Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Ódæði Steingríms og Samfylkingarinnar

Staðreyndin er sú, að Samfylkingin og hægri armur VG hafa blásið til stórsóknar gegn Jóni Bjarnasyni, með það að markmiði að koma honum úr embætti sem allra, allra fyrst.

Það kemur svo sem ekki á óvart þó aumingjarnir í Samfylkingunni geri aðför að Jóni, en verra þykir mér að samflokksmenn hans, með formanninn sjálfan fremstan í flokki, taki þá í ódæðinu með Samfylkingunni.


mbl.is Vilji Alþingis skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka þessa yfirlýsingu umfram venjulega lýgi

Það er ekki meira að marka þessa stuðningsyfirlýsingu VG í Kópavogi við ríkisstjórnina en vindinn í görnunum á Álfheiði Ingadóttur flokkseiganda. Í næststærsta bæjarfélagi landsins, Kópavogi, mættu aðeins 15 manns á félagsfund í í gær og um það bil 30 á opinn almennan fund í gærkvöldi, að meðtöldum Steingrími J. Álfheiði Inga, Birni Val og Óla góða.

Það er ljóst að fundarherferð Steingríms um landið undanfarna daga er eitt allsherjar flopp og greinileg vatraustsyfirlýsing á hann og ríkisstjórnina.

Á kópavogsfundinum í gærkvöld gerði búrtíkin Björn Valur, þingmaður útgerðarfélaganna Brims og Samherja, sér lítið fyrir og laug því blákalt að fundarmönnum, að svokölluð sáttaleið um stjórnun fiskveiða samrýmdist afar vel stefnu VG í sjávarútvegsmálum. En ,,sáttaleið" þessi er einkum til þess fallin að festa núverandi kvótakerfi í sessi og tryggja hreðjatakið sem LÍÚ hefur á þjóðinni.


mbl.is Lýsa stuðningi við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tönnurnar hefðu lent á Íslandi, ef ...

naut2.jpgÉg er nú svo sem brandsjúr á að helvískar gulltönnurnar hans Churchills hefðu lent á Íslandi ef þessir asnar hefðu álpast til að bjóða þær upp fyrir hrun. Ég er hræddur um að umræddar tönnur hefðu sómt sér forkunarvel milli skoltanna á einhverjum af okkar ágætu bankaeigendum, bankastjórum, millestónum, fonsurum eða bakkvörungum. En sérdeilis hefði ljómi þeirra logað skært og innilega uppí munninum á einhverri útrásargrúppíunni.

En því miður varð ekkert úr því að tönnur Churchills lentu uppí íslenskum útrásartranti eða LÍÚ-gini, og þó ... 

Það er nefnilega ekki loku fyrir það skotið, að það hafi einmitt verið forsjáll íslenskur fjársýslujöfur af hrunastandi sem hreppti tönnurnar góðu. Miðað við alla milljarðana, sem horfnir eru úr bókhaldi auðmannastéttarinnar eins og jörðin hafi gleypt þá, er ekki óraunhæft að ætla að gulltönnur gömlu bresku stríðshetjunnar hafi skipt um ríkisfang í dag og séu nú íslenskar með aðsetur á Tortólu, eða öðrum sambærilegum stað. 

En hafi Íslendingar misst af tönnum Churchills, geta þeir, fjandinn hafi það, reynt að kaupa tönnur frú Tathcher þegar þær verða boðnar upp.


mbl.is Selja gulltennur Churchills
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvuð læti útaf vinsamlegum ummælum.

pútaHvaða bölvuð læti læti eru þetta í frjálshyggjuunganaum Sigurði Kára Kristjánssyni yfir vinsamlegum ummælum Þráins Bertelssonar um þingmenn á feisbúkksíðu sinni ? Nú má vel vera að Sigurður Kári taki ummæli Þráins sérstaklega til sín, en það verður þá að skoða sem sálrænt einkamál þingmannsins. Það væri margfalt betur viðeigandi af Sigurði Kára, lærisveini fræðimannsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, að lýsa því yfir, að hann ætli sér í framtíðinni berjast af alefli gegn því að þingmenn hagi orðræðu sinni á þann hátt að hún gefi Þráni Bertelssyni tilefni til að kalla dagskrárliðina ,,Störf þingsins" og ,,Óundirbúnar fyrirspurnir" því leiðinlega nafni ,,Hálfvitar rífast."

Hinsvegar má kalla málflutning skaðbrenndra hrunsstráka og stelpna úr frjálshyggjubúri Sjálfstæðisflokksins ýmsum nöfnum, enda hefur sá kostulegi málflutningur á sér sterkan blæ afneitunar, forherðingar, vísvitandi gleymskuáráttu, óheiðarleika og siðblindu. Það er því vel skiljanlegt að Þráni Bertelssyni og eflaust fleiri þingmönnum þyki fremur raunarlegt að sitja undir miður gáfulegu gaggi frjálshyggjuhænsnanna, sem þjóðin var svo ólánssöm að kjósa til þingstarfa.  


mbl.is Gagnrýnir ummæli Þráins á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundslegu undirferli engin takmörk sett

Það er eitthvað hálf dularfullt við það, að ráðherrarnir Jóhanna og Steingrímur taki Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra, útí horn og segi honum að vinna við að sameina reáðuneyti hans öðru ráðuneyti sé komin á fulla ferð. Það hefur semsagt verið farið í þessa sameiningu án þess að láta Jón vita af henni fyrr en hún var komin á fullt.

Ef þetta er rétt þá er undirferli Jóhönnu og Steingríms engin takmörk sett, hvað sem líður glamri þeirra fyrir tveimur árum um gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð. Sérstaklega er þáttur Steingríms í þessu sameiningarmáli ömurlega hundslegur og í leiðinni gott sýnishorn af siðlausum og óbrúklegum flokksformanni, sem svífst einskis gagnvart flokksfélögum sínum fyrir eigin völd.

Ég trúi ekki öðru en þingmenn VG stöðvi þessa heimskulegu ESB-höfuðóra Jóhönnu með því að setja Steingrími stólinn fyrir dyrnar og geri hann afturreka í dómgreindalausum sleikjuskap hans við Samfylkinguna.

En úr því sem komið er, væri sennilega langbest fyrir Steingrím, hans náhirð og búrtíkur, að hypja sig á stundinni yfir í Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn, þetta hyski á ekkert erindi við samtök róttækra vinstrimanna, sósíalista.


mbl.is Sameiningarferli hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er gert við skipstjóra sem ... ?

xv7_1054738.jpgOkkur varðar ekkert um hvað búrtíkin, Árni Þór, telur, álítur, heldur eða vill í ESB málum eða öðrum málum. Stjórnmálaflokkurinn VG vill að Ísland verði ekki aðili að Evrópusambandinu. Sömuleiðis vill VG ekki eyða einni einustu krónu í aðlögun Íslands að ESB. Allar tilfæringar í þá átt gengur algjörlega í berhögg við stefnu VG. Að Steingrímur og búrtíkur hans skuli hafa vogað sér að kaupa sér aðild að ríkisstjórn með því að samþykkja að sækja um ESB aðild og hefja aðlögunarferli að þessu auma auðvaldskompaníi, eru hrein og klár svik við almenna félaga og kjósendur VG. Og hvað er gert við svikulan skipstjóra, sem virðir fyrirmæli útgerðarinnar að vettugi og siglir skipinu í strand ? Jú, það er tekið í hnakkadrambið á honum og honum sparkað öfugum í land ásamt búrtíkum sínum og öðru skylduliði. 
mbl.is Þjóðin ráði lyktum ESB-máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bánkamún, Frans Mongóli og félagi Ólafur Ragnar

org1.jpgÉg hefði haldið að við Íslendingar hefðum nóg með okkar helvísku Bánkamúna svo ekki væri á bætt af forseta vorum, félaga Ólafi Ragnari Grímssyni, að draga karlinn Bánkamún frá Smeinuðu þjóðunum hingað til lands. En þar sem félagi Ólafur Ragnar hefur alla tíð verið sannur kommúnisti inn við beinið fyrirgefst honum þetta ráðbrugg.

Fátt veit ég um þennan Bánkamún, sem félagi Ólafur Ragnar vill endilega fá í heimsókn. Ekki hefur farið orð af því að hann sé spaugsamur grínisti, ölkær gleðimaður eða frekur til kvenna. Eiginlega virðist karlinn vera ein allsherjar hrútleiðinleg flatneskja og sviðin þurrkunta, sem í flestum stöðum væri ekki talinn í húsum hæfur.

Þó veit ég að Bánkamún hjá Sameinuðu þjóðunum er asískrar ættar, rétt eins og Frans Mongóli, sem almennt er talinn hinn mesti fantur og illmenni, sem uppi hefur verið við Breiðafjörð síðan Víga-Styrr vó menn síðast í Vestfirðingafjórðungi. Það er von mín, og vonandi flestra annarra, að Bánkamún, sameinuðuþjóðabarún, taki ekki upp þráðinn þar sem frændi hans, Frans Móngóli, sleppti honum fyrir rúmlega 100 árum, meðan hann verður gestur félaga Ólafs Ragnars á Íslandi.

Þess má að lokum geta, að þau urðu endalok Frans Mongóls, að hann fór í siglingar á erlendum skipum árið 1908, og þar var hann drepinn í uppreisn um borð í skútunni.


mbl.is Bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem koma skal

xv8_1054598.jpgÞær reytast jafnt þétt fjaðrinar af Vinstrihreyfingunni grænu framboði og skal engann undra. Gamla ljóta flokkseigendaklíkan, sem reyndist býsna liðtæk við að leggja Alþýðubandalagið sáluga af velli, er nú langt komin með að stúta VG. Þetta undarlega klíkuslekti er haldin þeirri krómísku siðspillingarfirru að það sé fætt til að eiga þá stjórnmálaflokka sem það er í, og eigi þar af leiðandi að ráða þar öllu, og vaða áfram á sama hátt gagnvart öðrum flokksfélögum og meirihlutaeigendur í hlutafélögum árið 2007. Því hefur farið sem farið hefur.

Það sér hver maður, að þegar spillt flokkseigendaklíka tekur sér fyrir hendur að svíkja flest það sem viðkomandi flokkur stendur fyrir og var stofnaður um er ekki við öðru að búast en hann sigli í strand og brotni í spón.

Það er mín skoðun að komið sé að leiðarlokum í samskiptum fólks í VG og endanlegur klofningur óumflýjanlegur. Hægri armur flokksins hefur sýnt það og sannað að eina hugsjónin þar á bæ er að komast til valdi í ríkisstjórn með hverjum sem er og framkvæma, þegar þannig stendur í bólið, hluti sem hvaða hægristjórn sem er mætti vera fullsæmd að. Andspænis valdahroka og hægrihyggju flokkseigendaklíku Steingríms, Álfheiðar og Svavars, á vinstri armurinn einskis annars úrkosta en að ganga út og stofna ný samtök sem byggja á klassískum sósíalisma, verkalýðshyggju og þjóðfrelsi. Slík samtök myndu strax fá fjöldafylgi og kæmu til með að lyfta grettistaki ef þau verða að raunveruleika. Að lokum hvet ég sexmenningana í þingflokki VG að sýna kjark og þor og segja upp óþolandi vistinni hjá Steingrími, Álfheiði og Svavarsfjölskyldunni.


mbl.is Formaður segir sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin brjóti af sér hlekki kvótaánauðarinnar.

xb1_1054082.jpgMeðan kvótavarðhundurinn Steingrímur J. þeytist landshorna á milli með búrtíkum sínum til að messa yfir auðum stólum (enginn ærlegur maður hefur geð í sér að mæta á fundina hjá honum) héldu Jón Bjarnason og Ólina fund um afnám kvótakerfisins fyrir fullu húsi á Grand Hóteli. Samkvæmt því sem ég hef hlerað af fundi Jóns og Ólínu, er full ástæða fyrir kvótabraskslýðinn að fara að leggja niður skottið og hætta að berjast fyrir sínu einkasérréttindaréttæti og gjafakvóta. Og það mun verða þrautin þyngri fyrir kvótaauðvaldið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum, Steingrím, Björn Val og Gutta ráðherra af Skaganum að stöðva þá skriðu sem nú er farin af stað gegn kvótakerfinu.

Með samstilltu átaki tókst Íslendingum að vinna bug á berklaveikinni. Á sama hátt getur þjóðin brotið af sér hlekki kvótaánauðarinnar.


mbl.is Afnemi kvótakerfið strax í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það grillir í raunverulega endurreisn Gamla Íslands

kapital4Það er ekki nema von að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda, spangóli ámátlega þessa dagana og hafi hátt um að ekki verði gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkað nema tryggt sé að kvótaböðla og kvótaþjófar af stétt útgerðarmanna haldi sérréttindum sínum, gjafakvótanum, að fullu, fyrst gjafakvótaþegar gera sér það að leik að kaupa þrjár brennivínsflöskur fyrir nærri milljón krónur á sama tím og búrtíkin þeirra spangólar í fjölmiðlum um nauðsyn sérréttinda þeirra.

Um útgerðarmenn af þessu tagi, og illa skeindar búrtíur þeirra, má segja, að þar fari ekki hálfbjánar heldur heilbjánar. Og það er ennfremur greinilegt á orðum þeirra og framferði að þeir gera sér góðar vonir um að frjálshyggjutímabilinu sé ekki lokið og fariðð sé að grilla í raunverulega endurreisn Gamla Íslands.

Það verður þá kanske niðurstaðan af brölti ,,fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar" á Íslandi, að Vilhjálmi Egilssyni og útgerðarmanninum með brennivínsflöskurnar þrjá á milljón, verði að ósk sinni með að Nýtt Ísland sjái aldrei dagsins ljós og spillingin, ranglætið, glæpamennskan og sérréttindi yfirstéttarinnar haldi sínu í öllum aðalatriðum.


mbl.is Þrjár flöskur á nærri 900.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband