Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020

Ítrekuð uppþot á dvalarheimili aldraðra sjómanna eftir spjaldtölvuvæðinguna

kol36Hvurnig getur nokkrum vitibornum manni dottið í hug að fara að bera spjaldtölvur í saklaus gamalmenni? Tilgangurinn er svo sem auðsær, það á að reyna að gera gamlingjana vitlausa og tryllta. Sjáið þið ekki fyrir ykkur tvö örvasa gamalmenni berjast með göngugrindunum sínum upp á líf og dauð eftir að hafa orðið brjáluð af spjaldtölvunotkun á elliheimilinu? Það væri densilegt að horfa upp á þann andskota, ég segi ekki annað.

Strax í morgun höfðu orðið uppþot á dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu eftir spjaldtölvunotkun heimilismanna. Fyrir það fyrsta slógust þrír aldraðir skipstjórar eins og forhertir villumenn, en þeir höfðu leitað sér fróðleiks í klámi á spjaldtölvumiðum; eftir þá hastarlegu viðureign lágu þrjár nýjar spjaldtölvur í þúsund molum á gólfinu, en slagsmálahundarnir voru leiddir úr húsi af lögregluþjónum, sem afhentu þá Hálfdáni Varðstjóra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík.

Ekki létu hinar öldruðu sjómannskonur sitt eftir liggja í kjölfar spjaldtölvuvæðingarinnar á dvalarheimilinu. Þær sökktu sér strax niður í einhvern bölvaðan óþverra sem þær sturluðust af. Kérlíngargreyin fóru sem sé að fá sér í staupinu meðfram spjaldtölvuglápinu og það fljótlega eftir morgunverðinn í morgun. Ein kom þjótandi fram á gang og orgaði svo undir tók í Hrafnistu, að einhver hafi ætlað að nauðga sér; þessi heiðraða frú var allsnakin. Samstundis varð uppi fótur og fit og enn voru lögregluþjónar kvaddir á staðinn. Ekki var nokkur leið að finna út hvaða ómenni það var sem ætlaði sér að nauðga gömlu konunni, því maður nöktu konunnar lá í djúpu áfengisdái í rúmi þeirra hjóna og undir sæng hjá karli lá jafnvel ennþá brennivínsdauðari kerlingarskjáta í sérlega dónalegri stellingu. Það varð því úr að lögregluþjónarnir létu sér nægja að hafa nöktu sæmdarfrúna með sér á stöðina þar sem þeir færðu hana í höndur Hálfdáns Varðstjóra, og það er skohh, skal ég segja ukkur, aungvar kvennmannshöndur.  


mbl.is Gáfu heimilisfólki á Hrafnistu 12 spjaldtölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipsfélaginn sem var alltaf að mæla sig

piss2_1125491.jpgÆ já, það er það. Við vorum með kláðagemling með okkur á vertíð fyrir vestan í gamla daga, sem var alltaf að mæla sig. Á milli trossa hljóp þessi leiðinlegi þorpari fram undir hvalbak og tróð andskotans celsíúsnum í rassboruna á sér. Þegar mælingu lauk var hann vanur að segja við sjálfan sig: ,,Ekki enn, ekki enn." Þegar þrællinn var inntur etir hvað þetta háttarlag hans og taut ætti að fyrirstilla svaraði hann með skætingi og sagði að við værum fífl og fávitar.

Nú, náunginn var í klefa með öðrum pilti, greindum og góðhjörtuðum og kvennamanni af Guðs náð. Einn daginn sagði hann okkur ófagra sögu af mælingamanninum. Þessi góði maður og kvennayndi, trúði okkur sem sé fyrir því að klefafélaginn væri brútal meníjakk og öfuguggi. Við nánari útlistum kom í ljós að umræddur kláðagemlingur og þorpari brúkaði hitamælirinn á ekki ólíkan hátt og fólk í dag notar víbradora og dildóa. Þvílíkan viðbjóð höfðum við skipsfélagarnir aldrei heyrt og fórum strax að ráða ráðum okkar.

Svo var það eitt sinn á landstíminu að látið var til skarar skríða. Þegar skepnan kom upp úr káetunni til að fara á klósettið gripum við kauða. Það var helvítis veltingur man ég og niðamyrkur úti, enda miðnætti. Nú, við drógum svínið á nærbuxunum aftur á rassgat og köstuðum honum viðstöðulaust út um línulúguna. Hann gargaði eitthvað um leið og hann hvarf út í myrkrið, en svo var það líka búið. Einn okkar varð dálítið ábyrgur í orðum og sagði, að illu væri best aflokið. En það voru ekki öll vandamál úr sögunni með brotthvarfi ódámsins, því auðvitað gekk bölvuð skepnan aftur um borð og lét dólgslega. Þegar báturinn var síðar seldur fylgdi skipsdraugurinn með og varð með tímanum víðfrægur í íslenska fiskiskipaflotanum.


mbl.is „Ég mæli mig of oft á dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugunar fyrir læknisfræðiþenkjandi fólk á óvissutímum

perrÉg er nú búinn að hugsa í allan dag um þessa fyrirsögn ,,smitaðist líklega af hurðarhúni", og hefi komist að þeirri niðurstöðu, að hún minni óhuggulega mikið á aðra fyrirsögn, eldri, sem hljóðar svo: ,,Varð ólétt af klósettsetu." Undir kveld varð mér svo hugsað til norðlensku stúlkunnar sem varð vanfær af völdum trekkvinds, hennar dóttir var Guðrún Trekkvindsdóttir og þókti, hvurnig sem á því stóð, ekkert öðruvísi en annað fólk.

Öll þessi umhugsun leiddi svo af sér heimspekilegar íhuganir gamalla meistara. Til dæmis sagði Marteinn barnakennari nemendum sínum frá illum anda sem hefðist við undir grindunum í fjárhúsinu að Karlshamari. En til að halda fjanda þessum í skefjum, sagði Marteinn kennari, að bóndinn á Karlshamri hefði fundið upp svohljóðandi bæn: ,,Faðir vor, þú sem ert undir grindum, varaðu þig nú á hrútunum hyrndum." Inni í Vogum í Reykjavík bjó lengi fjarska lítill og ljótur karl, Jónas að nafni, sem hafði þann kæk að laumast um húsagarða, þá dimmt var orðið, til að gægjast á glugga. Svo varð karltuskan i veikur og bar sig ósköp illa. Hann kvaðst hafa smitast af rúðugleri þar ofar í götunni og væri hann nú að bana kominn sökum sóttar sem lausláta kérlingin hefði smitað rúðuglerið af. Svo dó þessi maður inni í Vogum og eftir því sem næst verður komist fékkst aunginn til að annast um útför hans.

Svo leitaði hugurinn til þeirra ódæma þegar Gvöndur smali frá Felli fullyrti að hann hefði eftir dularfullum leiðum smitast af hjarðsveinasjúkdómi. Vissulega fylltust bændurnir að Felli óhug og létu skera allt sitt fé. Þegar sláturtíðin var afstaðinn, glopraði Gvöndur smali því upp úr sér, að hann hefði ekki smitast af fénu á Felli heldur væri morauði hrúturinn hans Gunnsa á Fjallabaki valdur að sjúkdómnum, sem nú var orðinn svo þrálátur í Gvöndi aumingjanum að ekki varð lengur við unað.  


mbl.is Smitaðist líklega af hurðarhúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn kveðlingur um heimkomu Hallmundar bónda í Húnaþing vestra

Þá loks er Hallmundur í Húnaþingi vestra
heiðraður með sóttkví dag og nótt.
En hymmnasjóli með höndur úr skíra gulli
mun halda honum góðum með mildri léttasótt.

Og hvað er að því þótt kræfur bóndi komi
með krassandi vírus frá sólbakaðri strönd?
Það drepast víst flestir úr einhverju einhvern tíma
og Andskotinn rekur þá glaður heim í sín eignarlönd.

Já Húnaþingsmenn fara halloka nú um stundir
og hallmundargleði þar öll er nú fyrir bí.
Þeir áttu að fornu til frægra kappa að telja, 
- en flökta nú hræddir í úrvinnslusóttarkví.

cat3_1276141.jpg


mbl.is Allir íbúar Húnaþings vestra í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klausturjúnkurinn, merhryssið, krýningarstörf og kolklikkuð kérlíngark ...

x15Mikið fyrirbrigði klausturjúnkurinn Sigmundur Dávíð og frámunalega gáfaður. Og ekki er Klausturflokkurinn hans síðri með merhryssi í einkennismerki sínu. Mesta upphefð Sigmunds Davíðs og félaga var þegar þeir voru teknir upp á myndband við klausturstörf sín heilög. Hátindurinn í því stórglæsilega ferli var þegar hjörðin féll á knébeð og tilbað eins og ekkert væri ,,kolklikkaða kéllíngar ... (hér brestur mér geð að hafa eftir bænalestur Klaustrunga). 

Nú telur Sigmundur Davíð, að ótrúlegt aðgerðir helvískrar ríkisstjórnarinnar dugi til nokkurs gagns. Þetta er skarplega athugað hjá hjá honum og hvíta merhryssið kinkar kolli til samþykkis. Þá eru ný lögun á klausturvíni við að komast á flöskurnar og þá verður hægt að messa svo um munar í Klaustrinu. Þá er geta þess, að klausturjúnkurinn hefir í hyggju að krýna félaga sinn í trúnni, Karl sýslumann, til kardínála við söfnuðinn, en Beggó blinda ætlar hann að skipa kapílán til merhryssisprófastsdæmis Klausturflokksins.

x25Ekki hefir heldur legið í láginni hjá Klaustrungum, að þeir ætla sér að gjöra strandhögg í Framsóknarfjósinu, krefjast ráðsmennsku þar á bæ annars hleypi þeir hvíta merhryssinu á gömlu Framsóknarmaddömunnar og þá fái skrokkur þeirra gömlu það sem henni hefir vanhagað um af holdsins lystisemdum. Ennfremur verður hvíta merhryssið gjört að þjóðardýrlingi Klausturflokksins.  


mbl.is Ólíklegt að þessar aðgerðir dugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlitning stjórnmálasnata á landsmönnum

x7Það er eitt og annað ekki upp á marga fiska á Íslandi og þarf ekki nýlega vírusa til. Samfélagið landsins er eitt eitrað spillingardíki, hreinn viðbjóður, svo það sé nú sagt. Og ef ráðherrann með langa nafnið, sem aunginn man, hefir ekki komið á það augum, þá er ríkisstjórn Íslands ekki upp á marga fiska, enda hafa ríkisstjórnir síðustu áratuga orðið meir og meir illa mannaðar og er nú svo komið að núverandi ríkisstjórn er eingöngu mönnuð lukkudýrum og skrautfjöðrum, sem telja sitt helsta verkefni felast í að verja ríkjandi spillingarónáttúru auðvaldsins og þjóðskipulag þess.

Það má vel vera að ráðherrann með langa nafnið raungerist annað slagið og eigi þá samtal í raun við milljonakallana í landinu. En allt soddan nokkuð er auðvitað endalaust innantómt kjaftæði og í raungerist í raun fyrirlitningu stjórnmálasnatanna á landsmönnum. Það vill til, að einhverjir af þingliðinu eru vanir hrunadansarar og hrunmeistarar og standa allar okkar vonir á þessari stundu til þess að allt helvítis hrunaslektið dansi nú sinn síðasta dans, út af borðinu og brotni í mél og mask á gólfinu. Það væri góð lausn á leiðinlegu vandamáli.

Því miður er tilveran ekki svona einföld. Ætli Stenngrimur sterki Johoð láti ekki höndum standa fram úr ermum og vinni og vinni sólarhringunum saman, eins og í Hruninu þegar hann lét sem mest af því að hafa bjargað auðvaldinu. Honum ætti að veitast létt að fá helstu Samherja sína, til dæmis Swabbó Sendiherra, Bjarnaben, Sægreifana, gömlu géðbiluðu Framsóknarmaddömuna og ef til vill Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn til að starfa að rústabjörguninni. Hræddur er ég um að lítið lið verði að ráðherranum með langa nafnið, sem aunginn man, í akkorðvinnu með yfirnáttúrlegum rústabjörgunarmönnum eins og honum Stenngrimmi Johoð og Swabbó Sendiherra, sem orðinn er ósköp og skelfing ryðgaður. Og yfir ófögnuðinum sveimar sjálf yfirplágan, plága allr plágna, Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is „Þetta sumar verður ekki upp á marga fiska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki níutíu og níu? Svo víkur sögunni að Brynjari Vondulykt

dr1Bætast níu öndunarvélar við? Af hverju ekki níutíu og níu? Eða hundrað níutíu og níuþúsund? Og þegar níu fórnarlömb eru komin í vélarnar hvað verður þá um þann tíunda? Sá tíundi getur náttúrlega aungva björg sér veitt og verður úr heimi hallur. Einusinni fékk Gottfreð læknir meðal til að sprauta í níu manns, sem voru illa haldnir af vondum sjúkdómi, en sá tíundi fékk auðvitað ekki neitt, svo Gottfreð greip til þess óyndisúrræðis og sprauta krataeðlisvírusi í hann; sá maður hefir verið geggjaður síðan og veður um allt og segist vera að stofna Sosialisstaflokk Íslands.

Þá var það lítið skárra hjá Brynjari Vondulykt þegar hann hugðist byrla konu nokkurri sterkt frygðarlyf. Því miður fór það allt í handaskolum hjá Vondulyktinni, því frygðameðalið hafnaði fyrir forkastanlega handvömm í glasi eiginmanns konunnar. Maður konunnar, sem er aunginn bindindismaður, svalg allt úr glasinu á örskotsstundu og bað um meira. Eftir fáeinar mínútur fór náunginn að verða undarlegur og ágerðust einkennilegheitin hratt og fyrr en varði var helvítið farið að stara á Brynjar Vondulykt með ógnvekjandi lesbískum frygðarglampa í báðum augum. Ekki er að því að spurja, að Brynjar varð skelfingu lostinn og lagði á flótta, en maður konunnar hljóp á eftir honum, másandi af losta, og elti hann allt það kveld fram á nótt.

En svo vikið sé aftur að öndunarvélunum níu, þá er furðu algengt að illir andar taka sér oftar en ekki bólfestu í sona öndunarvélum. Það gerðist á spítala einum hérlendis fyrir nokkrum árum, að læknanema var falið að prófa eina slíka öndunarvél. Og eins og við manninn mælt, þá varð helvískur unglingurinn stjörnuvitlaus á augabragði. Ekki var nóg með að drengurinn færi út fyrir öll velsæmismörk í viðurvist allsgáðra kvenna, heldur fór hann út á strætið og gyrti niðrum sig fyrir framan búðarglugga og lék þar listir sínar uns Hálfdán Varðstjóri birtist á svæðinu og hafði læknanemann á brott með sér. Úr því varð hroðaleg saga og óguðleg með öllu. 


mbl.is Níu öndunarvélar bætast við í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er hún heldur í sóttkví eða flotkví? En Títa komst í hann krappan í fyrradag

x40Þá er hún komin í sóttkví eins og hvur annar pestargemlingur. Svona er það að fórna sér fyrir land og þjóð. Eða hvað? Hefir hún þessi ekki aðallega verið að fórna sér fyrir kapítalismann og ESB og braskarageggjarana í Viðreisn? Svei mér þá. En aumingja kellíngin er allt að einu komin í sóttkví,- eða var það flotkví? Það skiptir ekki máli því hún er grunuð um að að vera smitandi. 

Hinsvegar er flokkurinn hennar, ef flokk skal kalla, ansans ári launspaugilegur. Þar ægir saman ægilega kurteisu fólki, sem talar um gróða, græðgi, ágirnd og péníngafýsn af djúpri virðingu, sem svo alvarlegum trúarmálefnum sæmir. Þetta er allt nauðalíkt Klausturflokknum galna. Í Viðreisn er til dæmis ein aðdáunarverð frauka, sem vann sér eitt sinn til ágætis að bauka dulítið við sokallað ,,sjö hægri ehf." og komst í álnir fyrir vikið. Svo er fullt af rammskökkum jólasveinum í Viðreisn, og er þar hvur öðrum afglapalegri. Og hvurnig sem þeir fara að, þá tekst þeim aldrei að verða nema hálfhlægilegir að heldur svona aulalegan hátt. Þennan mannskap hefir ríkið ekkert með að hafa á fóðrum hjá sér stundinni lengur.

Svo er það hún Títa. Hún eigraði pöddufull í fyrradag inn á lóð frú Ingveldar og Kolbeins og steyptist þar á höfuðið. Þegar henni tókst að rísa upp á afturlappirnar á nýjan leik tókst henni ekki betur en svo að hún rambaði beint í fangið á frú Ingveldi, sem er í alverlegri sóttkví. Frú Ingveldur var heldur ekki að tvítóla neitt við hlutina en tóku Títu þegar í stað til kostanna. Það var hörmung að sjá Títubeibíið þegar það skakklappaðist eins og nýborinn kálfur frá húsi frú Ingveldar og Kolbeins, með rifnar brækur, sundrað pils og syndirnar eins og hoppandi stjörnuþokur kringum höfuðið, enda var Títa greyið komin á fjóra fætur við næsta götuhorn, gersamlega yfirspiluð til sálar og líkama.  


mbl.is Þorgerður og Hanna Katrín í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki er hann norrænn, nei nei nei ...

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Norræn hvurn andskotann? Ekki þykist pilturinn G.a. Þórðarson vera norrænn? Hefur hann ekki neitt sennilegra í handraðanum til að ljúga að okkur? Maðurinn er af ætt og húsi frumbyggja á Borneó. Það kvað ganga sögur af þeim ættbálki og ekki sérlega aðlaðandi; satt best að segja eru þær históríur andstyggilega fráhrindandi, ef ekki beinlínis mannskemmandi. En hann verður að eiga við sjálfan sig sína bölvaða endaleysu aumingja drengurinn.

Svo er spurning um hvort Íslendingar séu yfirleitt norrænir menn. Margir telja að svo sé alls ekki og þeir hafa mikið til síns máls. Já. Til að mynda var Geirmundur heljarskinn blámaður beint frá miðri Afríku, einnig Kveldúlfur, Skalla-Grímur og Egill á Borg. Gunnar á Hlíðarenda og Njáll bóndi Þorgeirsson að Berþórshváli voru af þessari frægu Títuberjaætt, sem er upprunnin austur í Nepal. Þeir voru óttalegar liðleskjur þeir Gunnar og Njáll, stóðu vara undir sjálfum sér og alls ekki ef þeir höfðu í staupinu, þá liðu þeir eins og lopadræsur undir borð.

Það væri nær fyrir piltkornið Guðlaug að láta heldur að því liggja að hann sé faðir kórónuveirunnar Kóvíd 19, því mundu allir trúa. Við erum viss um að Pompey, eða Pampers, eða hvað hann heitir þessi amríski, sem Guðlaugur, eða Göllen eins og vinir hans kalla hann, þykist alltaf vera að tala við í síma. Þessi kall vestur í Amríku væri miklu tilkippilegri að taka símann, ef honum væri sagt að það væri sjálf Kórónuveiran Kóvíd 19 sem væri á línunni og vildi tala við hann. Við erum enn fremur þess fullviss, að Göllen gæti logið kalldrusluna þarna vesturfrá svo augafulla, að yrði að leggja hana inn vitlausraspítala strax daginn eftir.

 


mbl.is „Norræn samstaða er ómetanleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið frjálsa einkaframtak

piss5Eins og fyrridaginn lætur hið frjálsa framtak Sjálfstæðisflokksins ekki á sér standa á dögum banvænna farsótta. Glæsilegt dæmi um frelsi og einkaframtak er hiklaus framganga Sjálfstæðisflokksmennisins, þegar hann ók á æsilegan hátt fyrir skemmstu, yfir grasivaxnar umferðareyjar borgarinnar á drekkhlaðinni steypubifreið; menn eru sammála um að hann hafi komið bílnum yfir eitthundrað og fimmtíu kílómetra hraða á bestu köflunum. Og nú er þessi vaski maður ásakaður um að hafa lagt eld að drykkjuknæpu; þeir vilja meina að piltur sé áframgengur brennuvargur ofan á óumdeilda ökuhæfileika hans.

Reyndar varð tilraunin til að kynda upp eldsvoða í knæpunni heldur endaslepp, því moldfullur drykkjuraftur koma óforvandis og óvart að eldsumbrotunum og mé samstundis á þá vítisloga, sem áttu að eyða brennivínskránni. Það steindrapst auðvitað í eldinum, en í stað hans steig upp hræðilegur eiturmökkur, sem grandaði nagdýrum milli þilja, sem og köngulóm og dordinglum hússins. Mannfólkið, sem þar var inni, náði að bjarga sér út á fjórum fótum og liggur nú allt í lúnabógu inni á sjúkrihúsi.

Í dag hafa spámenn haft ofan af fyrir sér með því að geta sér til hvar frjálsi einkaframtaksmaðurinn ber niður næst. Jérimíja spámaður kvaðst viss um að næst gripi Sjálfstæðismaðurinn til vopna, langlíklegast sprengiefnis, því hann hefði dreymt til að hann hefði séð eftir bæði ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og Stjórnarráðshúsið eins og geimskip á hraðferð í átt til hymmna. Þeir vita hvað þeir segja, spámennirnir okkar. Já.


mbl.is Maðurinn sem var handtekinn sá sami og stal steypubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband