Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
24.1.2011 | 19:45
Þjóðnýtum útgerðina með einu pennastriki og eyðum auðvaldsblokkunum.
Við andstyggðarbulli Vilhjálms Egilssonar og kvótasjúklinga LÍÚ í Samtökum atvinnulífsins er aðeins til eitt gott svar af hálfu stjórnvalda, það er að taka gjörvallann LÍÚ-flotann og þjóðnýta hann með einu pennastriki og leysa þar með kvótagamblarana undan þeirri kvöð að gera út.
Og sennilegar er nauðsynlegra en menn grunar, að þjóðnýta sjávarútveginn, burtséð frá óforskömmuðum frekjutilburðum auðvaldsins í tengslum við gerð kjarasamninga. Það vill nefnilega svo slysalega til, að fénaðurinn sem fyllir flokk Samtaka atvinnulífsins stóðu blóðugir uppað öxlum sem gerendur í froðuvæðingu efnhagslífsins á frjálshyggjutímabilinu sem lauk með þeim ósköpum sem allir þekkja. Við þessháttar dela á ekki að semja um eitt eða neitt. Höfuðverkefni stjórnvalda, ef þau væru vönd að virðingu sinni og í takt við andrúmsloftið í þjóðfélaginu, væri að fara með logandi sverði gegn auðvaldsblokkunum, sem settu hér allt á annann endann, og gjöreyða þeim. Þá mun okkur vel farnast.
Alþýðusambandið hrökk frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.1.2011 | 16:51
Langdrukknir þrjótar fremja landráð og föðurlandssvik.
Hræðilegur fyrri hálfleikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 15:03
Ekki vera reið Einari Kr. því honum er ekki sjálfrátt
Það má svo sem vel vera að Einar Kr. Guðfinnson trúi sjálfur staðfastalega á kjaftæðið sem hann ber á borð í grein sinni um ,, að komið hafi verið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið." Hitt þykir mér samt líklegra, að pistill Einars Kr. sé hans innlegg til að reyna að blekkja fólk til fylgis við auma lygasögu, sem Sjálfstæðismenn vilja að sé gerð að Stóra sannleik um viðkomandi atvik. Það á sem sé vísvitandi að falsa söguna, borgarastéttinni í hag.
En við skulum samt ekki vera reið Einari Kr. Guðfinnssyni fyrir framhleypnina og ruglið. Honum er ekki sjálfrátt. Hann er gegnsýrður af spilltum hugsunarætti borgarastéttarinnar, fórnarlamb hans og leikfang. Það eina sem hægt er að gera fyrir svona einstaklinga er að biðja fyrir þeim, annað er ekki í boði.
Og vitanlega minnist hinn ógæfusami sjálfstæðismaður ekki einu orði á ástæðuna fyrir mótmælunum, það er heldur ekki hagstætt fyrir Flokkinn hans að rifja það upp. Það er nefnilega ekki inní forritinu að hugarheimi Sjálfstæðismanna að athafnir þeirra á stjórnmála- fjármála- og viðskiptasviðinu á árunum 1991 til 2009, sem lauk með algjöru hruni, hafi eitthvað með umrædd mótmæli að gera og reiðina, sem blossaði upp í þjóðfélaginu í október 2008 og lauk ekki fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum snemma árs 2009.
Komið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2011 | 23:12
Þvílík bölvuð skömm að þessu
Í mesta grandaleysi og algjörlega óvart settist ég fyrir farman sjónvarpið í kvöld og horfði og hlustaði í fátæklegum einstæðingsskap mínum á Söngvakeppni sjónvarpsins. Þegar ég stóð upp aftur að leik loknum, var mér innanbrjósts eins og ráðvilltum þorski sem núbúið er að slægja. Það verður þó að segja þessum hroðalega dagskrárlið til hróss, að ekki vantaði þar öskrin og óhljóðin, sem á vissum punktum voru þess eðlis að ég var handviss um að nú væri verið að drepa einhvern í alvörunni. En ósköp voru nú lögin sem borin voru fram einstaklega ljót og leiðinleg og dapurlegt á að hlýða hve söngvurunum gekk illa að halda lagi; þetta minnti mann mest á sperrta kalla sem eru að taka lagið í réttunum, ef ekki frassketti að slást.
Yfirbugaður stóð ég upp frá sjónvarpinu svartsýnni en nokkurntímann fyrr og bað Drottinn í heitri bæn að refsa mannkyninu ekki harkarlega fyrir þessa hjárænulegu söngvakeppni. En því miður er ég ekki beinlínis trúaður á að Drottinn minn taki nokkuð tillit til bænar minnar; það eru nefnilega takmörk fyrir hverju Drottinn tekur mark á í bænastagli til hans því sumt er þess eðlis að ekki einusinni guðdómurinn getur orðið við því, hvað þá aðrir.
En verst fannst mér þó að sjá hvað stelpuboran hún Jóhanna Guðrún hefur lagt af uppá síðkastið. Ég hélt hreinlega að hýn myndi hrynja til grunna þegar hún æpti hvað mest og baðaði út höndunum. Það þarf tilfinnanlega að stríðala hana á hrognum og lifur með rjóma og bræddu hrútaspiki útá, ef hún á að komast til Þýskalands til að öskra í úrslitakeppninni.
Nótt og Eldgos áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2011 | 22:29
Þeir voru fullir
Það var ljóta hollingin á þessum íslensku drengjum sem voru að myndast við að spila handbolta á móti Þjóverjum, þeirri reglusömu þjóð, í dag. Ekki leyndi sér að þessir stekkjastaurar komu beint af kránni í leikinn, hver öðrum valtari á fótunum með aulagrettur á trýnunum. Og því fór sem fór.
Ég legg þvi til að íslenska handboltalandsliðið verði sent heim strax í fyrramálið til að fyrirbyggja að þessir óreglupésar fái fleiri tækifæri til að gera okkur til skammar þarna úti í Svíþjóð. Það er ekki leggjandi á eina þjóð, sem fórst því sem næst í frjálshyggjuglæpahruni fyrir tveimur árum, að þurfa að þola auðmýkjandi tap í handbolta fyrir Þjóðverjum, af því að svokallaðir ,,landsliðsmenn" okkar töldu að besta upphitunin fyrir landsleik af þessu tagi sé að ráfa útá krá og þamba í sig áfengi.
En nú er mælirinn sem sé troðinn, skekinn og fleytifullur. Héðan í frá eigum við einungis að senda þroskaða og grandvara bind-ind-indismenn til kappleikja fyrir Ísland hönd gegn erlendum þjóðuð, svo sama sagan endurtaki sig ekki ár eftir ár.
Of mörg aulamistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2011 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2011 | 11:56
Ég er alfarið á móti Rögnu í forsetaembættið og færi fyrir því gild rök.
Ég er gjörsamlega alfarið á móti því að Ragna Árnadóttir verði gerð að forseta Íslands. Hún var dubbuð upp til ráðherra fyrir ekki allöngu og stóð sig með slíkum endemum, að Jóhanna og Steingrímur sáu sig tilneydd til að fjarlægja hana með valdi úr dómsmálaráðuneytinu; þau urðu hreinlega að leggja á hana hendur og draga hana eins og villta ótemju á milli sín útá stétt. Meira að segja úti á stéttinni lét Ragna ekki staðar numið og beit Jóhönnu aftan í annan kálfann svo hún var draghölt í margar vikur á eftir. Ég tek fólki var við að skemmta skrattanum með því að gæla við hugmyndinu um að gera Rögnu að forseta Íslands.
Aftur á móti er mín bjargfasta skoðun, að Ísleningar eigi ekki að hika við að kjósa Gunnar I. Birgisson, fyrrum borgarstjóra í Kópavogi, sem nlsta forseta íslenska lýðveldisins. Það er sko maður sem kann sitt fag og er ennfremur þeim mikilvæga kosti búinn að hafa háþróaðan heila milli eyrnanna meðan aðrir verða að láta sér nægja kvarnir eða örlítin taugahnút í kinnbeinsholunum.
Flestir vildu Rögnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.1.2011 | 22:48
Hafvilla Sigurðar drjóla eftir að hann kom að austan
Æji, ósköp er gott að guðsblessunin han Sigurjón bankastórjóri er laus prísundinni, þrátt fyrir að hann hafi fengið 5, segi og skrifa:fimm, máltíðir á dag hjá eldabuskunni á Hrauninu. Hitt er svo aftur áhyggjuefni hvernig Sigurjón bankastjóri fer að því að eyða kvöldinu í kvöld, því það er ekki hrist framúr erminni að venja sig á nýja siði eftir að hafa verið í varðhaldi.
Sigurður drjóli var eitt sinn sendur í svona vist fyrir austan af því að honum var borið á brýn að hafa barið konuna sína. Þegar þeir slepptu Sigurði var hann svo heillum horfinn að hann rataði ekki heim til sín og varð að brjótast inní Fríkirkjuna til að fá húsaskjó yfir blánóttina. Þegar presturinn mætti til vinnu sinnar um morguninn og sá Sigurð drjóla húka eins og jólasvein undir predikunarstólnum hringdi hann á lögregluna og lét senda Sigurð aftur austurfyrir fjall í gæsluvarðhald.
Sigurjóni sleppt úr gæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2011 | 22:07
Augnlok hans eru þung sem blý.
Aðalstarf Jóhannesar Þórs Gunnarssonar í aðstoðarmennskunni við Sigmund Davíð verður það göfuga hlutverk að halda honum vakandi, en Sigmundur Davíð er sem kunnugt ef afar syfjaður maður að hætti Halldósrs Ásgrímssonar. Það getur þó reynst þrautin þyngri fyrir Jóhannes Þór að halda glyrnunum á formanni Framsóknarflokksins opnum því augnlok hans eru þung sem blý rétt eins og sorgirnar sem skáldið orkti um fyrir fjarska löngu síðan.
Þá er og haldið fram að blessuð gamla Framsóknarmaddaman, þó karlæg sé og komin yfrí annan heim fyrir nokkru, hafi áhyggjur, sem líka eru þungar sem blý, af syfju og höfuðþyngslum yfirhúskarls síns og hafi ítrekar komið þeim skilaboðum á framfæri til Sigmundar Davíðs gegnum miðil að fara að venja sig á að taka í nefið, neftóbak að sjálfsöðgu því sú gamla er ekkert gefin fyrir hvíta nefduftið sem kaldir fjármálavíkingar og heljarmenni brúka sér til upplyftinar og gottgjörelsis. Enn sem komið er hefur Sigmundur yfirfjósameistari ekki haft rænu á að fara að ráðum Maddömunnar og því eru augnlok hans jafn þung sem fyrr og drunginn situr í fyrirrúmi, alveg eins og hjá Halldóri Ásgríms.
Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2011 | 07:44
Íslendingar eru spaugsöm þjóð.
Það má með sanni segja um Íslendinga, að þeir eru spaugsöm þjóð. Nú vilja þeir ólmir verðlauna svokallaðan Sjálfstæðisflokk, sem hrinti landinu ofaní botlaust skuldafen með tiltektum sínum, með því að gefa til kynna að þeir vilji endilega fá þennan ólánsFlokk í ríkisstjórn aftur.
Öðruvísi hafast þeir af í Túnis þessa dagana: Þar ráku þeir sinn Sjálfstæðisflokk frá völdum og bættu svo um betur með því að leysa Sjálfstæðisflokkinn sinn upp, gera eigur hans upptækar og banna starfsemi hans.
Það er augljóslega mun hyggilegra fyrir Íslendinga að fara að dæmi Túnismanna í umgengni sinni við Sjálfstæðisflokkinn, en að verðlauna hann á þann hátt sem skoðanakönnun Fréttablaðsins gefur til kynna.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2011 | 15:09
Stórmæli bráðgáfaðra manna koma heiminum til að standa á öndinni
Það er áreiðanlega mikið gert með það um allann heim hvað Bjarni Ben. segir um ,,njósnatölvumálið." Enda er hann bráðgáfaður, af Engeyjarætt og úr Garðabænum, - já, og Hrunverji. Betra getur það varla verið.
En dálítið er það skrýtið að þingmenn skuli ekki hafa vitað af þessu dulafulla máli fyrr en nú. Er ekki svona endemis pukur brot á ríkisstjórnarsáttmálanum, kaflanum sem fjallar um dægileg loforð eins og ,,gangnsæi," ,,opna stjórnsýslu" og fleira flott í þeim dúr ? Eða eru Jóhanna og Steingrímur engu skárri í leyndarpukri en gamla haaarderíska hrunasettið, sem hrökklaðist fá völdum snemma árs 2009 ? Hver fjandinn sjálfur er þarna eiginlega á seiði ?
Svo veður alþingismaðurinn og lærisveinn Hannesar Hólmsteins, Sigurður Kári, sem líka er bráðgáfaður en ekki af Engeyjar eða úr Garðabæ, uppí ræðustól Alþingis og vænir Birgittu Jónsdóttir um njósnir í þágu Víkílíks. Öll heimsbyggðin, að páfanum í Róm meðtöldum, stendur áreiðanlega á öndinni yfir hinum vísindalegu stórmælum þingmannsins.
Það er nú svo.
Em hvað var það nú aftur sem Þráinn Bertelsson sagði á feisbúkksíðunni sinni í fyrradag og rataði inní sali Alþingis ?
Bein árás á Alþingi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 223
- Frá upphafi: 1539533
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 193
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007