Leita í fréttum mbl.is

Sérhannaði passísálmurinn fyrir hann Stengrím okkar hérna frá Gunnarsstöðum

Jæja, það fór þá aldrei svo að ,,félagi" Stengímur tæki sig ekki til og skálmaði eins og úlfurinn í sauðargærunni uppí predikunarstólinn í Grafarvogskyrkju og þrumaði yfir lýðnum uppúr sjálfum Passíusálmunun hans Hallgríms sáluga Péturssonar. Samkvæmt mbl.is  ku Stengrímur ætla að djöfla fyrsta  sálminum uppá guðsgeldingana í Grafarvogi. Afturámóti væri mun geðslegra fyrir Stengrim okkar að lesa sálminn úr passíunni Hallgríms sem sérhannaður fyrir ,,sósíalistann" frá Gunnarsstöðum um ræfilstuskua hann Júdas:

Sja hér, hve illan enda

ódyggð og svikin fá:

Júdasar líkar lenda 

leiksbróður sínum hjá;

Andskotinn íllskuflár

enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna,

sem fara með fals os dár.


mbl.is Steingrímur J. les fyrsta Passíusálminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlega ranglát verðlaunveiting

cigo_1065969.jpgÞað muna kanske einhverjir stálminnugir menn eftir þegar hundfjandinn Tryggur réðist á húsbónda sinn og beit hann í hnésbæturnar af því honum líkaði ekki við verðlaunin sem húsbóndinn veitti honum fyrir vel unnin störf að saauðfjársmölun.

Eða þegar Kolbeinn Kolbeinsson, skrifstofustjóri, kom augafullur heim rétt fyrir hádegi á laugardag. Hann var ekki fyrr búinn að lauma öðrum fætinum inn fyrir útidyraþröskuldinn þegar frú Ingveldur rak honum þvílíkt bylmingshögg á ranann með tuttugu og tveggja tommu flatskjá að Kolbeinn kastaðist úti blómabeð.

Svo eru aðrar verðlaunaveitingar veittar í þeim fróma tilgangi að gera lítið út verðlaunahafanum, eða höfunum ef um fleiri en einn er að ræða. En það er víst best að tala sem minnst um það.

Nú, svo eru þeir víst farnir að verðlauna kennara, sem láta eftir sér að klæmast dulítið opinberlega, með áminningu. Og sýnist víst sitt hvejum um það uppátæki.

En eitthvað finnst mér það dularfullt að DV skuli veita ,,menningarverðlaun" í ljósi þess að DV er hvað þekktast fyrir lágmenningu. Þar af leiðir að (lág) ,,menningarverðlaun" DV hjóta að vera því sem næst andstæðan við raunveruleg menningarverðlaun. Það hlýtur því að vera afskaplega gruggug vegsemd að vera heiraður af DV í nafni menningar. 


mbl.is Herdís fékk heiðursverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlát í óvirðulegum stað

kol3.jpgDásamlegt, dásamlegt, sagði karlinn þegar hann datt í fjóshauginn.

Í það skipti var karlinn dreginn uppúr haugnum og verkaður. En næst þegar umræddur karl féll endilagur í fjóshauginn var enginn nær þannig að karlinn fórst í mykjunni við lítin, eða öllu heldur engann, orðstýr. Þegar prestinum þóknaðist að jarðsyngja þennan volaða skítagemling lét hann þess getið í líkræðunni að hinn framliðni hefði verið best geymdur til eilífðar í þeim stað sem hann andaðist. Og ennfremur: að það væri viss óvirðing í því fólgin að draga þessa líka skepnu fram fyrir auglit Drottins í sjálfum Helgidómi Hans.

,,Gamla konan sem dó. Hún pissaði á vegginn og veggurinn hló. Gamla konan sem dó."

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalmennið og gatið á sænginni

aold1Gamalmennið klóraði í sængina þar til að kom gat á hana og fiðrið þyrlaðist út. Þá hló gamalmennið og dró upp ákavítisflöskuna, sem það geymdi ævinlega milli læra sér, og saup valdsmannslega á. Svona var nú skemmtilegt að vera orðinn eldri borgari með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Svo sló hann hranalega á sængina svo fjaðrirnar sem þeyttust útum gatið minntu á öflug öskugos úr eldfjalli. Nú skulum við sjá hvað Morgunblaðið segir um efnahagsástandið, kvakaði gamalmennið fjálglega útum tannlausan munninn og fýldi grön um leið og það hóf lesturinn. Að lestri loknum kastaði gamalmennið blaðinu útum opin gluggann og fékk sér meira ákavíti og dæsti við.

Þegar starfsstúlkan á elliheimilinu kom inní herbergi gamalmennisins, til að segja því að kvöldmaturinn væri tilbúinn, rak hana í rogastans yfir útganginum þar inni og ásigkomulagi gamalmennisins. -Komdu hérna undir sængina til mín, skipaði gamalmennið stúlkunni höstugum rómi. -Til hveeers, spurði hún á móti, gjörsamlega ráðþrota. - Hvað er að heyra? æpti gamalmennið. - Þykistu ekki vita til hvers eitt gamalmenni vill fá blóðríkan kvenmannsbelg uppí til sín! Þá lét starfsstúlkan af öllu andófi og hlýddi gamalmenninu þar til allt var fullkomnað.

Daginn eftir rak öldrunarforstjórinn gamalmennið burt af elliheimilinu með skömm og bað það aldreigi þrífast, fremur en önnur gerpi af sama tagi. 


mbl.is Nýi forsætisráðherrann er 84 ára gamall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekkleg frétt af leiðinlegu fólki

dog1_1065092.jpgKerlingarpútan sat á þúfu og kumraði illilega ofaní hálsmálið. Það var vond lykt af henni og hún hnykklaði magavöðvana af djúpri fyrirlitningu. Og þrátt fyrir að kláði sækti á hana, ekki síst milli rassakinnana, lét hún sér fátt um finnast og blés ólundarlega útum annað munnvikið. Ung hafði hún farið að nota neftóbak, innan við fermingu, og saug margar stórar hrúgur af því uppí vit sér á hverjum degi. Hún sló frá sér með annarri hendinni eins og hún væri að banda frá sér ósýnilegum djöfli og sagði einhverjum sem hvergi var nær til helvítis.

Svo stóð hún silalega upp og fór að mjakast heim á leið. Inni í húsinu beið Ingimundur bóndi hennar, brúnaþungur, andlitið eins og kartafla á litinn, enn í augum hans brann eftirvæntingarfullur lostaglampi. Á eldavélinni rauk úr potti. Á veggnum á móti eldavélinni hékk mynd af fólki í ástaratlotum, og gólfinu, beint fyrir neðan myndina, lá tíkin Búra og tannaði á sér skottið.

Þegar kerlingarpútan gekk í bæinn tók bóndinn á móti henni ástúðlega og leiddi hana til hjónarúms. Þegar tíkin Búra varð þess var að hjúin sem áttu hana voru komin á fulla ferð hnerraði hún hastarlega og hljóp ýlfrandi út. Það er ýmislegt, hugsaði hún þegar hún var sest niður úti á bæjarhólnum, sem ekki svo ósmekklegt að ekki er hundi bjóðandi, hvað þá lúsugri tík með exemskán á báðum eyrum.


mbl.is Annar stór skjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ekkrt miðað við það sem Ólafur trésmiður lenti í

naut1.jpgÞað getur varla talist til tíðinda þó ein leikkonugála sitji fyrir berrössuð með ljóni sem búið er að stútfylla af díazepami.

Þá var meira bragð af þegar Ólafur trésmiður lét binda sig alsnakin fastan við staur á vatnsbakka þar sem mývargurinn réði ríkjum. Ólafur ætlaði nefnilega að sanna fyrir lærlingum sínum að vel væri hægt að vinna við trésmíðar þrátt fyrir að krökkt væri af mýflugum á svæðinu. Þegar búið var að binda Ólafs fóru lærlingarnir inní vinnuskúrinn til að éta hádegismatinn sinn.

Um það bil tuttugu mínútum eftir að lærlingarnir voru sestir að mat sínum barst þeim til eyrna hræðileg og gegnumnístandi sársaukahrygla sem greinilega var ættuð úr barka hins hugdjarfa húsbónda þeirra. Piltarnir stukku upp felmtraðir og ruku til dyra. Og sjá, þar blasti við augum þeirra Ólafur trésmiður, meistari þeirra, alsnakin sem fyrr, bundin við staur og með hroðalega grettu á andlitinu og augun við að springa útúr tóftunum, en á sjálfu karlmennskustolti hans hékk rauður bolakálfur og tottaði ákaft eins og hann væri hreinlega að drepast úr þorsta, enda var heitt í veðri og sólim skein í hádegisstað.

Eftir þessa óvæntu lífsreynslu hefur Ólafur trésmiður hatað gjörvallt kúakynið og bregst ætíð reiður við sé honum boðin nautasteik. Hann er og grunaður um að hafa skotið nautgripi af færi til bana með öflugum riffli, en það hefur auðvitað aldrei tekist að sanna þa á hann.


mbl.is Dunst nakin með ljóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógæfan hófst þegar hún var kosin ungfrú Seltjarnarnes

drunk2_1064291.jpgAumingja blessað barnið að lenda í þessum ósköpum. Og hvernig ætli fjölskyldu hennar líði með þetta ? Svonalagað er hreint og beint hræðileg uppákoma sem óhjákvæmilega dregur ljótan dilk á eftir sér.

Frú Ingveldur var á sínum tíma kjörin ungfrú Seltjarnarnes og allir vita hvernig fór fyrir henni. Nú situr hún uppi með drykkfelldan og bersyndugan eiginmann og neyðist til að taka stundum þátt í svalli hans og svínaríi. Nú síðast á þriðjudagskvöldið kom frú Ingveldur að manni sínum í miður þokkalegu ástandi í bílskúr þeirra hjóna þar sem hann var að pukrast með Indriða handreði og frægri gálu sem þeir höfðu lokkað með sér í bílskúrinn.


mbl.is Kosin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksvanskapningur og fúlnuð undanrenna

flokkseigendur_786424.jpgLítið leggst fyrir mikin meirihluta meintra kjósenda VG, sem þykist vera allra flokka lengst til vinstri á Íslandi, ef rétt er að þeir séu ólmir í velta byrðum Icesave-glæpsins yfir á herðar íslenskrar alþýðu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að VG er aðeins fúlnuð undanrenna miðað við þann sósíalisma sem forverar þessa auma flokks stunduðu lengst af.

Að breytast úr ,,róttækasta vinstriflokki" landsins í aumkunarvert auðvaldsþý er vægast sagt ömurlegt hlutskipti og bendir til þess að tímabært sé að leggja þennan flokksvanskapning af.


mbl.is Meirihluti segist styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir kalla innlenda málaliða ESB ,,hinn íslenska landher."

civ2.jpgHer sá er Júróbarómetið framkvæmdastjórnar ESB á við í þessari yndislegu frétt er hin frækna sveit manna sem hér hefur undanfarin ár starfað að því koma Íslandi inní ESB með góðu eða illa. Eins og gefur að skilja er þessi hersveit málaliða ESB afar illa þokkuð af landsmönnum, sem bera svona álíka mikið traust til hennar og íbúar Líbýu til Gaddafa og Egyptar til Múbarrakks gamla. Og sannast hér enn eina ferðina orð ráðgjafa dankonungs í Brekkukotsannáli: ,,Þó sjóherinn sé aumur þá er landherinn aumari,"

Enda getur enginn Íslendingur valið sér aumara hlutskipti en að krefjast þess að alþýða landsins verði látin borga Icesave og þjóðin verði innlimuð í auðvaldsríki Stór-Þýskalands, ESB. Slík endemi hljóma eins og lágkúruleg landssala og föðurlandssvik. En hersveit ESB á Íslandi lætur öll aðvörunarorð eins og vind um eyru þjóta og heldur áfram að ,,selja land og grafa bein" á sama hátt og úrkynjuð borgarastétt Íslands gerði sig seka um eftir seinna stríð og sagt er frá í Atómstöðinni.

Enn er allt á huldu um hvort óbótamönnum tekst að selja íslensku þjóðina í hendur kapítalistanna í Evrópu eins og þeim tókst að djöfla okkur fyrir rúmum sextíu árum undir ægivald hinnar blóðidrifnu hernaðarmaskínu vestrænna bófa, NATO. Þó hygg ég, að eftirmæli sögunnar um fjandskap ESB- og Natodindla við sjálfstæði Íslands og fullveldi muni öll á þá leið að þar hafi farið skepnur af því tagi sem dýraríkið hafnar einarðlega í bak og fyrir.


mbl.is 26% treysta íslenska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn samnorræni sænski auðvaldsgráni.

kol_1063155.jpgNújá. Gaman að hinn samnorræni sænski auvaldsgráni, Zachrison blaðamaður, skuli reyna að hefna fyrir ófarir Jónanns Haukssonar á Bessatöðum í gær með því að grenja upp einhvern veraldaþvætting gegn félaga Ólafi Ragnari. Auðvitað svíður mönnum eins og herra Zachrison þegar bróðir hans í blaðamennskunni verður að evrópuathlægi sökum framgöngu sinnar.

En auðvitað er það hið besta mál þegar bjöllusauðir auðvaldssamtryggingarinnar fara að skjálfa í knjáliðunum af hræðslu við að almenningur á Vesturlöndum fari almennt að taka upp þann sið að neita að borga fjármálaglæpi borgarastéttarinnar. Þeir vita sem er, vesalingarnir, að þessháttar framferði getur endað með byltingu sem væri auðvaldinu dálítið í óhag.


mbl.is Sænsk gagnrýni á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband