Leita í fréttum mbl.is

Sprengjuregn í boði Íslensku ríkisstjórnarinnar.

Ég geri ráð fyrir að ríkisstjórn Íslenska lýðveldisins gleðjist við hverja sprengju sem springur í Írak, ekki síst fyrir þá sök að Íslenska ríkisstjórnin skrifaði á sínum tíma upp á velviljayfirlýsingu við þetta glæsilega sprengjuregn og þær óhjákvæmilegu hörmungar sem því hefur fylgt.

Hvenær ætli sá dagur rísi að ríksstjórnin okkar sýni einhver iðrunarmerki og biðjist fyrirgefningar á þátttöku Íslands á lista hinna viljugu og staðföstu? 


mbl.is Sprenging í íraska þinghúsinu - tveir þingmenn látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Hvenær skrifaði Íslenska ríkisstjórnin undir viljayfirlýsingu sem tengist því að styðja hryðjuverk?

Reynir Jóhannesson, 12.4.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Er einhver munur á ríkisreknum hryðjuverkum og frjálsu framtaki í þeim efnum ? Ég man ekki eftir að hafa heyrt um að búið væri að einkavæða hryðjuverkastarfsemi !

Níels A. Ársælsson., 12.4.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þessi ríkisstjórn verður sett frá með skömm, þá verðum við tekin út af þessari hörmungarskrá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki misskilja hann Reyni. Það hefur verið margtekið fram að þessi ákvörðun var rétt "miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar hún var tekin."

Mig svimaði af stolti þegar Davíð pissaði utan í Bush og tjáði honum óbilandi stuðning okkar þjóðar við innrásina í þetta forna menningarsamfélag." Heimurinn er öruggari eftir þessa innrás".

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hann er sannarlega grátbroslegur frasinn sem hljóðar eitthvað á þessa leið: ,,Þessi ákvörðun var rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar hún var tekin." Hvernig er það annars, á maður ekki að leiðrétta mistök sín ef þau eru byggð á lygavaðli einhverra annarra?

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 08:33

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í algjöru ölæði já ... hmmm ... ertu að reyna telja fólki trú um að það sé runnið af þér? Ég þekki nú mitt heimafólk.

En vel á minnst: Hvaða ummæli eru það sem þú biðst velvirðingar á?

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 14:33

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég get svarið fyrir, að ég hélt að þú værir bláedrú í númer 5.

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 19:00

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég get svarið fyrir, að ég hélt að þú værir bláedrú í númer 5.

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband