Leita í fréttum mbl.is

Einn kveðlingur um heimkomu Hallmundar bónda í Húnaþing vestra

Þá loks er Hallmundur í Húnaþingi vestra
heiðraður með sóttkví dag og nótt.
En hymmnasjóli með höndur úr skíra gulli
mun halda honum góðum með mildri léttasótt.

Og hvað er að því þótt kræfur bóndi komi
með krassandi vírus frá sólbakaðri strönd?
Það drepast víst flestir úr einhverju einhvern tíma
og Andskotinn rekur þá glaður heim í sín eignarlönd.

Já Húnaþingsmenn fara halloka nú um stundir
og hallmundargleði þar öll er nú fyrir bí.
Þeir áttu að fornu til frægra kappa að telja, 
- en flökta nú hræddir í úrvinnslusóttarkví.

cat3_1276141.jpg


mbl.is Allir íbúar Húnaþings vestra í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er frábær skáldskapur Jóhannes. Og ég er ekki að grínast. Þú slærð Megasi alveg við. Hefði gaman af að heyra hann flytja þetta kvæði.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2020 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir það. 

Jóhannes Ragnarsson, 21.3.2020 kl. 20:54

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kisinn er líka flottur. Er hann frændi þinn?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2020 kl. 21:30

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei nei, kisinn er ekkert skyldur mér, en hann er náfrændi hans Guðna hérana Th., sem er heimilis- og varðköttur hérna hjá okkur hjónum.

Jóhannes Ragnarsson, 21.3.2020 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband