Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
3.7.2014 | 22:44
Aldrei þótt viðeigandi að líkja manneskju við önd

![]() |
Unginn vildi í fóstur hjá önd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2014 | 21:07
Buster hinn andstyggilegi og viðskifti Kolbeins við trylltan hassrakka á Heathow Airport

Árið fyrir hitteðfyrra var vinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, staddur á gríðarmiklum flugvelli á Bretlandseyjum. Og sem hann er staddur þar fyrir utan flugstöðina og er að staupa sig á skosku landabruggi sem hann hafði stolið af þarlendri vændiskonu, veit hann ekki fyrri til en ruddalegur hundfjandi kemur aftan að honum og bítur hann umsvifalaust í hnésbótina hægri fótar. Kolbeinn varð fljótur til, þreif í hnakkadrambið á hinu óarga dýri, reif það laust af sér og kastaði því útí buskann. En hvutti var ekki á því að gefast upp, því um leið og hann kom fótum fyrir sig rauk hann enn meira hamstola í átt að Kolbeini og þókti sjónarvottum einsýnt hvað þetta illyrmi hafði í huga. Á þeirri stund sýndi Kolbeinn Kolbeinsson að hann á fáa sína líka: hann sem sé beraði tanngarða sína nikótíngula, urraði vofeiflega og blés landabruggseimnum með illilegum hvin útum nasirnir. Þegar fíkniefnahundur hennar hátignar, Elísabetar II, sá hvað verða vildi snöri hann kvæði í kross og lagði á flótta en Kolbeinn veitti honum eftirför froðufellandi af bræði. Bak við flugstöðina kastaði Kolbeinn sér á óvininn og beit hann umsvifalaust á barkann. Andaðist þar hinn grimmi úlfhundur fíkniefnadeildar lögreglunnar í London. Það er til þess tekið, að gestum flugstöðvarinnar á Heathrow Airport hafi brugðið í brún og orðið starsýnt á Kolbein Kolbeinsson þegar hann óð þar að afloknu dagsverki gegnum sali með miklu fasi, alblóðugur um kjaft og kjálka allt niðrá bringu og einnig blóðugur og rifinn um hnésbót hægri fótar; hélt fólk að þar væri komin ekki minni maður en Hanníbal Lecter eða Dracúla greifi, en fannst þó líklegra að þetta væri eitthvert enn verra óbermi og mannslagtari en fyrrnefndir tveir heiðursmenn.
Af einhverjum ókunnum ástæðum komst Kolbeinn útí flugvél og flaug heim til Íslands. Á Keflavíkurflugvelli var hann handtekinn og settur í gæsluvaðhald, sakaður um að hafa myrt embættishund bretadrottningar á einkar fólskulegan hátt. Heimtuðu yfirvöld á Stóra-Bretlandi að þessi hrotti yrði undir eins framseldur til þeirra svo hægt væri að refsa honum á viðeigandi hátt.
![]() |
Viljum hafa okkar hluti í lagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2014 | 17:46
Í þessu bölvaða ekkisens ná-Gúlagi

Á rómuðum fagnaðarfundi í hinu kristilega félagi Heimdalli var frú Ingveldur frummælandi. Henni mæltist á þá leið, að það væri óþolandi andskotansdjöfull, að kúnninn sem færi í matvöruverslun til að kaupa sér ýsuflak gæti ekki í sömu verslun keypt sér svartadauða til að skola soðningunni niður og höndlað í leiðinni svefntöblur til að geta blundað dulítið eftir hágefismatinn. Þá tók frú Ingveldur svo til orða, að það væri einsdæmi í víðri veröld, Norðurkóeyja þar ekki undanskilin, að á Íslandi væri hvergi hægt að ná sér í freðið hrossakét frá Bandaríkjunum. - Það má ekki einusinni selja og éta hundakjét í þessu bölvaða ekkisens ná-Gúlagi sem Ísland svo sannarlega er, öskraði frú Ingveldur yfir blessaða fermingarstubbana og spurningastúlkurnar sem vóru á fagnaðarfundinum og uppskar fyrir bragðið hoskeflu óstjórnlegra fagnaðarláta frá þessu velgreidda og fágaða ungmennastóði.
![]() |
Lögum ekki breytt fyrir eitt fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2014 | 16:20
Frelsunarguðfræði varalitaða ekkiráðherrans

Þegar betur var að gáð, kom í ljós að þetta Costcó hennar Ragnheiðar Elínar er amrísk prángarabúlla sem höndlar með sprútt, dóp og hormónaþrungið ket af nautgripum og eflaust öðrum kykvendum. Þetta var nú öll frelsunarguðfræðin sem þessi últravaralitaði ekkiráðherra var að boða landslýð.
Ekki tekur að gráta yfir vesaldómi og hjákátlegum andlegum metnaði hinna óburðugu og fávísu ekkiráðherra sem sitja í boði Erkiíhaldsins og Framsóknarmaddömunnar, en því miður er ekki heldur hægt að hlægja eða skemmta sér yfir lágkúru og barnaskap þessara endema.
![]() |
Tal um undanþágur Costco á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2014 | 13:03
Óþverralegt orðbragð veðurfræðings

Nú er það svo, að framsóknarplágan er landsmönnum flestum kunn og þá helst af illu einu, enda er þar á ferðinni sjúkdómur sem læknavísindunum hefur hingað til verið um megn að vinna bug á. Hvað eftir annað hafa menn gert sér vonir um að nú væri gamla Framsóknarmaddaman loksins lögst banaleguna og ekkert væri annað eftir en að gefa út dánarvottorðið, en í hvert skifti hefir kérlíngarálftin risið tvíelleft uppaf dánarbeði sínum og tekið til við að vinna hvert óhæfuverkið öðru verra, þjóðinni til tjóns og skapraunar. Og nú liggur ljóst fyrir og í augum úti, að framsóknarhúskörlum og framsóknargriðkum, er ekki einusinni treystandi til að segja veðurfréttir í fjölmiðlum, hvað þá að tala um jafn hversdagslegan hlut og veður. Eða eins og fyrrverandi ritstjórinn með geðkrabbann sagði að gefnu tilefni: ,,Í Afríku hafa þeir ebólafaraldurinn en á Íslandi framsóknarpláguna."
![]() |
Þetta er hálfgert skítviðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2014 | 11:31
Samkvæmt draumi munu stór tíðendi í vændum

Að framansögðu má ljóst vera, að hið tilfinningaþrungna sverð Benedikts víkings sé komið í klærnar á helsti vafasömum mönnum, því það eitt að dreyma Brynjar Vondulykt við umfangsmikla morðiðju er bein ávísun á versta djöful og andskota ásamt drjúgum óförum þeirra er landinu stjórna. Kæmi ekki á óvart, að innan tíðar verði þau víg vegin er þjóðin muni hvort í senn fagna og lofa en höfðingjar harma.
![]() |
Þjófar vígbúast víkingasverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Mismunandi tegundir glæpagengja og rummungsþjófa
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 271
- Frá upphafi: 1546162
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 235
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007