þeir vaðið í villu og svíma. Steingrímur Joð er nefnilega einn af þessum hvimleiðu kapítalísku úlfum sem af einnhverri annarlegri ástæðu hefur smeygt sósíalískri sauðargæru yfir trýnið á sér. Þeim sem áfram vilja trúa þeirri endaleysu að Steingrímur sé eitthvað annað en ómerkilegt framsóknarkrataíhald bendi ég á að kynna sér viðhorf magnefnds Steingríms Joð til hins hákapítalíska og glæpsamlega kvótakerfi í íslenskum sjávarútvegi.
mbl.is Bjó hjá foreldrum Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frankensteinar kapítalismans og Steingrímur J.

ulfur-i-saudarg_665314234Hvorki Neil Klopfenstein, né önnur auðvaldssauðnaut, þurfa að undrast það að Steingrímur J. Sigfússon skuli ekki hafa farið uppúr hinum kapítalísku hjólförum í fjármálaráðherratíð sinni. Og auðvaldssauðnautin þurfa því síður að undra sig á að Steigrímur þessi sleiki rassinn á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og legátum hans. Hafi herra Klopfenstein og frankensteinar kapítalismans haldið að Steingrímur Joð væri eitthvað annað en kapítalisti, hafa þeir vaðið í villu og svíma. Steingrímur Joð er nefnilega einn af þessum hvimleiðu kapítalísku úlfum sem af einnhverri annarlegri ástæðu hefur smeygt sósíalískri sauðargæru yfir trýnið á sér. Þeim sem áfram vilja trúa þeirri endaleysu að Steingrímur sé eitthvað annað en ómerkilegt framsóknarkrataíhald bendi ég á að kynna sér viðhorf magnefnds Steingríms Joð til hins hákapítalíska og glæpsamlega kvótakerfi í íslenskum sjávarútvegi.
mbl.is Undrast frammistöðu Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarskömm á förum

xd2.jpgÁ síðasta fundi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var ákveðið að fela nefnd fjögurra ráðherra að semja frumvarp til laga um bann við starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Það er orðin almenn skoðun þeirra sem best þekkja til íslensks þjóðfélags og innviða þess, að brýn nauðsyn sé að binda bráðan endi á tilvist Sjálfstæðisflokksins og þeirra mannfjandsamlegu gilda sem hann stendur fyrir. Þá er sú staðreynd að valdatími Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2009 hafi kostað þjóðina hundruði og þúsundir milljarða þung á metunum og gerir að verkum að óumflýjanlegt er að binda endi á tilvist hinna alræmdu samtaka.

Um langan aldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið þjóðarskömm, enda uppfullur af sóðalegu eðli stigamannsins sem svífst einskis í endalausum græðgishlaupum eftir peningum og völdum. Það gleðjast eflaust margir þegar þeir frétta af því að loks sé þessi illvíga þjóðarskömm á förum.


mbl.is Töfin kostaði milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðkrabbi Hreyfingarinnar og dauðastríð

birMikið skelfing er ömurlegt að horfa uppá hvað jafn liðlegt fólk og þingflokkur Hreyfingarinnar getur verið neikvætt, nöldursamt og smáskítslegt í hugsun. Það er sama hvað ber á góma, alltaf skal Hreyfingin vera á móti; þetta fólk er á móti öllu, - já, og sjálfu sér og Hreyfingunni líka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var rekinn með valdi úr ríkisstjórn fyrir tæpum tveimur árum hefur sá flokkur þróast í þá átt að vera á móti öllu og éta helst fjallagrös í öll mál. Nú, Framsóknarflokkurinn er þegar dauður úr neikvæðni og geðfýlu og annarri ólykt, en það er allt í lagi því farið hefur fé betra.

Það væri mjög gott fyrir Ísland ef Sjálfstæðisflokkurinn dræpist úr samskonar innanmeinum og Framsóknarflokkurinn og færi í gröfina líka. En verra er að horfa uppá ungt og þriflegt fólk eins og Hreyfinguna verða fúllyndinu og ggéðkrabbanum að bráð og enda að lokum í fjöldagröfinni með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.


mbl.is Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna starfsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háborgaralegur vikapiltur og trúðsfífl kapítalismans

kapital5Ósköp er ég glaður með að þjóðin mín skuli vera svona ofboðslega hrifin af Þorvaldi Gylfasyni. Ég trúi því að íslenska þjóðin sjái í þessum háborgaralega froðusnakki þann frelsara sem hún hefir lengi þráð og sé reiðubúin að vaða alla helvítiselda og brennisteins, þessa heims og annarra, til þess eins að hann setji oss stjórnarskrá. En við skulum heldur ekki gleyma því eitt andartak, að Þorvaldur Gylfason prófessor er fyrst og fremst vikapiltur og trúðsfífl kapítalismans og allra þeirra blekkinga sem kapítalisminn hefur yfir að ráða. Af honum er einskis að vænta utan þessarar hvimleiðu sjálfumgleði í besservisserastíl sem hann er einkum þekktur fyrir og fólk virðist hafa fallið fyrir í stjórnlagaþingskosningunni. 
mbl.is Þorvaldur ótvíræður sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnarrið afgreiddi H. B. Kristjánsdóttur með knock out

kick3_1045735.jpgMér er sagt að Gnarrið hafi leikið frú H.B. Kristjánsdóttur ansi grátt í kappræðu þeirra í Kastljósinu í kvöld, snúið henni eins og skopparakringlu horna og enda á milli og lagt hana loks útaf í þáttarlok með snjöllu knokkáti. Eftirleiðis ætti frú H.B. Krisjánsdóttir að láta það vera að reyna sig við Gnarrið, það er að segja vilji hún sleppa við hlálegar pólitískar slysfarir. Hinsvegar færi henni afskaplega vel að japla brosandi og sæl á dúsunni góðu sem Gnarrið stakk uppí hana á fyrsta fundi núverandi borgarstjórnar, þ. e. en embætti forseta borgarstjórnar, og sinna því alvörumáli af auðmýkt og samviskusemi.
mbl.is Mikil vonbrigði með samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alræmt ehf-dæmi af 2007 græðgisplani?

cap_860732.jpgÓsköp er þetta eitthvað óljós frétt. Það vantar t.d. að útskýra hvað Heimahjúkrun barna er nákvæmlega.

Er þessi Heimahjúkrun máske eitt af þessum alræmdu ehf. dæmum?

Getur verið að Heimahjúkrun barna sé dálítið dýrt kompaný?

Í frétt mbl.is er aðeins talað við einhverja Báru, sem sögð er reka umrædda Heimahjúkrun. Hinsvegar hefur alveg láðst að kanna hvort eitthvað annað verði gert af hálfu hins opinbera varðandi börn sem þurfa heimahjúkrun.

Ætli sé ekki best að geyma að fordæma þessa uppsögn þar til fleiri gögn liggja fyrir. 


mbl.is Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband