Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017
Nú nú, þetta beljaði skólpið óhreinsað á fjörunar í Reykjavík uns vinstrimeirihlutinn tók sig til og setti upp hreinsunarbúnað og fékk bágt fyrir hjá sjálfstæðismönnum, sem uppnefndu Ingibjörgu Sólrúnu, sem þá var borgarstjóri, og kölluðu hana Klósett-Sollu og Skólpröra-Sollu og fleira í þeim anda. Nú bregðast sömu sjálfstæðismenn við með sjónlausum ofsa að því að hreinsunarbúnaðurinn bilaði um stundarsakir og ætla að gera þessa bilun að aðalkosningamáli Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar. Á þessar aðfarir horfir agndofa almenningur og hugsar með sér hversvegna í andskotanum sé ekki búið að sturta þessum Sjálfstæðisflokki niður og láta hann fara eina bunu gegnum skólphreinsibúnaðinn. Því er til að svara, að bilunin í hreinsibúnaðinum varð vegna þess að örlítill hluti af Sjálfstæðisflokknum slysaðist niður í klóakkerfi borgarinnar og braut allt og bramlaði í hreinsibúnaðinum.
Frú Ingveldur hefir ásamt með vinkonu sinni, Máríu Borgargagni, stundað sjósund bæði fyrir og eftir hreinsibúnað fráveitna og aldrei orðið meint af. Og þá 17 daga sem búnaðurinn var í skralli eftir að hafa svelgst á Sjálfstæðisflokknum fóru þær stöllur daglega og stundum þrisvar á dag í sjóinn og syntu og svömluðu í klóakblönduðum sjónum og hafa aldrei verðið hraustari til líkama og sálar, eiginlega ofhraustar ef eitthvað er. Þeim kemur því mjög á óvart að einhver nafnlaus pampía sé að fjargviðrast út af dálítilli bilun í hreinsibúnaði og hverja hana til að skammast sín fyrir framhleypnina og vitleysuna.
,,Af misjöfnu þrífast börnin best" segir í gömlum fræðum og þetta veit hjörðin í Sjálfstæðisflokknum, sem nú er ærð af klóakhysteríu. Það er aungvu líkara en að það brúki sjálft aldrei klósett, sé með sjálfvirkan hreinsibúnað innan í sér, sem kemur í veg fyrir allt sem heitir hægðastand og hlandfarir. En hvurnig ætla þessir veslings sjálfstæðismenn að útkýra það, að bömubindin, eyrnapinnarnir og blautþurkurnar, sem fundist hafa á fjörum eftir bilunina á hreinsibúnaðinum eru öll merkt XD? Það væri gaman á sjá þá útskýringu. Ég gæti best trúað að sjálfstæðismennina reki í vörurnar þegar gengið verður á þá með þetta veigamikla atriði og reyni að ljúga sig út úr því með því að segja að Rússar eða Muslimar hafi komið þessum merktu dömubindum og eyrnapinnum fyrir til að koma óorði á Sjálfstæðisflokkinn. Og hananú.
Það var rosalega mikill klósettpappír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2017 | 21:28
Garðabær á glapstigum: Álitsgjafi frú Ingveldur
Aldrei hefði ég, hvað þá aðrir, trúað því upp á Garðabæ að sona nokkuð gerðist þar. Í Garðabæ eru allir fallegir, forríkir, stórgáfaðir og vel siðaðir; í því ljósi er erfitt að gjöra sér í hugarlund að þar geti farið fram lúalegir glæpir. Nú verðum vér að hugga oss við að ,,svo bregðast krosstré sem aðrir raftar" og að ,,aungin regla er án undantekningar." Og nú væntum vér helst, að ekki komi upp úr dúrnum, að Garðabær, sem til skammstíma hét Garðahreppur, sé ekki orðin einhver andsvítans Sódóma og Gómorra, sem hagar sér á þann veg að Drotin Alherjar, Jahve gamli, sjái sig tilneyddan að eyða honum.
Þegar frú Ingveldu las um athæfi konunnar á þrítugsaldri í Garðabæ varð henni að orði, að aldrei hefði þurft að hvetja Máríu Borgargagn til áfengisnautnar og lauslætis frá því hún var innan fermingar. Því síður telur frú Ingveldur, að eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, hafi þurft hvatningar við að stunda ólifnað, því karlhelvíti væri þessháttar í blóð borið. - Það var sosem auðséð, hélt frú Ingveldur áfram, hvert stefndi á sínum tíma með Borgargagnið. Þetta var ekki nema spurningarstúlka þegar þetta var komið með æðisgengna brókarsótt og farið að staupa sig með kallmönnum. Ég hitti á dögunum manngarm, sem á unglingsaldri varð óttalegt rónastrá og allt það. Honum sagðist svo frá, að öðru eins bölvuðu endemi og Márí Borgargagni hefði hann ekki kynnst um dagana; ekki hafði mátt sleppa af henni höndum í fimm mínútur öðruvísi en hún væri lögst með næsta dreng. Og aumingja maðurinn viðurkenndi með grátanda tári, að hann hefði gefist upp á Borgargagninu og lagst í drykkjskap.
- En helvítis auminginn hann Kolbeinn, fullyrðir frú Ingveldur, - hann hefir aldrei verið annað en siðferðisbiluð skepna af verstu tegund. Hvað ætl ég sé búin að taka oft við þessu gerpi nærbuxnalausu, hlandblautu og nýkomnu úr samneyti við sódómístískt fólk í rottuholunum. Það hefir reynst alveg gagnslaust að berja þetta afstyrmi því hann betrast aldrei. En hann má eiga það hann Kolbeinn að hann skaffar vel og hefir góð sambönd ... En hvað er að gerast í Garðabæ er mér gjörsamlega hulið, eins og margt öndvegisfólk býr þar. Ég veit af gamalli reynslu, að það er ekkert gamanmál að halda stelpugopum að hlutum sem varða við 99. og 193. greinar hegningarlaga, sagði frú Ingveldur að lokum, hokin af áratugareynslu í lífsins óslgusjó og lygndi augunum og strauk sér hressilega upp lendarnar.
Kona ákærð fyrir barnsrán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2017 | 20:29
Þaðan er séra Atgeir p. Fjallabaksen ættaður sem og aðrir Fjallbökungar
Þetta er einmitt á þeim stað sem ættir værðarklerksins séra Atgeirs p. Fjallabaksen komnar. Öldum saman bjuggu forfeður þessa merka kennimanns að Fjallabaki, ævinlega og alltaf við sult og seyru. Afi séra Atgeirs, Atgeir d. Fjallabaksen var síðasti ábúandi þar og var kvæntur systur sinni, því Fjallabökungum hefir einlægt verið sérlega umhugað að hafa allt sitt innan ættarinnar. En vegna langvarandi skyldleikaræktunar hafa skörð verið hoggin í ættbálkinn og hann því ekki dafnað eins og best væri á kosið. Sakir skyldleikamakanna hefir nokkuð borið á leiðinlegri úrkynjum; kroppinbakar af Fjallabaksen ætt eru grunsamlega margir; geldingar ófáir; og kynvilla meiri en gengur og gerist.
Þannig má segja, að ekki er jafnfurðulegt og sýnist í fyrstu, fjöll að Fjallbaki séu farin að skríða fram eftir aldalangt framferði íbúanna; fjöll og dalir láta nefnilega á sjá ef siðferðislífi fólks er þar býr hefir um langan aldur verir sárlega áfátt. Þegar síðasti ábúandinn, afi séra Atgeirs, var dauður og hitt liðið flúið á mölina hafa draugar og andskotar tekið sér bólfestu þar að Fjallabaki þar eð andrúmloftið þar er soddan lýð að skapi. En þá eftirlifandi Fjallbökungar vóru allir komnir til byggða, leyndist engum að þar var margann misjafnan sauðinn að finna og hvurjum öðrum verri og vitfirrtari.
Og þó so ættingjar séra Atgeirs p. Fjallabaksen séu flestir frábrugðnir öðru fólki þá hefir hann sjálfur gjörst mikilhæfur værðarklerkur innan hinnar evangélísk lútersku kirkju og lesið söfnuði sínum margar og langar ræður af prédíkunarstólnum, guðskristni í landinu til ómælanlegar blessunar. Reyndar hefir aunginn, so vitað sé, nokkru sinni gert tilraun til að fara eftir boðskap séra Atgeirs, hvorki í heild né í einstökum atriðum, sem kemur til af því að ekki ein einasta sála hefir enn verið fundin sem botnar eitt eða neitt í þessum ræðum. Áratugum saman, hafa sóknarbörn séra Atgeirs mátt engjast sundur og saman undir líkræðum og sálmasöng hans við jarðarfarir og því hafa menn og konur mætt með því að hverfa í önnur héruð þá þau finna endalokin nálgast. Sagt er að jarðarfarir séra Atgeirs hafi farið allt upp í sjö tíma og hafi iðulega lokið með því að hinn framliðni var fyrir misskilning kominn í klærnar á Andskotanum. Vart þarf fram að taka, að Andskotinn hefir um langa tíð haft býsna mikla ást á Fjallbökungum sökum eðlislægrar siðvillu þeirra, ófrómleika, heimilisofbeldis og og losta.
Fjallshlíð hleypur fram á Fjallabaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2017 | 22:19
Hin stórhættulega reiðhjólaiðja er þjóðarböl
Á síðustu öld skrifaði heimsfrægur sálvísindamaður lærða grein, sem birt var í öllum helstu vísindaritum þess tíma, þar sem hann færði rök fyrir því að hjólreiðar væru fátt annað en einber öfuguggaháttur. Þessu til sönnunar lagði vísindamaðurinn fram tölfræði byggða á slembiúrtökum og eigindlegum viðtölum við reiðhjólafólk, sem og líffræðilegar rannsóknarniðurstöður auk hinna sálarlegu. Eftir útkomu greinarinnar töldu flestir að brátt væru hjólreiðar úr sögunni og reiðhjólaframleiðendur urðu skelfingu lostnir.
Ekki var nóg með að sálvísindamaðurinn sannaði að hjólreiðar kæmu óafturkræfu ólagi á kynfærin, heldur sannaði hann líka, að þær gerðu menn örkumla og að þjófum. Í vísindagrein sinni rakti hinn merki hugsuður fjölmörg slys hjólreiðamanna, fullra og ófullra, og einnig vitnaði hann í lögregluskýrslur víðsvegar úr heiminum um kærur á reiðhjólaþjófnuðum. En allt um það, þá héldu menn áfram að hjóla án þess að skeyta um hættuna sem af þessari iðju stafar.
Sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson eru ein fjölmargra, sem taka heilshugar undir kenningar sálvísindamannsins, sem áður er getið. Þau létu berast með straumnum fyrir nokkrum árum og tóku þátt í sívaxandi hjólreiðamenningu á Íslandi. Á reiðhjólatímbili sínu, sem spannaði rúma fjóra mánuði, eyðilögðu þau 36 reiðhjól, slösuðu á milli 50 og 60 manns, voru völd að 8 umferðartjónum og drápu næstum því 6 einstaklinga, fyrir nú utan allar ferðirnar á slysavarðstofuna. Á umræddu tímabili biluðust þau svo illa kynferðislega að til stórhörmunga má telja, en hér verður ekki farið nánar út í þann háskalega sálm. Hvað eftir annað var Kolbeinn hnepptur í varðhald vegna hjólreiðaæfinga sinna, en frú Ingveldi tókst af alkunnu harðfylgi að hrinda árásum lögreglunnar af höndum sér. Svo rann upp sá dagur, að þeim sæmdarhjónum auðnaðist að sjá hættur reiðhjólamennskunnar og fóru með síðustu hjólhestana sína í Sorpu.
Maður hættir ekki að hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2017 kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2017 | 22:53
Lýgimál
Það eru víst lítil takmörk fyrir því sem þessum andskotum dettur í hug að skrökva að okkur. Nðu eru þessir postular sennilega búnir að fá leið á náttúru Íslands og þá fara þeir að ljúga upp nýjum vötnum og og soleiðis. Næst tilkynna þeir eflaust um áður óþekkta mannabyggð í Dómadal eða Rugludal og þar á eftir kynna þeir okkur fyrir alvöru útilegumönnum, tröllum og andskotum. Og fyrst þeir eru farnir að finna ný vötn, ný fjöll og nýja firði á Íslandi verður að endursemja íslandskortið. Líklega verður líka að semja íslandssöguna, dýrafræðina og Þjóðsögur Jóns Árnasonar að nýju, ef helvítin draga upp splunkunýjar mannabyggðir á fjöllum ásamt tröllabyggðum og nýjum skrímslum.
Fyrir nokkrum dögum var Ríkisútvarpið staðið að því að ljúga upp nokkrum fuglategundum, sem engann stað eiga í veruleikanum. Þar var talaðu um rottufinkur, mörháfa, glanserni og taðendur. Um fyrrgreinda fugla talaði fréttamaðurinn eins og um hreinan sannleik væri að ræða og bætti við að nýverðið hefðu Austfirðingar gengið fram á geirfuglavarp í Papey. Ef þessum lygaáróðri linnir ekki ekki starx mun þjóðin ekki lengur vita sitt rjúkandi ráð þegar nær dregur hausti og jólakötturinn fer á kreik.
Nýtt stöðuvatn í Dómadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2017 | 22:12
Rammasprengir á Hrauninu
Hreiðar Már má sannarlega vel við una, að vera ekki lengur einungis frumkvöðull í ábatasamri bankstjórn, heldur og lét refsiramminn undan snilld hans í dag þannig að nú er hann óumdeildur forustusauður Hrunsamtakanna. Vel af sér vikið hjá Hreiðari að komast á spjöld sögunnar fyrir óeigingjörn afreksverk sín. Ef heldur sem horfir, þá mun drengurinn halda áfram að bæta metin og verma fletin á Hrauninu.
En það er svo sem ekkert verra að vera á Hrauninu en í réttarsalnum, og ólíkt er það huggulegra en að hokra í banka sem búið er að tæma innanfrá. Á Hrauninu er hægt að stunda kaupsýslu í ró og næði og raka að sér auðæfum, ef vel er að verki staðið. En nú verður þingið að víkka refsirammann í fjáraflamálum að minnsta kosti í 10 ár og vona að Hreiðar sprengi þann ramma ekki utan af sér eftir nokkra mánuði.
Á móti dómum yfir Hreiðari og hans kammerötum vegur þungt, að þjóðin hefir mikilar mætur á hrunkóngum og hrundrottningum, sem sést best á því, að þegar hún var búin að ná áttum eftir Hrunið þá kaus hún eintóma hrunkarla, hrunkerlingar og hrunflokka yfir sig og siglir nú fyrir bragðið hvassan góðærisbyr inn í næsta skerjagarð. Við þurfum því engu að kvíða þótt einstaka hrunkálfar fái að flatmaga á Hrauninu um stund því að hrunvargarnir eru margfalt fleiri sem enn ganga lausir og munu ganga lausir. Og þjóðin mun elska þá alla hvoru megin girðingar við Litla Hraun þeir ganga.
Í fyrsta sinn út fyrir refsirammann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 60
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 218
- Frá upphafi: 1539501
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 186
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007