Leita í fréttum mbl.is

Til umhugunar fyrir læknisfræðiþenkjandi fólk á óvissutímum

perrÉg er nú búinn að hugsa í allan dag um þessa fyrirsögn ,,smitaðist líklega af hurðarhúni", og hefi komist að þeirri niðurstöðu, að hún minni óhuggulega mikið á aðra fyrirsögn, eldri, sem hljóðar svo: ,,Varð ólétt af klósettsetu." Undir kveld varð mér svo hugsað til norðlensku stúlkunnar sem varð vanfær af völdum trekkvinds, hennar dóttir var Guðrún Trekkvindsdóttir og þókti, hvurnig sem á því stóð, ekkert öðruvísi en annað fólk.

Öll þessi umhugsun leiddi svo af sér heimspekilegar íhuganir gamalla meistara. Til dæmis sagði Marteinn barnakennari nemendum sínum frá illum anda sem hefðist við undir grindunum í fjárhúsinu að Karlshamari. En til að halda fjanda þessum í skefjum, sagði Marteinn kennari, að bóndinn á Karlshamri hefði fundið upp svohljóðandi bæn: ,,Faðir vor, þú sem ert undir grindum, varaðu þig nú á hrútunum hyrndum." Inni í Vogum í Reykjavík bjó lengi fjarska lítill og ljótur karl, Jónas að nafni, sem hafði þann kæk að laumast um húsagarða, þá dimmt var orðið, til að gægjast á glugga. Svo varð karltuskan i veikur og bar sig ósköp illa. Hann kvaðst hafa smitast af rúðugleri þar ofar í götunni og væri hann nú að bana kominn sökum sóttar sem lausláta kérlingin hefði smitað rúðuglerið af. Svo dó þessi maður inni í Vogum og eftir því sem næst verður komist fékkst aunginn til að annast um útför hans.

Svo leitaði hugurinn til þeirra ódæma þegar Gvöndur smali frá Felli fullyrti að hann hefði eftir dularfullum leiðum smitast af hjarðsveinasjúkdómi. Vissulega fylltust bændurnir að Felli óhug og létu skera allt sitt fé. Þegar sláturtíðin var afstaðinn, glopraði Gvöndur smali því upp úr sér, að hann hefði ekki smitast af fénu á Felli heldur væri morauði hrúturinn hans Gunnsa á Fjallabaki valdur að sjúkdómnum, sem nú var orðinn svo þrálátur í Gvöndi aumingjanum að ekki varð lengur við unað.  


mbl.is Smitaðist líklega af hurðarhúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband