Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Raunir þjóðskáldsins og kveðskapur ...

Mjög er sorgin sveitt og þung,
sárt hún kvelur gamlan pung.
En eftir hopp og heljarþvarg
hentar að ráða brennuvarg.

eldur3Þessar átakanlegu línur koma uppí hugann þegar tortóluraunir herja á þjóðfélagið okkar með sykursætum slepjuvaðli ráðvilltra ráðamanna sem eygja ekki undankomuleið. Ofangrein vísa var orkt af þjóðskáldi fyrri tíma þegar hann var búinn að eyða heimilisauðnum allskonar fáránlegustu vitleysu og ekkert var eftir nema að kveikja í húsinu og fá tryggingarbæturnar. Þá réði þjóðskáldið gáfaðann mann til leggja eld að húsinu að næturlagi. Hann beið alla nóttina eftir að brennuvargurinn léti til skarar skríða, en ekkert gerist. Daginn efir frétti þjóðskáldið að brennuvargurinn hefði kveikt í röngu húsi og það sem verra var þá hafði kallsauðurinn farist sjálfur í eldsvoðanum og varð fáum harmdauði.

Hinsvegar eru Panamaskjölin til ítarlegrar umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Er það samdóma álit þingmanna þessara samtaka að réttast væri að brenna þessi déskotans skjöl á báli og dreifa öskunni yfir Dauðahafið. En það er þrautin þyngri, jafnvel þótt maður sé í ríkisstjórn með gjörvallt auðvaldið að baki sér, að afmá ritsmíðar á borð við Panamaskjölin og smásögur frá Jómfrúareyjum og láta þær hverfa í eitt skipti fyrir öll úr mannkynssögunni. Þessvegna eru ráðsmaður, húskarlar og griðkonur Framsóknarfjóssins farnar að biðja innilega fyrir gömlu Maddömunni á banabeði hennar til þess hún fari ekki í verri staðinn eftir að hún skilur við.

 


mbl.is Staðan „mjög þung fyrir ríkisstjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félegasta griðkonan sýnir sitt hjartans lítillæti

cap5Ósköp er nú yndislegt að félegasta griðkona gömlu Framsóknarmaddömunnar skuli hafa sýnt af sér það lítillæti að gefa sér tíma til að spjalla örlítið við fjölmiðla um drenginn Sigmund Dávíð Gunnlaugsson. Og ekki var boðskapur griðkunnar neitt slor, heldur falleg og listræn túlkun á ást heilaþveginna íbúa Framsóknarfjóssins á ráðsmannium knáa. Auk lofgerðarinnar um Leiðtogann Mikla þá sá Sigrún griðkona sér færi á að hnýta einhverjum dularfullum skætingi í Ríkisútvarpið, enda hatast framsóknarkórinn meir við áminnst Ríkisútvarp en sjálfa efðasyndina. Venjúlegt fólk á gólfinu botnar auðvitað hvorki upp né niður í þessu sérkennilega hatri og heldur helst að framsóknarkújónarnir séu geggjaðir.

Það sem ekki kemur fram neinstaðar hjá fjölmiðlafólki eða stjónmálaköppum vorum, að ástæðan fyrir stjórnmálaringuleiðinni á Íslandi, skattaparadísunum, Hruninu, ójöfnuðinum og óréttlætinu er kapítalisminn. Í kapítalísku þjóðskipulagi er það samkvæmisleikur einn að ljúga, stela, arðræna og kúga, í því ljósi eru uppákomur eins og totólumál eðlileg, því kapítalisminn er óheiðarlegur í sjálfum sér og gengur ekki upp nema beitt sé bolabrögðum og hreinum og beinum glæpum gegn alþýðu manna.

Það ætti því að vera forgangsverkefni í dag að afnema kapítalismann og alla þá sturlun sem honum fylgir. Því miður örlar samt lítið á þeirri sjálfsögðu kröfu hér á landi því að auðmannastéttin getur enn reitt sig á að almenningur kunni ekki að setja kapítalismann í rétt samhengi, greina orsakir og afleiðingar, þekkja ruglandi blekkingar og lygar frá bláköldum raunveruleikanum. Á meðan andlegt ástand þjóðarinnar er með þessum hætti getur auðvaldið leikið sína kapítalísku leiki hérlendis sem erlendis, í Luxemburg og Tortólu og á Hrafnabjörgum í Norðausturkjördæmi.  


mbl.is „Hann er okkar leiðtogi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvern eða hverja bað hann afsökunar?



xdHann er grínaktugur maður hann Sigmundur Dávíð ráðsmaður maddömunnar í Framsóknarfjósinu. Þegar hann er spurður hvort hann ætli að segja af sér slær grínarinn sér á lær, hlær við kalt og segir að honum hafi aldrei dottið í hug útaf einu eða neinu, allrasíst þessu tortólumáli sem sé allt einn misskilningur og uppblástur illgjarnra og öfundsjúkra blaðasnápa. Já svo eiga bændur að vera, þeir láta ekki óupplýstan almúgaskríl fokka í sér, hvað þá reka sig burt úr sælgætisbúðinni, - að minnsta kosti ekki hann Sigmundur Dávíð ráðsmaður og fjóshaugsstjóri hjá gömlu Framsóknarmaddömunni.En hvaða fjármunir eru það sem forsætisráðherrafrúin á á Tortólu, það er nefnlegar ekki vitað til að hún hafi nokkru sinni dýft hendi í kalt vatn svo ekki er þess að vænta að hún hafi unnið fyrir þeim með lúkunum. Fyrirfram greiddur arður, segja þau hjónin. Fyrirfram greiddur arður, það er nefnilega það. Er máske um að ræða að þarna sé eitthvað af aurunum sem Þyrlu-Mángi í Vestmannaeyjum fékk að láni til að kaupa Toyotaumboðið? Er kanski líklegt að peningarnir sem eru að sullast til og frá í skattaskjólum aflandseyjanna eigi uppruna sinn í íslenskum sjávarútvegi, veðsetningu aflaheimilda og kvótabraski?

En Sigmundi okkar Dávíð finnst fjandans nóg að biðjast afsökunar á Viðtalinu sem sænski blaðamaðurinn og Jóhannes Kristjánsson áttu við hann í ráðherrabústaðnum. Á öðrum axarsköptum sínum telur forsætisráðherrann sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á, enda sé hann búinn að setja mörg heimsmet, reyndar hverju öðru dularfyllri, fyrir þjóð sína og hann eigi enn eftir að setja nokkur heimsmet áður en kjörtímabilinu líkur og til þess vilji hann fá vinnufrið. Því miður er ekki á hreinu hvern eða hverja forsætisráðherrann var að biðjast afsökunnar á viðtalinu í ráðherrabústaðnum, og ennfremur er öllum hulið í hverju heimsmet hans liggja. Því verður þó að játa að þjónusta ríkisstjórnarinnar við auðmenn og aðrar yfirstéttargemsa auðvaldsins hefir verið með miklum ágætum, en hvort í því gráa daðri bóli einhversstaðar á heimsmeti eða heimsmetum er erfitt að segja til um. 


mbl.is Ekki íhugað að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til eilífðarnóns í einangrun

auðvÞað er fátt eðlilegra en að forseti Íslands, félagi Ólafur Ragnar Grímsson, flýti sér heim því hann verður að hafa hraðar hendur við að hreinsa útúr stjórnarráðinu. Hann er auðvitað löngu búinn að sjá, að drengskarnið sem hann fól að mynda ríkisstjórn fyrir þremur árum og verða forsætisráðherra hefir dreggið orðstýr lands og þjóðar svo hressilega og ofurhlálega ofaní svaðið að einungis Hrunið sjálft kemst með tærnar þar sem þessi firn og býsn hafa hælana.

Við skulum gera ráð fyrir að félagi Ólafur mæti í stjórnarráðið með ermarnar brettar uppfyrir olgnboga og takai þegar til við að fleygja minkunum sem þar hafa hreiðrað um sig út á skottinu. Ennfremur ætti að vera lag fyrir félaga Ólaf að skipa sjálfann sig forsætisráðherra og ráðherra allra annarra ráðuneyta við þær hraksmánarlegu aðstæður er nú eru uppi í stjórnmálum lýðveldisins. Það væri eflaust farsælasta lausnin eins og sakir standa.

Í þessum töluðum orðum ku ráðamenn þjóðarinnar, sem brátt verða fyrrverandi ráðamenn, Guði sé lof, vera að bjástra við bjóða út landher til að siga á alþýðuna þegar hún kemur saman í dag á Austurvelli til að mótmæla bellibrögðum auðvaldsins og þá sérstaklega sóðalegum aðförum landsfeðranna með pénínga sem þeir hafa komist yfir í skattaparadísum bófasamfélagsins. Ég vona bara að átökin verði ekki svo snörp að Alþingishúsið og Stjórnarráðshúsið verði ekki rústir einar þegar upp verður staðið, en auðvaldið ásamt þjónum sínum og tilbiðjendum má fyrir mér lenda útí hafsauga í einhverju andskotans aflandsfélagi og fá að dúsa þar til eilifðarnóns í einangrun.


mbl.is Forsetinn flýtir heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kvöld er sorg í Framsóknarfjósinu og krampaflog á Höfuðbólinu

xb4Í kvöld ríkir sorg í Framsóknarfjósinu, þjóðarsorg. Tólf svartir fánar blakta yfir fjóshaugnum og innan dyra er ástandið enn svartara því gamla Framsóknarmaddaman, sem legðið hefir í kör sinni um hríð, fékk þvílíkt andskotans andarteppukast þegar Sigmundur Dávíð gekk útúr viðtalinu í Kastljósinu (sú gamla var nefnilega að horfa á þáttinn)að það drapst hér um bil á henni og hún valt framúr bælinu. Hún liggur nú við hliðina á fleti sínu meðvitundarlaus, milli heims og helju, örfáa millimetra frá því að skilja við. Búist er við að gamla konan hafi ekki nóttina af og verði dysjuð í fjóshaugnum fyrir næsta sólsetur að hætti múslima.

Og þó að framsóknarmenni liggi þessa stundina í losti útum allar þorpagrundir eins og hráviði þá er ástandið síst betra á Höfuðbólinu hjá sjálfstæðismönnum því það er að renna upp fyrir þeim að foringi þeirra og húsbóndi er svo gott sem fallinn og Guðlaugur Þór farinn að máta húsbóndasætið án þess nokkur hafi beðið hann um slíkt. Sjálfstæðismönnum óar nefnilega við tilhugsununni um að eiga máske að lúta Guðlaugi þessum.

Það er viðbúið að eftir kvöldið í kvöld verði búskapur Framsóknarmaddömunnar lagður af með lögum sem og Höfuðbólið og í framhaldi af því taki ríkið öll tómu frystihúsin á landinu og súrheysturnana eignarnámi og breyti þeim í hæli og endurhæfingarstöð fyrir úrbrædda stjórnmálaskrjóða. Á sumum vígstöðvum er talað um að ríkið eigi ekki að púkka neitt uppá elítur auðvaldsins umfram þá sjálfsögðu þjónustu við það fólk að reka það úr landi eins og hverja aðra flóttamenn sem hingað hafa borist frá ríkjum Múhámeðs. En við skulum sjá hvað setur.


mbl.is Viðtalið við Sigmund - orðrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegur þáttur og Guðlaugsþáttur Þórs

xb6_1254663.jpgKastljósþátturinn áðan um sókn og sigra ráðamanna okkar í aflandsfélögum, skattaskjólum og skattaparadísum var á margann hátt stórbrotinn, enda kvað hann nú þegar vera farinn að bera bera nafn Íslands um veröldina alla með hraða ljóssins. Til að mynda hefir frægð Sigmundar okkar hérna Dávíðs forsætisráðherra tekið heljarstökk í kvöld og mun hann þessa stundina vera orinn um það bil jafnfrægur Vladimír Pútín. Ekki minnast menn annarar eins upphefðar Íslands með öðrum þjóðum síðan Garðar Hólm hóf þetta fámenna og vindbarða eyðisker á sínum tíma uppá skör heimsfrægðarinnar með söng. Hin nýfegna fremd Íslands og landsfeðra þess á heimsvísu er lýginni líkust og slær skáldsögur og svæsnustu draugasögur úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar út hvað varðar stórbrosleg kyndugheit. Þetta sýnir að við Íslendingar erum gæfufólk fram úr hófi og þakklát erum við stjórnarherrum okkar fyrir að hafa aukið frægð landsins með óeigingjörnum tiltektum sínum á litlum fjarlægum eyjum í Suðurhöfum.

Viðbrögð stjórnmálamanna, sem Ríkisútvaarpið hafði samtal við strax að kastljóssþættinum loknum, kom í ljós að þeir vóru flestir dofnir, agndofa, freðnir og lamaðir, - nema blessað dyggðarljósið hann Guðlaugur Þór Þórðarson, hann var nú ekki banginn,svo sperrtur og hnakkakertur að við lá að hann brotnaði á bak aftur. Þessi einkennilega gleði Guðlaugs Þórs er næsta óskiljanleg og undurfurðuleg, nema svo einkennilega vilji til að hann sjái af skarpskyggni sinni framá að nú verði formaður Sjálfstæðisflokksins af segja af sér og snauta til Tortólu, en það þýðir að vegur Guðlaugs að formannsembættinu í leiðindasamtökunum sem kenna sig við sjálfstæði er að hans mati næsta greið. Húrra fyrir því.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns hefir því miður ríkt öngþveiti og óáran alla helgina með ógurlegri áfengis- og vímuefnaneyslu, átökum, slagsmálum og óviðurkvæmilegri kynferðisáreitni svo vart mátti nokkur þar nærbuxum halda. Þetta óstand helgaðist af þeim ósköpum sem í vændum var í Kastljósinu. Það eina sem samkvæmisgestir voru nokkurn veginn sammála um að þessu sinni var að kastljóshyskið og Jóhannes blaðamaður væru forhertir lygarar og ófarnaðarfólk og ráðamenn þjóðarinnar fórnarlömb þessa óbótaskíthæla. Að öðru leyti var samkvæmi frú Ingveldar og Kolbeins, að þeim báðum meðtöldum, bæði langskuðar- og þverskuðarmát. Á morgun tekur svo alvaran við með enn meira öngþveiti, já og vopnaðri lögreglu ef vel tekst til.     


mbl.is Seldi hlutann degi fyrir breytingu á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband