Leita í fréttum mbl.is

Það fór sem mig grunaði

Ójá, piltar mínir; það fór sem mig grunaði. Um leið og frú Álfheiður Ingadóttir heilbriggðisráðherra tók upp stólpípurnar, samkæmt tillögu minni þar að lútandi, komu ungskottarnir hlaupandi eins og kiðlingar að sáttaborðinu, tilbúnir að semja um hvað sem er, eins og Svavar Sendiherra og Indriði stórsósíalist þegar þeir settust að Icesave-borðinu með Bretum og Niðurlendingum, sællar minningar.

Mér er sagt að heilsubótarfólkið af cócópuffskynslóðinni hafi hrosið hugur við að leggjast á fjóra fætur til að meðtaka úrræði frú Álfheiðar og sé nú reiðubúið að vinna allt að tuttugu og fjórar klukkustundir á sólarhring á Landspítalanum, vilji eiginlega ekki heyra talað um skemmri vinnutíma úr því sem komið er.


mbl.is Bjartsýnni á lausn læknadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvor aðilinn er fá stólpípuna. Mér finnst líklegra að Álfheiður liggi á fjórum loppum.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jahh, þá held ég að mín yrði nú fyrst lánleg ... En tilhugsunin er undur ljúf og sæt.

Jóhannes Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Hamarinn

Forstjórinn var mjög ánægður með samkomulagið sem náðist áðan, en það hljóðaði upp á að hann drægi allt til baka og samið yrði um málið, ekki seinna en 1 sept.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við gætum sparað stórfé í heibrigðismálum með því að setja Jónínu Ben. yfir batteríið. Hún myndi gefa öllum stólpípu og Gunnar sæi um reksturinn.

Allir stórgræddu.

Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband