Leita í fréttum mbl.is

Fjórum dögum eftir bólusetningu var hann jarðsettur

drau2.jpgÞað er nú svo. Við munum öll þegar afabróðir Brynjars Vondulyktar var bólusettur. Fjórum dögum síðar var hann jarðsettur. Blessaður gamli maðurinn gekk af göflunum af bóluefninu, enda maður sem aldrei hafði notað lyf. Í þrjá sólarhringa öslaði hann um og unni sér aungrar hvíldar. Svo skaut einhver andskoti á eftir honum með riffli og karlgreyið hreinlega sprakk. Þegar þar var komið sögu hafði afabróðir Vondulyktarinnar framið marga glæpi frá því hann var bólusettur, hvurn öðrum hræðilegri. Og þegar búið var að vinna á karli þókti vissara að jarðsynja hann strax morguninn eftir andlát. Um kveldið, já. Um kveldið heyrðu fáeinar persónur svo óhugnanleg org og dynki frá kirkjugarðinum. Þessar persónur urðu svo hræddar að þær lögðu á flótta og sögðu aungvum frá fyrr en að mörgum árum liðnum.

Nú, ekki verður því neitað að afabróðir Brynjars Vondulyktar hafi ekki gengið aftur, því það gerði hann sannarlega og enn þann dag í verður vart við hann. Og ekki reyndist skrattinn á honum neitt skárri eftir hann fór að ganga aftur en hann hafði verið síðustu þrjá daga ævi sinnar. Kúabóndi þar í sveitinni segir það vissu sína, að helvískur hafi um skeið herjað á fjós hans í mjög annarlegum tilgangi. Kerling í sömu sveit kvaðst hafa legið baðkari sínu þegar draugur var allt í einu kominn inn á mitt baðherbergisgólf og kenndi hún þar afabróðir Vondulyktarinnar. Konan staðhæfir og, að vofan hafi ætlað að nauðga sér, en hún hafi bjargað sér með því að kasta sápustykki í gegnum drauginn með þeim afleiðingum að hann leystist upp í neistaflugi.

Síðast sást hinn hvimleiði afabróðir fyrir nokkrum dögum í fylgd með Jólakettinum og nokkrum drukknum jólasveinum. Það var andstyggileg hersing. Fyrir þremur árum síðan fóru nokkrir menn að næturþeli út í kirkjugarðinn og grófu í leiði afabróðurins. Ekki höfðu þeir lengi grafið þar til þeir komu niður á höfuðkúpu. Áfram var grafið og kom þá ið sanna í ljós: Afabróðir Brynjars Vondulyktar hafði greinilega verið kviksettur, en hann brotist út úr kistunni og smogið upp moldina þar til hann stóð á báðum fótum í kistubotninum, en þá virðist hann hafa þrotið örendið og ákveðið í framhaldi af því að gerast draugur, illur og aðgangsharður.    


mbl.is Athöfn vegna fyrstu bólusetningarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband