Leita í fréttum mbl.is

Best verður þegar þeir leggja á flótta með þarmana í buxunum

IMG000001Mikið held ég hinir vélbyssuglöðu og stríðssinnuðu í sölum Alþingis hafi gott af að heyra smá óm að sprengingum, það gæti tryggt að þá draumi rennblauta drauma að þeirra skapi. Betra hefðu þeir þó af því að sprengjugnýrinn færðist nær og nær og loks svo nálægt þeim, að þeir myndu flýja, hver um annan þveran, með þarmana í buxunum.

Það sást vel á rauðu dílunum í andlitinu á blessuðum gulldrengnum, forsætisráðherranum, í sjónvarpsfréttunum í kvöld, að honum var brugðið; hann var skíthræddur, en þó ekki svo, að hann gæti ekki slegið dálítið um sig með hroka, útúrsnúningum og fávísi. Þessi misheppnaði og samfélagshættulegi stjórnmálamaður, gat ekki á sér setið að kasta svolitlu af skít í alþýðufólkið sem mótmælti utan við Alþingishúsið.

En því er hægt að lofa Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni millarðaerfingja og fulltrúa auðvaldsins, að honum á eftir að verða hált á slíkri framkomu sinni við alþýðufólk. Það er nefnilega afar stutt í að þetta sama alþýðufólk grípi í hnakkadrambið á honum og mismuni honum og ráðherrahjörðinni hans og þingmönnum útúr stjórnarráðinu og Alþingishúsinu; útá grátt strætið og hleypi þeim ekki meir inn í hýbýli heiðarlegs fólks. Enda eru kauðar, sem hafa samfélagsleg skemmdarverk og arðrán að lífshugsjón, hvergi í húsum hæfir.
mbl.is Sprengingarnar heyrðust í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband