Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsögnin minnir á ljóð þjóðskáldsins

kokkur2_1223765.jpgFyrirsögn þessarar fréttar, eða hvað maður á að kalla þessi ósköp, ,,skvettu blóði yfir söfnuðinn" minnir óneitanlega á upphafið á ljóði þjóðskáldsins, en það er á þessa leið:

Þú eldgamli útslitni kérlíngarfjandi,
það ætti að reka þig strax úr landi
og skvetta á eftir þér skít og hlandi.

Ekki hefi ég minnstu hugmynd um hvaða ,,kjérlíngarfjanda" þjóðskáldið á við, sem honum þykir svona aðkallandi að ausa hægðum og þvagi auk þess að reka umsvifalaust úr landi. Þó dettur mér helst í hug, að þarna eigi þessi drykkfelldi skáldmennisræfill, sem menningarkjánar landsins gerðu að þjóðskáldi, við eiginkonu sína, en sú kona mátti aldrei vamm sitt vita, reglusöm, orðvör og laus við hórdóm.

Þess ber til viðbótar að geta, að þjóðskáld þetta orkti annað kvæði, sem hefst á þessum björgulegu ljóðlínum:

Þín afundna, útbrunna kérlíngargála,
uppá vegg eins og skrattann þig ætti að mála,
en svo segja bækurnar Grettla og Njála.

Þarna fer varla á milli mála að þjóðskáldið á við konu sína, en ef ekki hana þá móður sína, systur eða ömmu. Sem betur fer er þetta þjóðskáld steindautt fyrir mörgum blessunarlegum áratugum, og menningarskríllinn gróf hann eins og hund í einu honinu á Fossvogskirkjugarði, því áhöld voru um hvort yfirleitt ætti að hræinu niður í vígðum grafreit. Nú pissa útgangsmenn á leiði hans og kettir ganga þar örna sinna og er það vel við hæfi.

Meðfylgjandi mynd var tekin af þjóðskáldinu skömmu áður en eininkona taldi mælinn fullan og lét á einkar snotran hátt til skarar skríða gegn þessu afstyrmis óféti.
mbl.is Skvettu blóði yfir söfnuðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband