Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
30.5.2014 | 11:55
Tómhyggjutittir í hár saman - Ópíum hægriflokkana fyrir fólkið
Bæði Píratar og Björt framtíð eru hinum hægriflokkunum hentugt ópíum fyrir fólkið á þessum tímapunkti til að lágmarka hættuna á því að tapa þeim völdum sem þeir hafa alltaf haft.
Sex af 14 frambjóðendum hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2014 | 11:41
Þeir sem greiða Bjartri framtíð atkvæði sitt eruð í leiðinni að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Það er eins gott, að kjósendur hafi það á hreinu, áður en það gengur að kjörborðinu, að þeir greiða Bjartri framtíð atkvæði sitt, eru þeir um leið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er mikill misskilningur að halda að Björt framtíð sé eitthvert pólitískt byltingarafl eða komi til með að verða einbeittur gerandi í pólitískum breytingum hér á landi. Því ískaldur sannleikurinn er sá, að þetta lukkuriddaraapparat er einungis þversumman af svæsnustu valda- og hægriflokkunum, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, enda er fyrirbrigið holdgetið afkvæmi þessara valdabattería.
Eftir að hafa lagt eyrun að ,,málflutningi" fulltrúa Bjartrar framtíðar dylst mér ekki að þar er á ferðinni flokkur sem sér ekkert athugavert við að stunda pólitískan hórdóm hvar og hvenær sem hann getur komið höndum undir, en einkum þó og sér í lagi með Sjálfstæðisflokknum.
Garðabær sérfélag en ekki samfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2014 | 20:58
Platvinstrifólkið í VG í Kópavogi er ekkert spaug
Auðvitað væri hægt að taka lista VG í Kópavogi og líta á hann sem hrapalega misheppnað grínframboð, ef aðstandendur listans hefðu lagt hann fram sem slíkan. En því er nú ekki að heilsa; þetta hörmulega fyrirbrigði er ekki gert út sem spaug heldur sem fúlasta alvara, sem útaf fyrir sig er hlægilegt. Og í þokkabót ætlast þetta lið til þess að fólk kjósi sig; meira að segja í leikhúsi fáránleikans myndi mönnum seint koma til hugar að setja aðra eins dómsdagsþvælu og hundakúnstir á svið.
En trúlega er þetta í síðasta sinn sem VG býður fram. Fyrir næstu alþingiskosningar verður kaðrakið sem eftir er í VG sennilega skriðið eins og skítugir hundar uppúr forarvilpu inní Samfylkinguna, eða þessir tveir hægrisinnuðu loddaraflokkar verða búinir að sameinast undir einhverju nýju og stórgáfulegu nafni.
Á hinni stórskemmtilegu mynd, sem hér fylgir með og er af merkustu persónum Flokkseigendafélags VG og dekurdýra þeirra, má sjá fagurleg höfuðlög Steingríms joð og Óla góða bera saman eins og villuljós sem eru í þann veginn að brenna út.
Stjórnmálamenn þjónar fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2014 | 21:45
Ekki á vetur setjandi
Frjálslyndi og gleði í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það ætti öllum að vera ljóst, að stuðningur við Pírata og/eða Bjarta framtíð byggir annaðhvort á heimsku kjósenda eða fáfræði, nema hvortveggja sé. Það er illa komið fyrir þjóð þar sem 25-30% kosningabærra einstaklinga er svo illa upplýstur, að ég ekki segi nautheimskur og haldin nefapasyndrómi, að þeim detti í hug að kasta atkvæðum sínum á loddarasamtök smáborgaralegra auðvaldssinna, sem velta sér áfram í hugsjónaleysi sínu með tómhyggjuþvaðri og hreinu og beinu rugli eins og Píratar og Bjarta framtíðin gera sér að leik.
Vill efla lýðræðið og þátttöku fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2014 | 18:58
Auðvaldsúlfarnir í Bjartri framtíð
"Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Mætti í haust á aðalfund kvótagreifa og lýsti stuðningi við þá. Þar með tók hún afstöðu gegn þjóðinni, sem þarf að endurheimta auðlindina. Þingflokkur Bjartrar framtíðar skilaði auðu á Alþingi í atkvæðagreiðslu um eftirgjöf í auðlindarentu kvótagreifanna. Sami flokkur studdi í raun slátrun nýrrar stjórnarskrár, sem átti að skerpa á þjóðareign auðlinda. Var þáttur í rugli flokksins um, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Í baráttu þjóðar fyrir frelsi úr ánauð er Björt framtíð verri en engin. Verður fyrst flokka til að bjóða bófunum samstarf um valdastóla."
Ekki trúi ég að kjósendur Bjartrar framtíðar renni í grun hverskonar fyrirbæri þessi háauðvaldssinnaði flokkur er í raun og veru. Málflutningur Bjartrar framtíað hefur einkennst af tómhyggju og tilgangsleysi, en undir hálfbjánalegu meiningarleysinu leynist rammfalskur auðvaldsúlfur, sem ma. er á mála hjá kvótaböðlunum. Og víst er um það, að þetta hættulega stjórnmálafyrirbrigði mun renna fyrirhafnarlaust í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn hvar og hvenær sem er.
Samfylking og BF með 53,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2014 | 20:01
Hin siðferðilega hlið á hugsanlegu sambandi dósents við sértrúarsöfnuð
Það má á blessuðum litla dósanum skilja, milli gráthrina hans og ekkasoga, að Jón rækjukóngur á Ísafirði hafi talað illa um hann og sértrúarsöfuðinn ógeðslega og hrært honum svo rækilega saman við sértrúarsöfnuðinn, að ógerningur var fyrir ókunnuga að vita hvað var sértrúarsöfnuður og hvað var dósentinn. Til að finna leið útúr þessum hildarleik tók Áss dósi til bragðs að afneita sértrúarsöfnuðinum, alveg eins og þegar Pétur postúlónn afneitaði Jesú á ögurstund, og stefna Jóni Guðbjartssyni og heimta af honum tvær milljónir af krónum, því orð Jóns vóru dýrt kveðin undir bragarhætti aldýrunnar.
Nú vaknar sú áleitna spurning, hvort einhver flugufótur sé fyrir því að dósinn Áss hafi á einhverjum tímapunkti verið handgenginn fyrrnefndum sértrúarsöfnuði og hvort sá vinskapur hafi ekki verið eingöngu á ábyrgð dósentsins og sértrúarsafnaðarins og Jóni Guðbjartssyni öldungis óviðkomandi í alla staði. Sé þannig í pottinn búið, væri nær fyrir dósentinn að stefna sjálfum sér og sértrúarsöfnuðinum, en láta Jón Guðbjartsson alþýðumann og ræðkjukóng á Ísafirði í friði.
Svo segir á fornum bókum, að aldei verði sá kenndur þar sem hann kemur ekki. Hafi nú Helgi Áss dósent aldreigi komið í samkunduhús sértrúarsafnaðarins né stundað bænastundir með meðlimum hans, hvorki utan dyra eða innan, hefir hann hreinan skjöld og getur gengið hnarreistur um stræti og torg án þess að krefja Jón rækjubónda um fúlgur fjár. Hafi Ásinn afturá móti legið á bæn með sértrúarmönnum, á hann auðvitað að halda kjafti og skammast sín.
Helgi Áss stefnir útgerðarmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.5.2014 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2014 | 16:09
Nú vilja sjálfstæðismenn helst kála öllum D-listanum eins og hann leggur sig og hverfa af vettvangi
En skammt verður hönd höggi fegin, því andskotar Halldórs eru ekki af baki dottnir og langt í frá hættir við að koma þessum illa fiskandi formanni sínum fyrir kattarnef. Um næstu helgi ætla þeir að liggja fyrir honum og fullnusta réttlæti sitt og hugsjón á þessum hentuga blóraböggli sínum.
Og nú eru komnar upp háværar raddir innan Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að ekki sé nóg að slá Halldór Halldórsson af eins og einhvern stórhættulegan illvirkja, heldur verði að kála listanum í heild sinni þó svo það kosti þá fórn, að hinn frægi D-listi verði ekki í framboði við borgarstjórnarkosningarnar; það margborgi sig nefnilega að veifa aungu tré en raungu, eins og þar stendur. Enda hafi enginn á listanum meiri kjörþokka en hundaskítur á gangstétt á heitum sumardegi. Þetta er auðvitað framúrskarandi frábær hugmynd, sem vonandi verður að veruleika, og ágætlega til þess fallin að breiða hulinshjúp yfir þær ægilegu hrakfarir sem óumflýjanlega bíða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á kjördag.
Segir Halldór njóta stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2014 | 15:07
Af er nú rá og reiði, rórhús, lúgarskappi og sitthvað fleira. Amen
Hinn æruprýddi sóknarprestur og prófastur, síra Baldvin, lenti eitt árið í því að galinn kvenvargur sakaði hann um að hafa haft í frammi við sig þessháttar óeðli að nú væri hún orðin ólétt. Þessum óhuggulega áburði svaraði síra Baldvin, því hann er óumdeilt heilagur maður, með því að bannfæra hina illa skapiförnu konu úr prédíkunarstólnum hátíarguðsþjónustu á jólum. Þegar hann hafði lýst bannfæringunni á hendur henni með skyldugri áréttingu á því að hún fengi hvorki yfirsöng né legstað í vígðri mold þá hún væri dauð því að sál hennar færi Djöflinum á vald í Helvíti, bætti hann við þeirri frómu ósk til Drottins Alsherjar, að hann sæi til þess að umrædd kvensa fengi að búa við viðstöðulausan krónískan niðurgang allt til æviloka. Og Drottinn Alsherjar bænheyrði dyggann þjón sinn. Aldarfjórðungi síðar andaðist þessi kona, og lét síra Baldvin urða lík hennar þar sem heitir í Þrælaskriðum.
En þar eð Gunnsi er að sama skapi lítt heilagur og síra Baldvin er mikið heilagur, er hætt við að svo fari fyrir þessum annálaða krossfara og konukindinni sem hinn síðarnefndi bannfærði.
Máttu hvorki mála sig né fara í sund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2014 | 11:24
Sérstakur ódráttur sem hefur ekki roð í landeyður og fáráðlingana í Tómhyggjuframtíðinni
Það sem gerði útslagið með hina erfiðu ákvörðun í Halldórsvandamálinu var heimsókn frú Ingveldar í Valhöll í gær, en það var heimsókn sem hægt er kalla heimsókn. Frú Ingveldur ruddist sem sagt inná skrifstofu Sjálfstæðisflokksins eins og fellibylur og réðist með óbótaskömmum, svívirðingum og barsmíðum á þá er fyrir voru og tókst að lokum með fádæma harðfengi að koma því inní massíva íhaldshausana á þeim, að Halldór Halldórsson væri þvílíkt himpigimpi að aldrei myndi af hljótast annað en óbætandi slys að hafa hann fyrsta sæti XD-listans í borginni; það myndi bókstaflega ríða Flokknum að fullu ef ekkert væri að gert og Halldór Halldórsson fengi að tróna á litanum fram á kjördag. Við þetta einstæða tækifæri lýsti frú Ingveldur því yfir, að það mætti heita sérstakur ódráttur, sem ekki hefði roð í landeyðu á borð við Dag bé Eggertsson og fáráðlingana í Tómhyggjuframtíðinni hans herra Steingrímsson.
Ræða hvort Halldór stígi til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 21
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1493
- Frá upphafi: 1542363
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1315
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007