Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
Var ekki nóg fyrir gullgrafarana í ferðabransanum og braskinu að fá að gramsa í sameiginlegum sjóði allra landsmanna, ríkiskassanum? Ha? Á líka að láta þeim eftir að smygli hingað inn kórónu kóvíði nítján í stórum stíl og margdrepa alla Íslendinga? Það er þó geðugur fjandi hjá þessum mönnum, að vilja ólmir fá að flytja pestargemlinga frá útlöndum í stórum stíl inn í okkar ósnotnu víðerni, hina vorlausu veröld þar sem víðsýnið skín. Upphaf ferðaþjónustu á Íslandi má rekja til Björns heins bónda Haralssonar að Öxl í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi. Hann komst í góðar álnir en endaði samt í mörgum pörtum á Laugarbrekkuþingi að því, að skammsýnum mönnum þókti Björn hafa haft rangt við ferðaþjónustuathöfnum. Það fór sem sé dálítið illa fyrir brautryðjanda Íslands í ferðaþjónustugeiranum.
Og hvernig skal standa á því að þessi nafni minn skuli fá að ganga laus eftir að hafa verið búrtík hjá klausturdónanum víðkunna dr. Sigmundi Davíð. Maður hefði nú ætlað, að embætti búrtíkur hjá slíkum ævintýramanni frá Tortólu, gerði hvurn þann er því starfi gegndi um lengri eða skemmri tíma, að mjög viðsjárverðri persónu og hælismat. Samt má nafni minn eiga það, að í hvurt sinn sem hann heyrist nefndur, rifjast ósjálfrátt upp Jörvagleðin forðum daga að Klaustri. Já, maður sér klausturjúnkana bókstaflega fyrir hugskotssjónum sínum, yrkjandi nokkrum tilteknum kvenpersónum dýrðaróð, raunar dálítið klunnalega orktan á köflum, en gullkornum stráðan. Eitt er víst: Aungvu skáldi í heiminum hefir tekist jafn meistaralega upp og klausturjúnkunum í flóknum yrkingum síðan Einar Benediktsson leið; og heitar og hamslausar ástarjátningar þeirra til nafngreindra, kátra kvenna, minna á Pál Ólafsson og Jónas Hallgrímsson; en þó minna þær oss einkum, og ekki af ástæðulausu, á þýska kvæðabrandinn Hinrik Hæni.Já, elsku vinir, ,,ferðaþjónustan" er ekki af baki dottin, ónei, ónei. Nú ætlar hún sem sé, að krefja ríkið um bætur, fáheyrðar péníngaupphæðir, fyrir öll árin sem ferðaþjónusta á Íslandi hafði lítið að gera og var jafnvel ekki við lýði langtímum saman. Það er sama hugmyndafræðin og gáfaðir útvegsbændur duttu ofan á í sambandi við makrílinn. Þetta er góð teóría, svo langt sem hún nær. En því miður er einn heldur hvimleiður og meinlegur galli fylgifiskur umræddra fræða, en hann er sá, að ástand og menning þjóðarinnar fer undurhratt niður á stig villimanna sé þessari teóríu fylgt í praxís. Að vísu á bótaleiðin, þar með talin títtnefnd hlutabótaleið, sér ákafa talsmenn í röðum nýfrjálshyggjumanna, en þeir vilja, sem kunnugt er, endilega afnema samfélag siðaðra manna og koma öllum á vonarvöl, nema fáum útvöldum siðblindingjum. Það væri óskandi að ferðamennska, ferðabransi og ferðabrask hefðu aldrei orðið til, væri aðeins vondur og ljótur draumur í huga þjóðarinnar. Enda var gamla konan í Brekkukoti sannfærð um, að ferðalög væru undirrót alls hins illa í heiminum, og hún hafði á réttu að standa.
![]() |
Bjarga því sem hægt er að bjarga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2020 | 19:14
Íslendingar geta ekki lengur trassað að taka til hjá sér
Mikill þó hörmungarsöfnuður er þessi ríkisstjórnarnefna Íslands. Það ætti ekki að vera hægt að bjóða siðuðu fólki upp á svona ófögnuð. Þetta ríkisstjórnarræxni er svo sem fullgott handa þeim ósiðuðu og gerspilltu, enda er þetta þeirra ríkisstjórn, skipuðu persónuleysum úr þeirra röðum. Til dæmis er það til marks um hverskonar dandalalýður hefir tekið stjórnarráðið í gíslingu, að þau hafa opnað ríkissjóð upp á gátt og boðið atvinnurekendaslektinu að fara sínum skítugu lúkum um péníngaseðlastæðurnar þar og hremma til sín það sem hver og einn getur borið út á sjálfum sér af bankaseðlum.
Í dag hélt ríkisstjórnarnefnan sýningu á sjálfri sér. Þetta átti að vera skrautsýning fyrir það stóð, sem gerir þessa bölvaða stjórnarboru út. Það markverðast, sem gerist á sýningunni, var hið frábæra sniðugheitaútspil forsætisráðherra, sem slettist mjög til í tilefni dagsins, þegar hún spurði humarbarbíið með hvítvínssullið hvar Björn Ingi væri. Hvað þessi fávísa kjánaspurning forsætisráðherra á að þýða veit aunginn, en einhver góðviljaður maður bar í bætifláka fyrir efrimillistéttarfémínístann í forsætisráðuneytinu, að hún viti nú hvað hún syngur hún Katrín, lengra var heldur ekki hægt að ganga rökstuðningi við hinn sérkennilega málflutning um Björn Inga.
Já, ríkisstjórnarnefnan, sem hann Stenngrímur stofnaði til, að undirlagi Swabbófjölskyldunnar og gömlu frú Ingadóttur, með Bjarnaben og Framsóknarmaddömunni og öðrum nýfrjálshyggjuskríl, líkist aungvu öðru fremur en gluggalausri sveitarbaðstofu, frá þar síðustu aldamótum, með hóstandi hreppsómaga í flatsæng á skítugu gólfi. Ég held, svei mér þá, að nú sé nóg komið og ekki verði lengur undan því komist fyrir Íslendinga að taka rækilega til í stjórnmálum landsins. Það verður að opna alla glugga og flæma þennan vonlausa og menningarsnauða nagdýra- og púkafans úr húsi og leiða í hans stað sannan byltingaranda til öndvegis. Núverandi stjórnmálaflokka verður að leggja niður, alla sem einn, og banna með lögum allar tilfæringar til að endurreisa þau skítabæli. Framsóknarmaddaman verður að sjálfsögðu dysjuð í sínum eigin fjóshaug en íhaldsfólin verði rekin á fjöll, þar sem þau geta hafst með með melrökkum og fjallagrösum. Eigendum hinna flokkanna verði síðan fengið hæli á viðeigandi stofnunum.
![]() |
Við munum fara hægt af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2020 | 22:24
Dylgjur og hálfkveðnar vísur í garð einstaks sæmdarmanns
Miðað við fyrirsögn þessarar fréttar, já, og innihald hennar, er aungvu líkara en að verið sé að gefa í skyn, að Manni bæjarstjóri í Kópó sé svo illa augafullur þessa dagana, að hann hafi hvorki fótavist né geti talið vegna ofnautnar á víni. Við sem betur vitum kunnum illa við svona þóþverradylgjur og hálfkveðnar vísur, því eitt af fáu, sem við vitum fyrir víst, er að Manni er stakur bind-ind-ind-indismaður, sem aldregi hefir látið áfengan drukk innfyrir sínar varir, hvað þá ólögleg eiturefni.
Hinsvegar hefði höfundur fréttar mátt láta þess getið, sem satt er, að Manni hafi bara aungvann áhuga á að eyða orðum að Amríku-Vidda eða Bandaríkja-Solveigu, af því honum finnst þau hundleiðinleg og nautheimsk. Það er skoðannafrelsi á Íslandi, - eða er það ekki? - og umrædd skoðun Manna á nefndum persónum er alveg jafn rétthá öðrum skoðunum, ekki síst skoðunum Vidda og Solveigar á Manna.
Í kveld sat Manni fund í Stórstúkureglu Kópavogs, tók þar til máls og létu fundarmenn vel af ræðu hans. Ef Manni væri drykkjurútur hefði honum alls ekki verið hleyp inn á stórstúkufund annálaðra góðtemplara. Við þurfum ekki heldur að ómaka okkur á því að leiða hugann að því hvað gerst hefði, en Manni hefði skjögrað dauðadrukkinn í pontu og farið að þvogla þar og þrugla einhverja bannsetta vitleysu. Honum hefði auðvitað verið sparkað öfugum úr húsi og bernnivínsflöskunni kastað tómri á eftir honum. Einfalt mál. Nei nei, við skulum alveg láta vera að dylgja og bendla góðan dreng, stórtemplar og Sjálfstæðisflokksmann, við óreglu af því tagi sem rónar og illræðismenn eru frægir fyrir. Ég legg til að viðkomandi blaðamaður skrifi þessa frétt upp á nýtt og geri veg Manna sem sléttastan og bestan, hrósi honum fyrir staðfestu og allsgáð líferni, og muni sérstaklega eftir að bendla þau Vidda og Solveigu við Stalín, gefa helst í skyn, að þau geymi þann kall sprelllifandi heima hjá sér o.s.frv.
![]() |
Ekki hægt að ræða við bæjarstjórann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2020 | 20:41
Sannlega eru þeir saurlífissinnaðir drykkjuhundar og þorparar
Já, þeir hafa lengi verið helvítis drykkjuhundar þarna í Noregi og saurlífissinnaðir. Það var til dæmis aungin tilviljun, að hluti forfeðra oss Íslendinga tóku sig upp á sínum tíma og yfirgáfu þessa hræðilegu þjóð fyrir fullt og allt. Það var þarna í Noregi, sem minnstu munaði að vér vinirnir og skipsfélagar værum handteknir og settir í steininn. Að vísu lokuðu norskir lögregluþjónar einn okkar inni fyrir að syngja fáránlega klámstöku fyrir þá á skandinavísku, en það er önnur saga.
Þegar norsk saurlifnaðarmenni ber á góma minnist ætíð fulla karlsins á bílnum, sem sagði okkur í óspurðum fréttum af fjölskylduógæfu sinni. Hann hafði gert sér hægt um vik og stungið undan syni sínum; karlskrattinn fór sem sé að sænga með tengdadótturinni. Þetta athæfi karlsins var tekið óstinnt upp af nærsamfélagi hans og fjölskyldan lagði megna fæð á karl og útskúfaði honum úr hinni siðprúðu stórfjölskyldu. Því miður grennsluðumst þýfðum við bölvaðan þorparann ekki um afdrif tengdadótturinnar, sé sjálfs sonarins, sem pápi gamli stakk svo hressilega undan með fyrrgreindum afleiðingum fyrir hann.
Í Egersundi, sem er einn brennivínsþrútinn nárass, lá við borð að yfirvöldin í þeim stað höfðuðu sakamál á hendur oss með sýslumanni á rauðum kjól og með flugbeitta öxi í hendi. Vér vórum nefnilega sakaðir um skipsrán og svívirðilega framgöngu við eignir norska landhersins, auk gruns lögreglunnar um ölvun og óspektir á götum Egersunds nýliðna nótt. Upp á hól, skammt frá hafnarmynninu, stóð heljarmikið fallstykki, klætt í segl. Seglið hafði verið fjarlægt og landvarnarfallbyssa Noregs skilin eftir berrössuð eins og vændiskona á hólnum. Enn fremur hafði skúrræxni aftan við fallstykkið verið brotið upp og höfðu húsbrotsmenn bersýnilega verið að leita að skotum til að hlaða með fallbyssuna til að skjóta úr henni af tærri mannvonsku upp í staðinn. Hinir norsku löggæslumenn urðu mjög reiðir þegar þeim loks skildist að vér allir mundum harð- og þverneita öllum sakargiftum. Svo stauluðust þessir borðalögðu þrælmenni frá borði, en vér leystum landfestar og sigldum, sem leið lá, beint til hafs.
![]() |
Ósló skrúfar frá áfenginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2020 | 18:58
Maðkurinn í mysu jómfrú Drífu Snædal
Það er víst heldur fáum, sem dettur gamansemi og heilbrigður léttleiki í hug þegar þeir heyra jómfrú Drífu Snædal nefnda. Reyndar ber flestum, ef ekki öllum, saman um, að jómfrú Drífa sé hundleiðinlegt merkikerti, sem hugsi fyrst og fremst um ferilskrána sína áður en henni dettur annað fólk í hug og hagsmunir þess. Nú, jómfrú Snædal er svo sem á pari aðrar leiðindaskjóður og undanrennuspjátrunga í VG, enda samdauna þessum djásnum og langmaríneruð í forarvilpu Steingríms og Swabbófjölskyldunnar.
En nú er uppi typpið á efrimillistéttarfémínístunum í hinni nýju verkalýðsforustu, því þetta lið virðist hafa tekið að sér að verja ríkissjóð fyrir þjófum og ræningjum úr stétt atvinnurekenda. Fyrir skemmstu barst frú Snædal heljarins mikill liðsauki úr aðstoðarmannahjörð Katrínar forsætisráðherra. Þennan ekkisins liðsauka, ef liðsauka skildi kalla, gjörði jómfrú Drífa að framkvæmdastjóra ASÍ án auglýsingar. Þessi frækni liðsauki, sem aldrei hafði áður sýnt af sér að vera verkalýðssinnaður, hefir sveimað milli ráðuneyta, sem VG hefir tekið að sér, ugglaust á góðum launum, þrátt fyrir að hafa aldrei gert nokkurt einasta gagn svo vitað sé. Út af þessum auglýsingarlausa framkvæmdastjóra úr ráðgjafahjörð Katrínar Jakobs sagði fólk sig úr miðstjórn ASÍ, meðal annars baráttjaxlinn Villi Birgis á Akranesi.
En mest er um vert, að vel viðrar hjá efrimillistéttarfémínístunum, sem lagt hafa verkalýðsforustuna undir sig til dólgafémínískra athafna; hjá þeim er vissulega vor í lofti og búandkarlar þeirra komnir út á tún með ljái sín og brýni og farnir að slá. Þetta er allt gott og blessað, nema hvað helvítis maðkurinn í mysunni hjá jómfrú Drífu Snædal er farinn að verða full sýnilegur með úlfseyru sín og svikahala. Því er við að bæta, að maðkurinn atarna er alveg jafn hundleiðinlegur og með nasirnar upp í loft eins og efrimillistéttarfémínístarnir, eigendur hans.
![]() |
Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2020 | 21:44
Fátt er betra en hjartanleg Þórðargleði
Ö-hö-hö-hö-hö-hööö, það setur að manni sanna Þórðargleði að hlusta á kveinastafi svokallaðra hotéleigenda, ö-hö-hö-hö. Þetta bítur þá í bévítis rassana eins og karma fyrir allt þrælahaldið. Mér er sagt að hotélfurstarnir hafi fengið þræla í gámum frá starfsmannaleigum að utan og hafi notað þá eftir þörfum. Og í þokkabót hafi þeir jafnvel staðið sig ver en sægreifarnir að borga til samfélagsins. Hið náttúrlega réttlætislögmál lætur nú ekki svona stekkjastaura spila með sig. Oooo-ho-ho-ho-hojjj.
Á einni hotélholunni úti á landi tóku þrælarnir sig saman, þeir voru víst einhversstaðar frá Suðurevrópu og Saudi Arabíju, lögðu höndur á þrælahöfðingjann, íslenskan framtaksmann, og köstuðu honum út í nálæga tjörn. Það munaði víst litlu að karlskepnan drukknaði þarna í tjörninni og var hún þó ekki nema tuttugu sentímétra djúp þar sem hún var dýpst. Þetta var nú allt gott og blessað, nema hvað kona þrælahaldarans varð skúffuð yfir því að karlinn hefði skriðið lifandi upp úr tjörninni. Hún er nefnilega þrælahaldari líka og var farin að halda dulítið við einn Arabíjustrákin.
En nú hefir karmalögmálið greitt hotélaskröggunum feikna högg, svo níðþungt, að þjóhnapparnir fuku af einum þeirra alla leið suður til Blálands. Það var víst sjón að sjá kall kjaga um rasslausan á eftir. Ohh-ho-ho, hæ. Nú þykjast hotélstjórarnir ætla að lokka Íslendinga til sín í gistingu, fyrst útlendingarnir eru horfnir. Það verðu eflaust gaman að sjá þegar íslensku gestirnir yfirtaka hotélkotin með drykkjulátum, slagsmálum og kvennafari; þá held ég verði eins gott fyrir kérlíngarnar í sveitinni að fela sig vel, því íslenskir ferðagraddar eru verst menn og sjást aldregi fyrir þegar þeir eru komir í glas, búnir að bretta upp ermarnar og komnir úr nærbuxunum. Mikið óskaplega held ég að þetta verði skemmtilegt. O-hohh-hoj.
![]() |
Höggið mikið en treysta á Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2020 | 20:09
Verður blásið til alþýðubyltingar, eða mun Efling liggja eins og dauð rolla í svaðinu?
Ógurlega held ég sé erfitt að vera framsóknarþurs svona yfirleitt. Sona framsóknarþursar eru geymdir í gryfju við hliðina á bæli gömlu Framsóknarmaddömunnar í hlöðunni við Framsóknarfjósið. Fýlan þar inni er ólýsanlega ill og eitruð. Eftir þörfum eru framsóknarþursarnir hífðir upp úr gryfjunni og hleypt út til að vinna auðvaldinu gagn, enda hlaupa þessar skepnur einlægt til hægri, hring eftir hring.
Nú hefir einn af verstu hrímþursunum úr gryfju Maddömunnar verið settur sem ráðsmaður í Framsóknarfjósinu. Fyrir nú utan að vera afburðaleiðinlegur má ganga það því vísu að aungvu orði er trúandi sem út úr hans munni vellur. Þegar karlþursinn kjamsar á því að lög á verkfall Eflingar hafi ekki verið rætt, tafsar hann á því í leiðinni að hann hafi nefnt það einusinni, og má af honum skilja, að hann hafi sagt þetta fyrir langalöngu, ekki fyrir mörgum vikum heldur mörgum öldum. En svona er nú framsóknarmennskan, eins og hún er kokkuð upp í bæli gömlu Framsóknarmaddömunnar.
Þeir sem skilja undirferli og fláttskap framsóknarmállýskunnar vita fullvel að þessi ræðuhöld ráðsmanns Maddömunnar þýða ofur einfaldlega, að hrímþursinn er æfur af bræði út í Eflingarfólk og að hann þráir ekkert heitar en að setja lög á þetta láglaunalið, sem dirfist að standa uppi í hárinu á auðvaldsblesum ríkisstjórnarinnar. Ennfremur: Að það verði sett lög á verkfallið innan nokkurra daga ef Efling aflýsir því ekki án tafar. Ef þessi mannýgi framsóknartarfur fær sitt fram, ásamt Bjarnaben og Katrínu Stenngrimms, verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í kjölfarið. Verður blásið til alþýðubyltingar framsóknarhrímþursum ríkisstjórnarinnar steypt af stól, eða munu Solveig og Amríku-Viddi lalla heim leiðandi Gunnsa Smára á milli sín og skottin fastklemmd milli lappanna?
![]() |
Ekki boðlegt að bjóða börnunum upp á verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2020 | 17:49
Gríðarleg tækifæri og áskoranir með samlegðaráhrifum í Laxá
Skal nú aungvann undra þótt Laxárfélagið hafi hætt með Laxá, því þar hefir fjandkornið ekki fengist bein úr vatni í mörg mörg herrans ár, fyrir utan slæðing af illfiski á borð við marhnúta og þessháttar dót. Ástæðan fyrir gríðarlegu tregfiskiríi í Laxá er ekki ofveiði, sem slík, heldur draugagangur. Eitt vorið urðu menn varir við að nykur var kominn í ánna og farinn að éta upp laxinn í bestu hyljunum. Einhver durgurinn kom með byssuhólk og skaut á nykurinn, en það dugði nú lítið, því nykurinn gekk bara á land og hafði endaskipti á byssumanninum og skildi aðeins eftir helminginn af karlinum, hinn helminginn át nykurinn.
Um draugaganginn í Laxá er það að segja, að hann sýndi sig helst í því, að einhver kom aftan að veiðimönnunum, sennilega vofa eða uppvakningur, og hrinti þeim út í ána. Við þessar aðfarir drukknuðu sumir, en hinir, sem komust upp úr, misstu vitið. Þannig var ástandið orðir þegar yfir lauk og því sjálfhætt fyrir Laxárfélagið að hafa fyrir því að vera með þessa ólukkans sprænu á sínum vegum. Enda var félagið orðið fámennt eftir öll afföllin af félagatölunni.
En eins manns dauði er annars brauð. Náttúrlega. Því þó svo að Laxárfélagið hafi dagað uppi, ef svo má að orði komast, þá kemur félag í stað félags. Nú hefir það sem sé orðið að ráði, að Félag botnvörpueigenda taki Laxá traustataki og nytji hana með veiðarfærum sem ættu að duga. Þeir ætla með botnvörpu í Laxá í sumar og hyggja gott til glóðarinnar. Með dráttarvélar á sinn hvorum bakkanum munu þeir draga botnvörpuna millum sín, upp og niður ána. Ekki dregur úr veiðivonum botnvörpunga, að talið er að stórar torfur þorsks hafi hlaupið upp í Laxá í aprílbyrjun til hrygningar. Fari allt að óskum, munu skapast mörg tækifæri og gríðarleg í Laxá á næstu árum, því til stendur að sleppa ýsuseiðum í milljonatali í Laxá í haust, sem munu skila sér upp í ána í soðningarstærð eftir þrjú fjögur ár.
![]() |
Hætta með Laxá í Aðaldal eftir áttatíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2020 | 13:09
Og Kjöríssfraukan urrar framan í Eflingarfólin
Nú, ekki er um annað að ræða en að loka sjoppunum fyrst Kjöríssfraukan í Hvergerði brúkar bara kjaft og útúrsnúninga og Manni í Kópavogi hefir misst heyrn bæði og mál. Þetta er svo sem allt í lagi, það er hvort eð er komið vor og krakkarnir hafa aungvann áhuga á að vera lokuð allan daginn inni í skólastofu og læra ekki neitt. Þannig er nú það. En þetta er ekki gott með hann Manna, að hafa orðið daufdumbur sona allt í einu á ögurstund þegar skúringakonurnar eru um það bil að loka skólunum í Kópavogi. Sennilega veðrur Manni rekinn úr Sjálfstæðisflokknum fyrir vikið og dæmdur til að ganga til talmeinafræðings og að því búnu að sækja nokkrar annir í málaskólanum Mími til að vita hvort ekki sé hægt að kenna honum að tala aftur.
Áðan heyrði ég að verið vara að tala við Amríkufólkið á Eflingarkontórnum og þar var aungvann bilbug að finna fyrir hönd skola-skúringakvenna í Kópavogi. Þetta fólk er búið að venja sig á að tala með þeim hætti, að jafnvel svæsnustu öskuröpum Sjálfstæðisflokksins rennur kalt vatn milli skins og hörunds. Og einn lítinn Sjálfstæðismann rakst ég á fyrir skemmstu, sem skrækti eins og stunginn grís af ofsahræðslu við Eflingarfólin. Sá piltur er þess fullviss að Amríku-Viddi og Solveig séu stórhættulegt fólk. Og hvað vilja felmstfullir Sjálfstæðismenn gjöra við stórhættulegt fólk?
En nú að öðru. Vita lesendur hvaða núverandi alþingismaður kukkaði oftar en einusinni bak við barna-skolann sem hann gekk í? Ég er ekki viss um að þið vitið það. Svo er það spurning hvað verði um skólahald í Kópavogi í framtíðinni, fyrst Kjöríssfraukan vill ekki semja við lægst launaða fólkið, og Manni, kallgreyið, orðinn svona algerlega mállaus og heyrnarlaus. Það er hætt við barnafræðsla leggist alfarið af í Kópavogi, kannski alfarið og til frambúðar. Ugglaust gæti það orðið til farsældar, ef rétt er á málum haldið. Það hljóta að felast gríðarleg tækifæri og áskorun í að afleggja barnafræðslu; það sparar pééénííínga til lengri tíma litið. Um þetta verða Kjöríssfraukan og Manni að eiga gott samtal, að sjálfsögðu með hjálp táknmálstúlks, þar sem Manni er frekar illa fyrirkallaður til samtala þessi dægrin.
![]() |
Grunnskólum og leikskólum lokað á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2020 | 20:28
Mannaskoli og Hafstones skolastjori
Þá eru þau Solveig og Amríku-Viddi enn og aftur komin í hár saman við bæjarstjóranefnurnar kríngum Reykjavík. Það held ég sé bara gott mál og göfugt. Umræddir bæjarstjórar, jafn illa launaðir sem þeir eru, eru í stökust vandræðum og eiga þá ósk heitasta, að þeirra ástkæri Bjarniben og hún Katrín litla, sem sumir eru farnir að kalla Strengja-Kötu, setji lög á Solveigu og Amríku-Vidda, sem banni þau alveg og að öllu leyti. Er einhver hemja, að ein rjómaísfrauka úr Hverigerði, sem aukinheldur er sveitarstjóri þar á bæ, með skitnar tvær milljonir á mánuði, þurfi að skaprauna sér vegna einhverra lúsera á lúsalaunum hjá Hverigerðisbæ, sem ætla í verkfall á morgun að undirlagi kommónísta eins og Solveigar og Amríku-Vidda?
Eða hann Manni í Kópavogi, karlanginn svorni, sem hefir bara hálft atkvæði í þingkosningum. Hann þarf, með sínar stinnar tvær milljonir á mánuði, að horfa upp á óþekkt hálfatkvæði á 200 þúsundum á mánuði, leggja niður vinnu og gera kröfur til annarra. Þetta er bara hneyksli og hneisa. Vill þetta fólk ekki rýja Manna, strákgreyið, inn að skinni og láta hann hlaupa um götur Kópavogs á nærbuxunum einum fata?
Í fréttinni um þessi ótrúlegu ósköp, svarragang Solveigar og reiðiköst sjálfstæðishetjunnar í Hverigerði, kemur líka fram, að Hafstones skola-stjóri í Salaskola í Kópavogi, sé lagstur í rúmið vegna framferðis Solveigar og skúringakérlinga við Salaskolann. Í stað þess að skríða undir sæng, sem einn blauður kettlingur, eða jafnvel undir rúm eins og enn huglausari rakki, ætti hann að slá á létta strengi og láta þau boð út ganga, að hann hafi í hyggju að nefna Salaskola upp á nýtt og láta hann eftirleiðis heita Hvalaskóla, Galaskóla eða bara Mannaskola. Svo mundu allir misskilja nafnið ,,Mannaskoli" og Hafstones yrði úthrópaður. En í öllum látunum mundu skúringakonurnar gleyma verkfallinu og málið væri leyst, á undur ljúflegan máta.
![]() |
Ömurlegt að þurfa að standa í þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
-
Níels A. Ársælsson.
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Þórbergur Torfason
-
Guðfríður Lilja
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Grétar Mar Jónsson
-
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Þorvaldur Þorvaldsson
-
Rauður vettvangur
-
Björgvin R. Leifsson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Einar Ólafsson
-
Baldur Hermannsson
-
Dætur og synir Íslands.
-
hilmar jónsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Þórdís Bára Hannesdóttir
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Heiða Þórðar
-
Helgi Guðmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Reynir Andri
-
Rúnar Karvel Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Auðun Gíslason
-
Jón Snæbjörnsson
-
Rannveig H
-
Magnús Jónsson
-
Steingrímur Helgason
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ársæll Níelsson
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Fríða Eyland
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Ólafur Þórðarson
-
Eygló Sara
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Þorsteinn Briem
-
Ester Júlía
-
Svava frá Strandbergi
-
Björn Grétar Sveinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Sigurbjörn Friðriksson
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Jakob Jörunds Jónsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Jóhann Elíasson
-
Óskar Arnórsson
-
Bergur Thorberg
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Eyjólfur Jónsson
-
gudni.is
-
Sigurður Sigurðsson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Guðni Ólason
-
ThoR-E
-
Arnar Guðmundsson
-
Þór Jóhannesson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Himmalingur
-
Guðjón Baldursson
-
halkatla
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Einar Sigurjón Oddsson
-
Haukur Nikulásson
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Heiða
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
-
Steingrímur Ólafsson
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Landrover
-
Valla
-
Vilmundur Aðalsteinn Árnason
-
Vefritid
-
Sigríður B Sigurðardóttir
-
Ónefnd
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þórarinn Eldjárn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Hlédís
-
Einar B Bragason
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Árni Karl Ellertsson
-
Hamarinn
-
Hamarinn
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Jack Daniel's
-
Jón Bjarnason
-
Kristján Jón Sveinbjörnsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Linda
-
Rauða Ljónið
-
Sigurður Haraldsson
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 1545575
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007