Leita í fréttum mbl.is

Ekki ræður við það fjandi ...

kaffi1Það er tómt mál að tala um ,,endurbætur" og einhvern fjárann sem þeir kalla ,,franskan blístróstíl" ef fólk má ekki reykja sér sígarettur eða pípu með kaffibollanum. Það blítra allar almennilega sómakærar persónur á soleiðis ,,veitingastaði." Og þó so að gestir geti drukkið sig blindfulla á Café Paris fyrir klukkan átta á morgnana þá er reyklaus knæpa eins og verkfæralaus götupúta. Nú er það von okkar allra, að einhver framtakssamur einkaaðílji með frelsisþrá og péníngahugsjón segji tóbaksnasismanum stríð á höndur og opni dásamlegt reykkaffihús einhvers staðar við Austurvöll.

kaffi2Nú. Á reykknæpunni væri líka hægt að nálgast drykki, sem aðrir sambærilegir staðir foraktað, sosum eins og kogara, kardó og aðmírálsrakspíra. Það veit aunginn nema sá er reynt hefir hvað umræddir drykkir, ásamt með bleksterku kaffi og hvítasykri, geta yljað sálinni, lífgað sálarylinn eins og þjóðskáldið sagði í kvæðinu. Við félagarnir munum allir eftir gamla manninum sem hrærði saman café, aðmírál, sykri og kardó til að gjöra sér glaðan dag; sá sveif nú upp í hæstu hæðir þegar glundrið fór að verka á hann. Svo stálu þeir glundrinu af gamlingjanum þegar hann sá ekki til og settu þvag í flöskuna í staðinn. Gamlínginn lét sér vökvaskiptinn vel líka og bauð illmenn sem kom aðvífandi upp á sjúss. Illmennið saup á og geggjaðist um leið og uppgötvaði hvað hann hafði sett inn fyrir varirnar og barði gamla manninn í hálfgerða klessu og hellti afganginum í flöskunni yfir hann. Já, vinir mínir, það gerist margt ljótt í henni veröld, ekki vantar það.

kaffi3Hér fyrr meir var reykt allt hvað af tók á öllum vertshúsum og ef einhver kvartaði undan reyknum var honum óðara vísað á dyr; þeim tóbakshöturum sem daufheyrðust var sparkað öfugum út í göturæsið. Það er nú það, drengir mínir. En allir sem uppi voru á öld reykjandi vertshúsa eru hjartanlega sammála um að eftir að tóbaksnautn var bönnuð í slíkum húsum hafi kaffihúsamenningu á Íslandi hrakað so svakalega að um fullkomið menningarhrun sé að ræða. Í dag sitja groddalegar og gérsamlega menningarsnauðar efristétta kérlingar á kaffihúsunum og drekka lattigutl og þylja hatursinnblásnar þulur gegn tóbaki og reykingum: ,,Nikótín er illur andi, ekki ræður við það fjandi ...


mbl.is Svona lítur Cafe París út eftir breytingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband