Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
12.10.2017 | 21:28
Margt er fallið og mishátt
Félagi Ólafur Ragnar Grímsson féll af hestbaki eftir að hann varð forseti, nú fer Guðni forseti um koll í baðinu heima hjá sér, og ef til vill hefir frú Vigdís Finnbogadóttir dottið fram úr rúminu á Bessastöðum og nefbrotnað, en um það vitum við því miður sorglega lítið. En föll og slysfarir frú Ingveldar, eignamans hennar og vina, er ekkert sem grín er gerandi að; hnjask forsetanna er helber hégómi miðað öll þau ósköp.Til þess hefir margsinnis verið tekið þegar Kolbeinn Kolbeinsson hitti ekki á rúmið, þegar hann hugðist hoppa nakinn upp í til frú Ingveldar. Við það atvik slasaðist Kolbeinn illa á leyndarlimi sínum, hann brotnaði, tvíbrotnaði, og Kolbeinn lá milli heims og helju á sjúkra húsi í marga daga á eftir. Síðan hefir leyndarlimur hann verið furðu kræklóttur; hann er eigilega í laginu eins og illa verkaður hríslubútur og aðhláturefni allra er séð hafa. Og þó svo að Brynjar Vondalykt hafi aldrei beinlínis dottið svo orð sé á gerandi, þá hefir hann samt mjög oft dottið íða og hagað sér verr en siðlausustu skepnur. Jú, einusinni datt Brynjar út um glugga á annarri hæð; þá var hann á flótta undan geðstyggum eiginmanni sem hugðist lumbra eftirminnilega á honum. Þetta hefði getað orðið hið versta fall því ber gangstéttin var lóðrétt undir glugganum. Það varð Brynjar Vondulykt aftur á móti til happs að þessu sinni að vandalaus konugarmur átti leið um gangstéttina um leið og Brynjar féll og lenti hann svo mjúklega á henni að hann gat strax tekið til fótann og látið náttmyrkrið geyma sig. Konugarmurinn lá hinsvegar eftir með sárt ennið, brotin rifbein og viðbein og handleggsbein, og hreyfði sig ekki úr stað fyrr en farið var með hana á brott í sjúkrabifreið.
Á sínum tíma varð frægt þegar Keith Richard datt niður úr tré. Indriði Handreður féll hins vegar ofan af þaki og niður á tré og þeir ætluðu aldrei að ná bölvuðu dýrinu úr trénu og öskrin í í honum nístu gegnum merg og bein því að hann hafði víst slasast nokkuð í árekstrinum við tréð. Loks hugkvæmdist þeim að sækja öxi og höggva tréð og leggja það á hliðina með hinn slasaða rammflæktan í greinunum. Þegar grenslast var eftir málsatvikum kom í ljós að Handreðurinn hafði klifrað upp á þak til að njósna um eiginkonu sína Máríu Borgargagn; hann hugðist hanga í þakrennunni og gægjast inn um svefnherbergisgluggann, enn rann til á ögurstund er hann hugðist ná taki á þakrennunni og því fór sem fór. Engum sögum fer af því hvort eitthvað markvert var að gerast innan við svefherbergisgluggann, en einhver sagðist hafa séð frú Ingveldi hraða sér einkennilega léttklædda frá húsinu um það bil sem öskrin í Handreðinum byrjuðu í trénu.
![]() |
Forsetinn slasaðist í baði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2017 | 20:15
Í þá góðu daga hvíldu menn sig ekki fyrr enn eftir að þeir voru dauðir
Það þókti ekki góð latína á sjónum í gamla daga að menn fengju hvíld og lágu rökin fyrir fyrir hvíldarleysinu í þeirri alkunnu staðreynd, að þeir mundu fá nóga hvíld þegar þeir væru dauðir, og svo var haldið áfram að þræla baki brotnu. Nú til dags eru svínin meira að segja farin að fá hvíld fyrir dauðann! Og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður fær að hvíla sig berrassaður í miðstöðvarkompunni þegar hann er fallin í öngvit af eiturneyslu.
En mikið andskoti er hráslagalegt að vita til þess að á Íslandi skuli starfræktar útrýmingarbúðir, með fullu leyfi og velþóknun stjórnvalda, og að í þessar útrýmingarbúir sé ekið lifandi verum og þær teknar af lífi með ísjökulköldu blóði. Og þegar ökutækin með fórnarlömbin innanborðs velta út í skurð, eru þau sem lifa umferðarslysið af látin hvíla sig áður en böðullinn kallar þau inn til sín. Þetta er svo djöfullegt að aungvum tárum tekur. Það er líka einkar viðeigandi að einhver alræmdasta útrýmingarstöðin hér á landi skuli einmitt heita SS, alveg eins og margfrægur félagsskapur Hitlirsþýskalands. Nú bíðum vér eftir að sláturfélagið Auswich verði stofnað og hefji afkastamikla starfsemi undir styrkri stjórn grimmra dólga.Og hvernig ætli fólki geðjist að þeirri tilhugun að jólasteikin þeirra hafi farist í umferðarslysi, eða verið hvíld og myrt eftir umferðarslys? Það gæti veri að einhver fái dulítinn krampafiðring í kokið við þessháttar grun. En sumum er svo sem andskotans sama hvað þeir láta ofan í sig. Einhverju sinni jagaði frú Ingveldur sex nagdýr í bílskúrnum heima hjá sér með því að grípa í skottið á þeim og slá þeim við vegginn. Síðan steikti hún þessi kvikindi og bar fyrir Brynjar Vondulykt og Indriða Handreð í brúnni sósu og sagði þeim að þetta væru rjúpur frá því fyrra. Ekki kvörtuðu þeir félagar og þeir kláruðu það sem fyrir þá var sett og aunginn veit til að þeim hafi orðið misdægurt af hinum gómsæta rétti sem frú Ingveldur eldaði þeim
![]() |
Grísirnir fengu hvíld fyrir slátrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2017 | 19:23
,,Hvernig við urðum poletiskir auðnuleysingjar og vanmetagemlingar"
Ekki er nú amalegt fyrir Wintrisflokkinn að fá flugvallarvin og moskuandstæðing í framboð fyrir sig, - það er hreint út sagt milljon (í Totólakrónum og aurum). Að visu er Wintrisflokkurinn fáránlegur flokkur, það er ekki einusinni hægt að hafa gaman að honum því skemmtanagildi hans er núll og nix, og sprottinn upp úr axarsköftum stofnanda hans, bóndans frækna að Hrafnabjörgum. Það er sem sé vandséð að lægra hafi misheppnaðir stjórnmálafúskarar komist í að stofna nýja flokka en einmitt með stofnun Wintrisflokksins.
En hvar ætli hún Sveinbjörg sé niðurkomin, hinn flugvallarvinurinn og moskuandstæðingurinn? Hún hlýtur að dúkka fljótlega upp sem oddviti Wintris í einhverju kjördæmi áður en yfir lýkur. Vorar vonir standa allar til þess. Hins vegar er hálf druslulegt af wintrishugsjónafullu fólki að vera einugis flugvallarvinir; af hverju eru það ekki líka orustuvallavinir?, fótboltavallarvinir?, skeiðvallarvinir? Og hvurnig í fjáranum stendur á að Wintrisingar eru jafn miklir hundahreinsunarandstæðingar og getnaðarvaraandstæðingar eins og moskuandstæðingar?Í dag fékk ég í hendur dálítinn bækling eftir nafna minn Birkiland, útgefinn af honum sjálfum. Eins og þeir sem eitthvað hafa kynnt sér rit Birkilands hafa eflaust tekið eftir, þá kenndi kallanginn öllu og öllum öðrum um lífsólán sitt en sér sjálfum. Wintrisflokkurinn, og þá ekki síst stofnandi hans, hafa tekið þessa heimspeki Birkilands traustataki og gert að sinni; ólán wintrista er ekki þeim sjálfum að kenna, neineinei, öðru nær. Þett ólán er allt RÚV, óþverrum í fjölmiðlungastétt, óþverrum í Framsóknarflokknum og fjölmenningaróþverrum að kenna. Undirtitill ævisögu Birkilands var og er: ,,hvernig ég varð auðnuleysingi; samsvarandi undirtitill flokks Wintrisinga er að sjálfsögðu: ,,hvernig við urðum poletiskir auðnuleysingjar og vanmetagemlingar."
![]() |
Guðfinna leiðir í Reykjavík norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2017 | 21:18
Kynblindur selskapur breytir ekki samþykktum eftir andlát sitt
Það er ekki seinna vænna fyrir hokurbúskap Viðreisnar en þau breyti öllum samþykktum og stefnum flokksins áður en hann deyr drottni sínum (Mammoni) nú undir mánaðarmótin. Það eru nefnilega fardagar eftir nokkra daga og þá verður öllum Viðreisnarkoppum og kirnum rutt út af hjálegunni, en Viðreisn sjálf urðuð utangarðs og nítjánualdar værðarklerkur fenginn til að syngja buslubæn yfir hinni látnu.
Annars er kúnstugt að kynblindur selskapur, að niðurlotum kominn, fari að vasast í því að forustuseyðurinn megi vera af sama kyni og varaforustuseyðurinn; það er eins og að ætla að láta dráttartóg úr hampi leiða rafurmagn langar leiðir. Í hina röndina er skiljanlegt að viðreisnin á hjáleigu Sjálfstæðisflokksins viti ekki lengur sitt rjúkandi ráð, slagi sitt á hvað eins og dauðadruggin unglingsskjáta og tali tungum enis og geggjaður trúarvitfirringur sem er í spennitreyju á leið á Klepp. Banzi forustuseyður á Viðreisnarkoti, nú fyrrverandi, átti að passa Proppa og það fólk og gæta þess að það gerði ekkert af sér, en tókst það svo óhönduglega að stjórnin sprakk inn í sig eftir að pólitískur kóleruvírus komst í neysluvatnið á Höfuðbólinu með þeim hörmungar afleiðingu að þar er allt á tjái og tundri, vænstu menn farnir að standa á öskrinu eins og blótneyti af sauðnautakyni og kvenþjóðin lögst í óyndi og skitupest.
En þeir á Höfuðbólinu, Valhallarbændur og sjálfstæðis, þurfa að þessu sinni ekki einusinni að gala: ,,baulaðu nú Búkolla mín" til að fá nýja leiguliða á hjáleiguna. Umhverfisverndarflokkurinn með áherslu á olíuvinnslu á Dreka og kolknúða verksmiðju á Bakka er alveg tilbúin að hreiðra um sig á hjáleigunni og þjóna húsbændum sínum á Höfuðbólinu eins og englarnir Drotni Alsherjar.
![]() |
Breyttu samþykktum fyrir nýjan formann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2017 | 20:18
Forustusauður skorinn, fyrrum frár í braski, nýtt slekti á hjáleiguna,
Já, þeir geta verið svona gamansamir á hjáleigukoti Sjálfstæðisflokksins, ekki hefði maður trúað því að óreyndu. Það hefir áreiðanlega verið dásamleg sjón þegar kotkallarnir og kellingarnar tóku forustusauð sinn að óvörum og leiddu hann undir hnífinn. Það hefir sosem tíðkast fyrr, að aumustu hokrarar hafi skorið sauð fyrir jólin, en þetta er þó í fyrsta skipti sem forustusauði er lógað eins og hvurju öðru graslambi og á glæ kastað. Og til að kóróna firringuna á hjáleigukotinu þá fengu þeir sér forustusauð sem löngu er kominn af gimbraraldri; það liggur við sjálft að þetta sé jafngamalt gömlu Framsóknarmaddömunni sem nú berst fyrir lífi sínu í fjósbásnum.
Og svo tókust þau í hendur í baðstofu hjáleigu kotsins og dönsuðu kringum hinn fallna forustusauð, sem endar trúlega í kjaftinum á jólakettinum er nær dregur jólaföstu, og sungu: ,,Sálaður á síðu lá seyður feitur garði hjá, fyrrum frá í braski, fyrrum frá í braski" og hinn skorni seyður söng með af hjartans lyst. Næst verða skuggalegir náungar af Höfuðbólinu sendir að hjáleigukotinu til að handtaka kotungana og fara með þá heim í fang Stóru-Auðvaldsmömmu.
Fíflagangur kotbænda á hjáleigunni er samt ekki eina ástæða þess að menn frá Höfuðbólinu koma og rýma kotið. Það stendur nefnilega til að fá nýja tómthúsbændur til að hokra á hjáleigunni. Og hinir nýju tómthúskarlar og þurrabúðarkerlingar eru skohh akkúrat ekki af verri endanum: sjálfur grýlugaggarinn Steingrímur og Sendiherrafjölskyldan eru væntanleg til að búverka fyrir sjálfstæðishöldana á Höfuðbólinu í nokkur harðindasöm ár. Svo verður sendiherraslektinu og Gunnarsstaðargrýlunni sparkað öfugum út af hjáleigukotinu og gamla Framsóknarmaddaman leidd enn og aftur, blind og örvasa, til baðstöfu, það er að segja ef hún verður ekki steindauð þegar þar að kemur; en það kemur eflaust ekki að sök því að þeir á Höfuðbólinu hafa eflaust einhver ráð með að fylla hjáleigukotið af þessum venjulegu, biluðu kratakindum, samfylkingargægsnum, sem aldrei hafa vitað hvort þau eru að koma eða fara.
![]() |
Þorgerður Katrín nýr formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2017 | 11:51
Fátæktarskrum og mannhatur
Frú Sæland er lýðskrumari af guðs náð. Þó svo hún hafi hátt um að fátækt sé þjóðarskömm og að flokkur hennar ætli að útrýma fátækt með öllu, þá er maður engu nær um hvernig hún og hennar lið ætlar að fara að því og enn síður á hverju efnahagsstefna ,,Flokks fólksins" ætti að byggja, nema hvað sá grunur læðist að manni að sú efnahagsstefna heiti einfaldlega kapítalismi. Litli sósíalistinn frá Nasaret lét einhverju sinni hafa eftir sér, að enginn gæti þjónað tveimur herrum, Guði og Mommoni, sem útleggst á þann veg að enginn geti þjónað bæði Mammoni karlinum og sósíalismanum.
Það er kanski ekki verst við þennan ,,Flokk fólksins" að formaður hans gaspri á lýðskrumsnótum um fátækt, það er meira að segja virðingarvert út af fyrir sig. Verra er að á bak við krókódílatárin sem ,,Flokkur fólksins" fellir á almannafæri út af hlutskipti fátæklinga, glyttir alls staðar í úlfseyru útlendingaandúðar, rasisma, ef ekki hreins fasisma. Í gærkvöldi fimbulfambaði frú Sæland um að þau, (,,Flokkur fólksins") hefi sko ekkert á móti ,,kvótaflóttamönnum" og hafi aldrei haft. Hvernig var það, frú Sædal, voru það ekki kvótaflóttamenn, sem þinn bestmann og frambjóðandi, Magnús Þór Hafsteinsson andskotaðist hvað mest á móti á Akranesi? Það hefir aldrei komið fram, svo ég viti, að Magnús þessi Þór hafi skammast sín fyrir dólgsskapinn gegn umræddu flóttafólki, né beðið það, eða þjóð, sína afsökunar á framkomu sinni.
Það er reyndar þekkt utan úr Evrópu, bæði fyrr og nú, hvernig fasistar haga málflutningi sínum: Samhliða óhemju miklu velferðartali beita þér sér af hörku gegn útlendingum og finna í þeim þann sökudólg sem er að ríða landi þeirra á slig. Hitler og hans hyski tókst ágætlega til við að æra Þjóðverja og marga fleiri með slíkum aðförum, en sem betur fer tókst að slá ófögnuð nasismans af á tiltölulega stuttum tíma, en kostaði miklar fórnir og milljónir mannslífa. Nú virðist eins og áhangendum fasisma þyki mál til komið að skríða út úr holum sínum og ná völdum með gamalkunnugu lýðskrumi þar sem blandað er saman fátækraumhyggju, þjóðernisþvælu og mannhatri gegn öðrum þjóðum og trúarbögðum. Þar er skemmst frá að segja, að sá kokteill er baneitraður.
![]() |
Fátæktin er þjóðarskömm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2017 | 22:40
Gott hjónaband
Hvað hefir ekki frú Ingveldur oft kvartað undan sínum ektamaka og þá ekki síst ömurlegra athafna hans í rúminu? Hún hefir vaknað upp um miðjar nætur við herfilega afmorsdrauma makans; hún hefir mátt búa við það að makinn hafi eistaka sinnum gert si sona í rúmið; hún hefir, að kröfu makans, orðið að samþykkja ósiðlega iðju með Máríu Borgargagi og Indriða Handreði í rúminu. Þá er ótalið þegar helvítis geitunguinn gerði atlögu að þjóhnöppum Kolbeins þegar þau hjónin vóru í óðaönn að uppfylla helgustu skyldu hvurs hjónabands, en af völdum þeirrar árásar þurftu þau hjónin að dvelja á sjúkrahúsi um skeið.
Það vantar svo sem ekki að upp á að á ýmsu hefir verið bryddað í hjónarúmi þeirra frú Ingveldar og Kolbeins, enda fullyrðir frú Ingveldur að eiginmaður hennar sé einhver ámatlegasti öfuguggi sem um getur í mannkynssögunni. Þess vegna hafi hún oft íhugað að fara með Kolbein til hrossalæknis og láta steingelda hann, það væri akkúrat ekki búandi við svona helvískt gerpi. Og þó ekki hafi enn orðið neitt úr aformum frú Ingveldar með geldinguna hefir hún þrásinnis látið Kolbein sofa í miðstöðvarkompunni í nokkurskonar sóttkví, því kallar eins og hann sæeu vísir með að þefa uppi allskonar sjúkdóma, til dæmis fransós, eða flatrara, eða lekanda, því síst af öllu hefir frú Ingveldur áhuga á að verða kölluð lekandagrýla eða eitthvað þessháttar.
En því miður segist frú Ingveldur fallast á það að maki hennar sé ömurlegur í rúminu og það sem verra er þá hafi hann aldrei verið frábær elskandi, því síður frábær. ,,Þetta er helvítis rotta" er einkunnin sem frú Ingveldur gefur Kolbeini eiginmanni sínum og telur að hann væri best geymdur geymdur innan um úrkynjaða fornrómverja. Að lokum vill frú Ingveldur geta þess, að innan skamms færi hún hjónarúmið út á lóð og kveiki í því og sjái svo um að það brenni til ösku.
![]() |
Makinn er ömurlegur í rúminu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2017 | 20:18
Afturgengið bleyjubarn með ESB heilkenni
Ja hvur andskotinn, er ekki enn ein afturgangan úr ESB-trúboðsfjósinu komin á kreik og ekki sú skarpasta. Það verður dálaglegt fyrir þau í þingflokki Samfylkingarinnar, ef Samfylkingin fær einhvern þingflokk í kosningunum, að þurfa að koma sér upp skiptiborði í þingflokksherberginu til að skipta á aftugengnu bleyjubarni með ESB heilkenni, það kvað vera ógn vond lykt sem fylkir slíkum áskiptingum. Annars hafa þeir í ESB deild Samfylkingarfjóssins ekkert annað að gera en að annast hverja aðra, skipta á, skeina og soleiðis; ekki flækjast málefni og þjóðmálalegr erindi fyrir þessum nátttröllum.
Í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast þess að Samfylkingin er sprottin upp úr kratavírusinum, sem aftur er stökkbreyttur framsóknarvírus, sem er hættulegur heilsu manna, einkum andlegri heilsu. Ekki hefir enn sem komið er tekist að þróa lyf við kratavírusnum, sem er bagalegt vegna þess að sjúkdómurinn sem vírusinn veldur er langvinnur, krónískur, og endar stundum með kúnstugri sturlun sjúklingsins og innlögn á viðeigandi hæli. Og satt að segja er samfylkingarframbjóðandinn Ágúst Óláfur kominn á varhugavert stig, farinn að tala á mannamótum, eins og draugur á miðilsfundi, um inngöngu Íslands í ESB og upptöku evru. Þetta enda vissulega ekki vel hjá blessuðum drengnum, það get ég svarið.
En fátt er svo með öllu íllt að ekki sé eitthvað upphífandi í farvatninu. Nú ætlar Hjallastefnan að opna leikskóla fyrir fullorðin ESB og samfylkingarbörn með illvígann kratavírus. Þar fá litlu krílin að leika sér með platevrur og hlaupa út í ESB leik og þykjast vera hvaða ESB fígúra sem er, án þess að nokkur sussi á þau og segi að þetta sé ekki sæmandi. Þannig má ljóst vera, að aðstandendur ESB draugagangs þurfa ekki að kvarta undan ófremdarástandi og enga þjónustu við ESB sjúka.
![]() |
Tími krónunnar er liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2017 | 18:58
Hverjir eru að spila með vandræðaskáldið? Eða er vandræðaskáldið að spila með bjána?
Hvaða fénaður er það, með leyfi, sem hefir sér ekki annað til dægrastyttingar og fávís gamans en að spila með vandræðaskáldið Sigmund Dávíð? Eða er það Sigmundur sem spilar með kjánana? Já, hvor er fíflið, vandræðaskáldið eða söfnuðurinn? Að minnsta kosti er ekki heil brú í þessum mannlega harmleik, sem settur hefir verið upp eins og hvurt annað fjórða flokks leikrit eftir ókunnan blábjána. Ekki á vandræðaskáldið neitt erindi við þjóðina, svo mikið er víst, og þá ekki heldur dárahópurinn sem þykist fylgja þessu eyðimerkurskáldi og horfir á það með háðsglotti þegar það sér ekki til. Hverjum þykir gaman að horfa á manngarm á flótta undan sjálfum sér og hóp eðjóta reka flóttann?
Og hver á svosem að kjósa flokksómynd sem sprottin er upp úr lygum og aflandsfjármunum? Það gera einungis bjánar með álíka greindarvístölu og verksmiðjuhænsni. Til hvers er verið að svona bölvuðum fíflalátum? Því er ekki hægt að svara af nokkur viti nema eiga það á hættu að vera sakaður um meinyrði og mannvonsku; þannig að til lítils er að úttala sig um það mál.
Það er nóg komið af tilgangslausum stjórnmálaflokkum á Íslandi, flokkum sem ekki hafa upp á neitt annað að bjóða en hugsjónalaust lýðskrum, sumir hverjir með rasísku og fasísku ívafi. Það eina sem svona fyrirbæri skilja eftir sig er ruglandi og forheimskun ásamt ónauðsynlegu mannhatri. Ef skynsemi réði för hefði aldrei hvarflað að Sigmundi Dávíð leggja út í þessa fávíslegu eyðimerkurgöngu. Á sama hátt, ef skynsemi og óbrengluð dómgreind væri til staðar, hefði enginn gert sér að leik að spila með Sigmund Dávíð og draga vandræðaskáldskap hans, í senn vemmilegan og sorglegan, á langinn.
![]() |
Ríkið endurskipuleggi fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2017 | 10:16
Dásamleg grein og smáhugleiðingar út frá henni
Það var mikið að kom ein grein af viti innan um alla firringuna og þetta pólitíska fár sem geysar iðulega á öllum netmiðlum. Því er það framúrskarandi þakkarvert að rekast á hófstilltan pistil um kviðskegg í miðri gjörningaríðinni. Mér er enn í fersku minni, þó stinn fjéregtíu ár séu síðan liðin, þegar heyrði náfrænda frú Ingveldar hóta að draga stúlkukindina Lúðrínu upp um fjöll á heiðar á kviðskegginu fyrir að hafa stolið einni sígarettu frá honum. Síðar sagði gagnkunnugur maður mér að það hefði getað orðið þrautin þyngri fyrir frænda frú Ingveldar ná taki á nárahærum Lúðrínu, svo undur snöggar sem þær vóru frá náttúrunnar hendi.
Þá er þess að geta að í kviðskeggi leita sér stundum skjóls smádýr sem eiga það til að ergja eiganda háranna og dugar þá fátt betur en steinolía í baráttunni við þau kvikindi. Og til eru þær persónur sem alið hafa hin smáu dýr neðan beltis, árum og áratugum saman; það fólk þekkist úr fyrir að nudda lífbeininu sífellt við borðrendur, en því miður hefir slíkt lítið upp á sig því kvikindunum er alveg sama um soleiðis hnoð, gera bara harðari hríð að eiganda sínum á eftir.
Eitt sinn er Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður kom skríðandi heim til sín efir óútskýrða fjarveru komst eiginkona hans að því, þegar hún rannsakaði pilt, að búið var að raka helminginn af kviðskeggi hans burt. Á þessu gat Kolbeinn enga skýringu gefið nema þá, að hann hefði verið í gleðskap með Brynjari Vondulykt og Óla Apaketti og kvðst muna það síðast, að Máría Borgargagn hefði verið að leita á sig með kynferðislegum tilburðum. Sem vonlegt var þókti frú Ingveldi þessi framkoma við eiginmann hennar helst til óvirðuleg svo hún afréð að gera sér ferð til að hafa upp á nefndum selskapsvinum Kolbeins. Eins og stormsveipur æddi hún inn til Borgargagnsins og greip han volga í bólinu. Skipti aungvum togum, að frú Ingveldur tjóðraði sína elskulegu vinkonu, Máríu Borgargagn klossfasta við stofuborðið, rakaði af henni höfuðhárið og reytti kviðskegg hennar og handkríkahár á brott með berum höndunum. Um kveldir fann frú Ingveldur dáindisdrengina Brynjar Vondulykt og Óla Apakött á sóðalegri knæpu niðri í bæ og sló þá samstundis niður og sagði þeim að skilnaði, að mundi ekki hika við að reyta þá eins og kjúklinga þegar hún hitti þá næst, þeir gætu strax farið að láti sig hlakka til.
![]() |
Það sem kynfærahárin segja um þig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1545831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007