Leita í fréttum mbl.is

Hvar hafa þessir sósíalistar alið manninn síðustu áratugina?

rev4Það er hálf dularfullt, - að minnsta kosti er það skrýtið - að hátt í 500 manns séu búnir að skrá sig í flokk sem er ekkier er nema nafnið og fáeinar setningar um þokkalega góð mál, - og Gunnar Smári. Þessar viðtökur eru sérkennilegar í ljósi þess að fyrir er sósíalistaflokkur, Alþýðufylkingin, með býsna ítarlega stefnuskrá og áherslur. Mér er nefnilega ekki kunnugt um að þessir hátt í 500 kjósendur hafi ómakað sig við að gefa Alþýðufylkingunni gaum. Í fljótu bragði má segja að munurinn á Alþýðufylkingunni og hinum verðandi Sósíalistaflokki Íslands sé sá að hinn fyrrnefndi er stofnaður af og skipaður hugsjónafólki en hinn síðari ekki, eða varla. 

Við skulum hafa það alveg á hreinu, að sósíalísk hreyfing á Íslandi er illa leikin af tækifærissinnum, egóistum og vemmilegum menntasnobburum, fólki sem er ekki það sem það segist vera og enn síður það sem sósíalisminn stendur fyrir. Það er nóg komið af slíkum loddurum. Á móti er hægt að halda því fram að sósíalismi sé mismunandi og nefna til sögunnar sósíaldemókratisma, kommúnisma, VG, Samfylkingu, Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, BF, Bandalag jafnaðarmanna. Það er fljótsagt að svokallaður sósíaldemókratismi og flokkar honum tengdir stefna ekki á sósíalisma, þeirra grunnstef er og verður kapítalismi og átakanleg fylgispekt við stórauðvaldið ásamt lágkúrulegu mennta- og yfirstéttarsnobbi; þetta auðvirðilega kratalið er þar með úr leik þegar talað er um sósíalisma.

Ef mönnum er hinsvegar alvara með tali sínu um sósíalisma verða þeir að verða þeir að sýna það í verki með óbilandi stéttarbaráttu á öllum vígstöðvum og berjast fyrir því að koma á sósíalísku þjóðskipulagi þar sem mannúð og mannleg reisn allra skipar öndvegi. Allt annað er leikaraskapur og sóðalegur leikur sjálfhverfra tækifærissinna.


mbl.is „Pen­ing­ar drepa stjórn­mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband