Leita í fréttum mbl.is

Hvorki ráðherra né þjóðin eiga að ansa fólki sem kann ekki að skammast sín

Ekki skil ég í Guðbjarti Hannessyni, þein grandvara manni, að hafa sig útí að eyða orðum að þingmanni eins og Torgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Að eiga opinberlaga orðastað, og það meira að segja úr ræðustóli Alþingis, við ósiðað hrunslið sem setti þjóðfélagið á hvolf og kann, auk margra annarra annmarka sinna, alls ekki að skamast sín, er það sama og gera sig að fífli frammi fyrir augum þjóðarinnar.

Og yfirleitt á enginn, allrasíst þingmenn sem vandir eru að virðingu sinni, að ansa hrunsföntum Sjálfstæðisflokksins þegar þeir eru að myndast við í siðleysi sínu að rífa kjaft og láta dólgslega. Þann auma mannskap á að hunsa í hvívetna, í mesta lagi að segja honum til Helvítis, og láta þar við sitja.

Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beðið þjóðina innilega fyrirgefningar á framferði sínu, fyrir og eftir Hrun, breytt stefnu flokksins eða lagt hann niður, á þjóðin ekkert vantalað við þessi alræmdu samtök ójafnaðarmanna og yfirgangshunda. 


mbl.is Ekki á að nota börn í kjarabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband