Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020
28.12.2020 | 22:29
Skýring komin á nafni Ásmundarsals - Bjarniben saklaus en McCarthy sekur
Vitanlega braut Bjarniben ekki sóttvarnarlög. Aldeilis ekki. Nú liggur fyrir að krataeðlisófétin og þetta sem kallar sig ,,pírata" verða að skríða á fjórum fótum fyrir Bjarnaben í fyrramálið, árla mjök, og biðja hann innilega fyrirgefningar á ruddaskap og óduldum lygum um hann og ferð hans á listamannaþingið í Ásmundarsal. Að því búnu eiga þeir sem offari fóru gegn Bjarnaben að setjast niður og skrifa afsagnarbréf og afhenda það forseta Alþingis; með öðrum orðum: Þórhildur Sunna, Helga Vala og fleiri endemi í flokkum þeirra verða nú fortakslaust að segja af sér þingmennsku vegna óhróðurs og spillingar í garð hins blásaklausa fjármálaráðherra. En Bjarniben var laus úr haldi i dag.
Þá er fram komin skýringin á nafninu ,,Ásmundarsalur", en það er dregið af nafni frægs mótorbáts sem bar nafnið Ásmundur GK 30. Frægðarsól m/b Ámundar GK reis hæst árið 1967 þegar hann færði að landi úr einni sjóferð fulla lest af enn fyllri séníverbrúsum. Svo gerðist það að einhver aðdáandi m/b Ásmundar gaf listamannasalnum nafnið Ásmundarsalur og heiðraði með því minningu hins fræga mótorbáts og frækinnar áhafnar hans. Það var því ekki nema vel við hæfi að Bjarniben lyfti fáeinum glösum með myndlistarmönnum þar í sal Ásmundar sénívers.
Og rétt í þessu var að koma upp eitt stórhneykslið enn. Þar á í hlut eitt kolryðgað þingmenni, S. McCarthy að nafni, andlegur samherji Bjarnaben, en ekki í sama flokki. McCarthy þessi hefir orðið ber að því að liggja nær berrassaður í heitum potti í eigu Reykjavíkurbæjar, en fjölmenni var í pottinum og lágu og sátu allir fast upp við hvurn annan eins og sauðir í hrútakofa. Það er eitthvað klúrt og fremur subbulegt við þessa frétt, svo gera má að því skóna að McCarthy sé fallinn og fall hans hafi verið bæði mikið og hátt. Svo var Pírataflokkur McCarthys emjandi um það í gær eða fyrradag að hann hefði boðið VG og Framsókn aðstoð við að fjarlægja Bjarnaben vegna ferðar hans í Ásmundarsal. Nú er sem sé þessum leik lokið, Bjarniben er saklaus af ásökunum krataeðlisfurstanna og Pírata, en sjálfir liggja Píratar í svaðinu með allt uppum sig og niðrum sig.
Ég braut ekki sóttvarnalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2020 | 18:01
Nú lætur hann Brynjar okkar sverfa til stáls gegn uppblásnum og Þórðarglöðum fraukur
Já, þetta er hárrétt hjá honum Brynjari, eins og hans er von og vísa. Fraukurnar tvær, sem hann gjörir að umtalsefni og eiga að heita þingmenn, eru að sjálfsögðu liðónýtar og gagnslausar, enda uppblásnar af krataeðli og óttalegir vindbelgir. Það er góð lýsingin hjá honum Brynjari á þessum siðbættu krataeðlisjúnkum, þegar vaða eins og ólmir skítadreifarar upp á dekk þegar þær halda að einhver hafi misstigið sig og grýta taðkögglunum út um allt, já og halda í þokkabót að allir sem sjá til þeirra haldi að þær séu réttlátar og úr hófi siðprúðar.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að krataeðlissjúklingar eru mjög öfundsjúk grey, gjörn á að gramsa í sig sem mest að borgaralegu gumsi þegar þeir komast í það og vilja sífellt meira. Nú, ef einhver misstígur sig eða verður á í messunni, gleðjast krataeðlissjúklingar ákaflega og þjóta beint upp á dekk til að sýna fólki hvað þeir eru réttlátir, góðir, löghlýðnir og drenglyndir. Gleðin sem krataeðlissjúklingarnir verða uppljómaðir af þegar þeim þykir sem öðrum hafi illa til tekist hefir virðulegt heiti, sem sé: ,,Þórðargleði" og varð til hjá séra Árna Þórarinssyni presti og prófasti og hann notaði um lágkúrulegt sálarlíf þeirra sem gleðjast af hreinni illkvittin yfir óförum annarra.
Nú hefir hann Brynjar okkar hérna skorið upp herör gegn ósvífni og árásum einstaklinga sem sannlega eru yfirtroðfullir af viðurstyggilegri krataeðlisslepju og Þórðargleði. Eflaust veit Brynjar manna best að á slíkt fargan duga aungin vettlingatök. Því væntum vér þess, að hann láti kné fylgja kviði og þaggi rækilega niður í krataeðlissjúku og Þórðarglöðu fraukunum, sem sí og æ vaða um þilfar þjóðarinnar með skít- og taðkögglakasti á bæði borð. Það á að vera nóg að stinga á belginn á þeim með títuprjóni og bjóða þeim dálítinn bitling til að naga.
Þingmenn sem hafa ekkert fram að færa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki er ástandið gott til sálar og líkama hjá VG fyrst blessuðum snilldarandanum honum Óla Góða er sigað fram á vígvöllinn. Óla Góða hefir sem sé verið skipað að gelta dálítið að götustráknum Bjarnaben, sem hefir greinilega ekki enn tekið út nægan þroska til að vera flokksformaður, þingmaður og ráðherra. En það er hægara ort en gert að fá eitt piltkorn, sem staðnað hefir á glegjunni um sextán ára aldurinn, að gera eitthvað í sínum málum. Ekki vænkast hagur Strympu þegar í ljós kemur að gulldrengur með svona stöðnun hefir af einhverjum kyndugum ástæðum orðið formaður Sjálfstæðisflokksins og launar upphefðina með því að rjúka til og brjóta sóttvarnarlög á drykkjumannasamkomu í Ásmundarsal.
En hvur ætli sé þessi Ásmundur sem salurinn atarna er nefndur eftir? Það ætti nú að liggja í augum út, eða er það ekki. Sumir segja hann heiti í höfuðið á Ásmundi ökuþór og hann hafi iðulega geymt ökuvagn sinn á salnum. Ég veit ekki hvort það er rétt. Svo skipti aungvu máli hvaða Ásmundur það er, hvers nafi hefir verið klínt á þennan alræmda brennivínssal svallaranna. Eitt er þó víst: Bjarni litli ben ku hafa skriðið þar inn, þvert ofan í sóttvarnarreglur, og farið að dansa þar í fólksþrönginni. Þetta átt Bjarniben ekki að gera og því eru Sjálfstæðisflokksmenn komnir á fremsta hlunn með að stampa Bjarnaben, jafnvel selja hann Pírötum, eða gefa þeim hann. Krataeðlið í Samfylkingunni vil líka kaupa þennan einstaka poletiska leikmann. Og þannig er nú víst það. Aaaammm ...
Það kemur kannski í hlut Óla Góða að reka Bjarnaben úr ríkisstjórninn. Það skyldi þó aldrei vera? Ef til vill er Óli Góði eftir allt saman það stórmenni, sem aunginn hefir grunað hann um að vera, sem setur Íhaldið öfugt í forina með leggjarbragði. Á eftir gæti hann með sanni barið sér á brjóst og sagt skælbrosandi framan í Stenngrim Johoð og Álfheiði: - Sáuði drengir hvurnig ég tók hann!? Og við Bjarnaben: - Ég hefi nú rotað stærra naut en þig, laxi! Ó Ó Ó Óli Góði, sem þekkir ekki mun á fjöru og flóði, trall lall lalla lei ...
Málið er alvarlegt og mun hafa áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2020 | 15:24
Ókristinn pörupiltur ræðst af grimmd á Þjóðkirkjuna
Hann Sigmundur Davíð er ókristinn maður. Hann sat glottandi undir klám- og svívirðingavaðli sinna drukknu klausturbræðra á Klaustri og hvatti þá fremur en latti í munnsöfnuði. Hann hikaði ekki við að skrökva að fréttamanni um fyrirtækið sitt Wintris, en þessháttar kompaný eru notuð af gírugum einstaklingum til gjalda keisaranum ekki það sem keisarans er. Þá hefir piltur ljótt orð á sér fyrir að gefa rasískum hugmyndum undir fótinn og leiðindi út í fólk af erlendum uppruna sem hefir borist hingað til lands í leit að betra lífi.
Allt þetta segir okkur að Sigmundur Davíð kunni að hafa sérdeilis lítið álit á Jésú þeim Kristi, sem kristindómur er kenndur við. Og líkast til hafa það verir forfeður Sigmundar í beinan karllegg, sem litli sósíalistinn frá Nazaret rak forðum daga með harðri hendi út úr musterinu fyrir péníngabrask og brall. Svo gerðist það fyrir fáum árum að gamla Framsóknarmaddaman fór eins að við Sigmund og Jésú fór með ágjörnu fjárglæframennina í musterinu, því hún rak drenginn grenjandi út úr Framsóknarfjósinu, en áður en til þess kom hafði sú gamla flengt pilt vel og vandlega upp úr forarvilpunni sem seytlar frá Fjóshaugnum fræga fyrir dyrum Framsóknarfjóssins.
Þegar Sigmundur Davíð hafði hrakist grátandi undan grimmd Maddömunnar, allur útklíndur í fjósaskít og hlandfor, fylgdi honum smá-kraðak af púkum, sem setið höfðu á fjósbitum Maddömunnar og aungin eftirsjón var að. Ja, - nema kannski henni Vigdísi Hauks, sem er afburðaskemmtikraftur og mikil ótemja í borgarstjórn Reykjavíkur, sem auðvitað er aungin stjórn heldur hreinræktuð óstjórn. Er nú svo komið, að Sigmundur Davíð gerir sér hægt um vik og ræðst með vígtönnum sínum á Þjóðkirkjuna, trúlega sem hefnd fyrir að Framsóknarmaddaman dæmdi hann ekki í húsum hæfan og rak hann eins og hund á hinn hrjóstruga poletiska vergang. Samt er fyrir löngu búið að draga tönnurnar úr þessum baldna götustrák, svo það eru ugglaust falskar tönnur sem hann hefir upp í sér til að bíta Þjóðkirkjuna.
Kirkjan kjósi að standa varnarlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2020 | 21:51
Látum fíflin ekki fólk út í foraðið draga
Ö-höh-höh-hööö. Kemur ekki nema garmurinn Ketill, veltandi inn á gólf, og býður VG og gömlu Framsóknarmaddömunni að frelsa þau undan hinu skæða samkvæmisljóni Bjarnaben. Það er nema rétt svo að maður nái að forða sér frá að svelgjast á við að lesa um aðra eins fjarstæðu. Hvernig stendur eiginlega á því að Píratarnir, svokölluðu, gátu ekki vafið lýðskrum sitt, athyglissýki og tækifærismennsku inn í skárri umbúðir en þetta? Eru Píratar svona innilega andlausir? Eða vitlausir? Þetta er ekki einleikin della helvítis börnunum, og svo luntaleg að maður verður að kreista upp úr sér málamynda- og sýndarhlátur, öhöhöhöhö ...
Og svo þurrausinn er nautshausinn Píratanna, að þeir draga fram hið hlandónýta stjórnarskrárlíki krataeðlissjúklinganna og veifa því framan í Stenngrim Johoð og Framsóknarmaddömuna og heimta það samþykkt í skiptum fyrir minnihlutastuðning Pírata. Þau eru alveg sérdeilis misheppnaðir grínarar, aumingja pírataskepnurnar, og með svoddan poletíkst harðlífi að ekki dugir minna stór poletisk stólpípa með volgu vatni, sápu og glussa til að hræra upp í þeim móberglögum. En Pírötum þykir víst gott að vera yfirburða fávísir fáráðlingar með hor og slef, telja sér það til kosta, og hlaupa um í ókunnugum húsum og snýta sér í gluggatjöld og kukka í blómapotta.
Í gær, jóladag, sátu hjónin frú Ingveldur og Kolbeinn ásamt Brynjari Vondulykt og reiknuðu út greindarvísitölu Pírata og krataeðlisins. Útkoman úr þeim stærðfræðikúnstum kemur aungvum á óvart. Meðalvístala Píratagarmanna slagaði upp í vísitölu ársgamallar landnámshænu, en gáfnafar krataeðlisins mjök á slóðum páfagauks með minnistruflanir eða heilabilun. Og þau frú Ingveldur Kolbeinn og Vondalyktin voru sammála um, að reikningi loknum, að beina þeim ráðum að VG og Maddömunni að láta sér ekki detta í hug að gjöra kaupsamning við Pírata og krataeðlið, með eða án Miðjunga af Klaustri, um ríkisstjórnarsamstarf, en halda heldur áfram með þingflokk Sjálfstæðismanna, þrátt fyrir drabb og samkvæmasýki, spillingu og blábjánahátt þingmanna og ráðherra þess flokks. Málshátturinn hljóðar nefnilega upp á að fíflinu skuli á foraðið etja, en ekki að fíflið eigi að draga fólkið út á foraðið, - en á því er regin munur þér að segja...
Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2020 | 19:25
Poletiskar hýenur, hælbítar og 500 þúsundkrónu sekt per haus
Í gær og dag, aðfangadag og jóladag, hafa hinar poletisku hýenur í 101. Reykjavík sungið jólasálmana sína af fágætri heift og hatri, en þó umfram allt vellandi skinhelgi, út af því að Bjarniben hafði farið, eða varla farið, í heimsókn til kunningjafólks síns á þolláksmessu. Grimmdarlegustu urrin og helgislepjugólin hafa að sjálfsögðu hljómað hæst og óhugnanlegust fram úr trýnunum á pírataskepnunum og krataeðlissjúklingum Samfylkingarinnar.
En í raun og veru fagna hýenuhersveitir Pírata og krataeðlis heimsókn Bjarnaben í Ásmundarsal á þolláksmessukvöld, því það gefur þessum óhemju hræsnisfullu og skinhelgu vandræðagemsum tækifæri til að hneykslast hátt og snjallt yfir smá-syndum náungans og auglýsa í leiðinn meinta góðmennsku sína og kórrétt og öldungis óspillt hugarfar. Því þessi endemi trúa því staðfast að hneykslunarrokur, skinhelgimjálm þeirra geti narrað talsvert af atkvæðum út úr kjósendum, sem eiga að fá á tilfinninguna að Píratar og krataeðlisskjátur Samfylkingarinnar séu svo undurgóðar manneskjur.
Eftir næstu kosningar gætu hælbítarnir og hýenurnar skyndilega vent kvæði sínu í kross og farið að nudda sér malandi eins og kettir upp við fótleggina á Bjarnaben og Sjálfstæðisflokknum, enda ber fjarskalítið milli hugsjóna þessara aðila hvað varð þjóðfélagsgerð og þjóðskipulag. Öll kvikindin í þessum poletiska skógi eru nefnilega stórvinir í kapítalismanum, nýfrjálshyggjunni og þjónkun við stórauðvaldið á Vesturlöndum. Þannig, að þegar öllu er á botninn hvolft, allt í fínasta lagi milli Höfuðbólsins og Hjáleignanna, Bjarniben fór og fór ekki í gildi til vina sinna og velunnara og hýenurnar í 101, Píratar og krataelðlissjúklingar fengu útrás fyrir hælbítsáráttu sína, og gátu velt góðmennsku sinni uppúr spillingarpollinum, sem þeim þykir svo vænt um. En yfirvöld eiga að sekta Bjarnaben og vini hans og viðhlægendur í Ásmundarsal, sem saman voru komin þar á þolláksmessukveld, kr. 500.000-pr./haus og nota andvirði sektanna til styrktar fangelsismálastofnun. Þar með væri málið dautt. En hýenur og pírataflónin á að rassskella opinberlega á Austurvelli og hneppa síðan það fólk, allt sem eitt, í gapastokka á sama stað.
Ég er ekki að hugsa um að segja af mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2020 | 13:33
Nú ætla hin óarga dýr að ganga frá öðlingnum og samkvæmisljóninu Bjarnaben
Hananú. Þá eru helstu vindbelgir og flóðhestar þjóðarinnar komnir á flot og stefna hraðbyri til Engeyjar þeirra erinda að hrekja blessaðan öðlinginn hann Bjarnaben í sjóinn og berja á hans kæru ættingjum í leiðinni sona í tilefni jólanna. Hin ólmu villudýr munu eflaust ekki láta þar staðar numið, heldur ætla þeir síðan sameinast Jólakettinum og Grýlu gömlu í að hrella og eta landsins bestu börn.
Og fyrir hvað ætla hin óarga dýr að eta Bjanaben? Jú, þau hyggjast eta hann upp til agna af því að hann hefði í staupinu með vini sínum í gærkveldi, það var nú allt og sumt. Þetta byrjaði allt í gærkveldi, andskotar Bjarnaben höfðu njósnað um hann frá því fyrir hádegi og þegar hann heimsókti vin sinn hringdi það á lögregluna. Já, það hringdi meira að segja beint í Hálfdán Varðstjóra og bað hann taka Bjarnaben fastann fyrir ölvun og óspektir í ólöglega fjölmennu samsæti betri borgara. Þannig var nú það. Þetta kvað víst vera svo alvarlegt drykkjulæti Miðjúnganna í klaustrinu bliknar við hliðina á meintu óforsvaranlegu athæfi Bjarnaben í Ásmundarsalnum. Aumingja vsleing karlinn.
Og bölvaður asninn hann Hálfdán lét glepjast af áróðri óvinanna og stökk til og leiddi Bjarnaben á brott í handjárnum. Sjónarvottar segja að það hafi verið fullkomlega átakanlegt að horfa á þegar lögregluprjónarnir komu með þennan undurgóða dreng út og Hálfdán Varðstjóri rak á eftir með því að dangla í rassinn á honum með priki. Þessi frumlega sjón minnti sjónarvottinn, minn heimildamann, óhuggulega mikið á þegar böldnum pörupilti hefir verið falið að reka á eftir geldri mjólkurkú út á blóðvöllinn til slátrunar. Að vísu fer ekki miklum sögum af yfirheyrslum Hálfdáns Varðstjóra yfir Bjarnaben í nótt, - ekki ekki ennþá. En undir hádegi tókst Varðstjóranum þó að kremja afsökunarbeiðni upp úr hinum handtekna og Hálfdán Varðstjóri lét að því búnu Stjörnusýslumanninn Stones og fleiri borðalögð stórmenni fylgja hinu iðrandi samkvæmisljóni, Bjarnaben, heim á leið.
Málið grafalvarlegt og afsagnarsök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2020 | 22:16
Fjórum dögum eftir bólusetningu var hann jarðsettur
Það er nú svo. Við munum öll þegar afabróðir Brynjars Vondulyktar var bólusettur. Fjórum dögum síðar var hann jarðsettur. Blessaður gamli maðurinn gekk af göflunum af bóluefninu, enda maður sem aldrei hafði notað lyf. Í þrjá sólarhringa öslaði hann um og unni sér aungrar hvíldar. Svo skaut einhver andskoti á eftir honum með riffli og karlgreyið hreinlega sprakk. Þegar þar var komið sögu hafði afabróðir Vondulyktarinnar framið marga glæpi frá því hann var bólusettur, hvurn öðrum hræðilegri. Og þegar búið var að vinna á karli þókti vissara að jarðsynja hann strax morguninn eftir andlát. Um kveldið, já. Um kveldið heyrðu fáeinar persónur svo óhugnanleg org og dynki frá kirkjugarðinum. Þessar persónur urðu svo hræddar að þær lögðu á flótta og sögðu aungvum frá fyrr en að mörgum árum liðnum.
Nú, ekki verður því neitað að afabróðir Brynjars Vondulyktar hafi ekki gengið aftur, því það gerði hann sannarlega og enn þann dag í verður vart við hann. Og ekki reyndist skrattinn á honum neitt skárri eftir hann fór að ganga aftur en hann hafði verið síðustu þrjá daga ævi sinnar. Kúabóndi þar í sveitinni segir það vissu sína, að helvískur hafi um skeið herjað á fjós hans í mjög annarlegum tilgangi. Kerling í sömu sveit kvaðst hafa legið baðkari sínu þegar draugur var allt í einu kominn inn á mitt baðherbergisgólf og kenndi hún þar afabróðir Vondulyktarinnar. Konan staðhæfir og, að vofan hafi ætlað að nauðga sér, en hún hafi bjargað sér með því að kasta sápustykki í gegnum drauginn með þeim afleiðingum að hann leystist upp í neistaflugi.
Síðast sást hinn hvimleiði afabróðir fyrir nokkrum dögum í fylgd með Jólakettinum og nokkrum drukknum jólasveinum. Það var andstyggileg hersing. Fyrir þremur árum síðan fóru nokkrir menn að næturþeli út í kirkjugarðinn og grófu í leiði afabróðurins. Ekki höfðu þeir lengi grafið þar til þeir komu niður á höfuðkúpu. Áfram var grafið og kom þá ið sanna í ljós: Afabróðir Brynjars Vondulyktar hafði greinilega verið kviksettur, en hann brotist út úr kistunni og smogið upp moldina þar til hann stóð á báðum fótum í kistubotninum, en þá virðist hann hafa þrotið örendið og ákveðið í framhaldi af því að gerast draugur, illur og aðgangsharður.
Athöfn vegna fyrstu bólusetningarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2020 | 20:31
Hvurjir voru að ljúga óþverrasögum að Blómbergi?
Hvaða andskotans endemi er þessi Blómbergur? Getið þið svarað því? Hann gerir sér að leik að svívirða Ísland og niðurlægja ríkissjónina okkar og þá einkum og sér í lagi hana Swandeesý og hana Katrínu litlu, sem ætlaði sér í ferðalag á morgun. Og fyrst Blómbergur þessi leyfir sér að delera um vort land og ríkisstjórnina, þá held ég tilhlýðilegt sé að láta þess getið að það voru krataeðlissjúklingarnir og auðvaldsraskötin í Viðreisn og Samfylkingu, sem lugu þessum helvítis bóluefnislygasögum í Blómberg og hann var ekki seinn á sér að hæðast að okkur og okkar ríkisstjórn fyrir að hafa gleymt að panta bóluefni handa landsmönnum.
Ég man vel eftir krataeðlissvíninu sem við króuðum einusinni af og hótuðum öllu illu. Hann lét ekki við sitja að skíta í buxurnar, heldur mé kvikindið niðrúr og útbíaði allt gólfið. Svo var farið með ótætið út og því troðið með afli ofan í sorptunna og kom það aldregi upp síðan. Það held ég nú. Já. En þessi góða aðferð dugði ekki til. Enn á ný er krataeðlið farið á stjá, ljúgandi og svíkjandi, og hefir nú dottið ofan á Blómberg til að útbreiða níð og ósannindi um oss Íslendinga og gjöra oss hlálega og fyrirlitlega í augum útlendinga.
Þá gekk nú betur hjá Gottfreði lækni þegar hann sauð upplausn til að gefa aumri kratasál inn í mixtúruformi. Sjúklingurinn þoldi ekki nema eina teskeið og leið þegar út af og var dauður. En hinsvegar hljóp Gottfreð nokkuð á sig þegar hann reyndi mixtúru sína á manni sem haldinn er framsóknarvírusnum. Sá góði maður trylltist við inngjöfina, braut allt og bramlaði á lækningastofu Gottfreðs og hljóp að svo búnu út, viti sínu fjær. Þeir voru lengi að ná aumingja framsóknarmanninum og teyma hann í bandi inn á geðveikrahælið, þar sem hann hefir verið hafður í einangrunarklefa síðan. Að svo búnu læt eg staðar numið að sinni, en það skulu krataeðlisaumingjarnir vita, að ef þeir ekki hætta að ljúga að Blómbergi, þá á Gottfreð læknir nægan forða af mixtúru til að eyða heilum krataeðlisflokki.
Stjórnarráðið leiðréttir Bloomberg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2020 | 13:37
Í draumi sérhverrar skrukku bærast ókristilegar hugsanir
Það er alsiða að gömlum skrukkum langi að bera sig fyrir framan fjölda manns. Djúpt í sálu hvurrar skrukku leynist pervert sem þráir að misbjóða samborgurum sínum með nekt og klúrri líkamstjáningu. Þegar gamla frú Ingveldur, móðir frú Ingveldar eiginkonu Kolbeins Kolbeinssonar, varð sjötíu og sex ára sló hún upp veislu og bauð til sín fyrir fólki. Á ákveðnum tímapunkti hvarf gamla frúin af vettvangi, en kom aftur að vörmu spori, öldungis berrössuð, og sté ógn klámfenginn djöfladans fyrir framan gesti sína, sem gláptu höggdofa á hið sjötíu og sex ára afmælisbarn, sem á þessu augnablik lét draum lífs síns rætast.
Þá vitum vér til þess, að dóttir gömlu frú Ingveldar, frú Ingveldur sjálf, hafi gengið um beina í helgarsamkvæmum á sínu eigin heimili án þess að hafa eins einustu klæðispjötlu utan á sér. Frægt var þegar ódámurinn Brynjar Vondalykt misnotaði nekt frú Ingveldar og gjörði tilraun til að lauma löngutöng í millum þjóknappa hennar; þá snöri frú Ingveldur sér eldsnöggt við og kom í leiðinni hroðalegu hnefahöggi á trýnið Vondulyktarinnar, sem varð þegar í stað úr leik. Hann þorði ekki að láta sjá sig á almannafæri í heilan mánuð eftir þetta, meðan bólgan og bláminn voru að hverfa úr andliti hans.
En þegar búið var að færa gömlu frú Ingveldi á dvalarheimili aldraðra sjómanna hélt hún ótrauð áfram að láta drauma sína rætast, uns henni var vísað harðri hendi út af dvalarheimilinu, en þá hafi hún valdið þvílíku uppnámi, usla og angist á dvalarheimilinu að við svo búið mátti ekki standa. Þann tíma er gamla frúin lét gamminn geysa innan um hin aldurhnignu skör hækkaði dánartíðni á dvalarheimilinu um tvöhundurð og fimmtíu prósent og marga varð að senda, suma froðufellandi í spennitreyju, á nærliggjandi vitlausraspítala og vitfirringahæli. Og dvalarheimili aldraðra sjómanna riðaði til falls. Í eitt skipti læsti gamla frú Ingveldur sig inni með tveimur herramönnum á tíræðisaldri, svipti sig klæðum og hugðist lokka þá til óviðurkvæmilegra maka við sig. Hinir öldruðu herrar fylltust skelfingu og leituðu útgöngu, en gamla frú Ingveldur leitaði hart á þá, af sínum meðfædda dýrslega losta. Að lokum tókst gömlu mönnunum að sleppa út, en þá gjörði gamla frú Ingveldur allt vitlaust á dvalarheimilinu, öskraði og æpti kviknakin frammi á gangi og skaða karlagreyin um nauðgun og heimtaði lögreglu. Svo kom lögreglan og leiddi gömlu mennina í handjárnum úr húsi og færði þá í höndur Hálfdáns Varðstjóra, sem vel kunni lagið á svona útbrunnum graðkörlum.
Dreymir um að koma nakin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 61
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 219
- Frá upphafi: 1539502
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007