Leita í fréttum mbl.is

Þegar jöklarnir springa í loft upp

war3.jpgJá, það verður svo sannarlega líf í tuskunum þegar Katla, og jafnvel allur Mýrdaldsjökull, springur í loft upp. Eiginlega er útilokað að gera sér grein fyrir afleiðingum af þvílíkri reginsprengingu, til dæmis er talið, að ef öllum kjarnorkusprengjum stríðsböðlana í heiminum væri safnað saman á einn stað og þær sprengdar allar í einu eins og að sprengja hálfblautan kínverja í samanburði við Mýrdalsjökulssprengingu. Svo segir hotélstjórinn í Vík, að þessháttar sprenging skaði ekki hotélgesti á annarri hæð eða ofar! Hvað ætli gestirnir á annarri hæð segi eftir að milljonatonna bjarg hefir fallið ofan á þakið á hotélinu? Hætt er við að þeir segi mest lítið á eftir, að minnsta kosti hér megin grafar.

Nú, so er sona ógurlegt sprengjugos fádæma góð landkynning og bein ávísun á stórt hagvaxtarskot í ferðaþjónustunni, því allir munu vilja koma hingað og sjá sprunginn jökul. Verra væri aftur á móti, ef konungur Snæfellsnessfjallgarðsins, Snæfellsjökull, tæki sig til með sprengigos, en þegar hann gýs næst verður það sprengigos, því þá mundi hettan af jöklinum byltast út í Faxaflóa, valda flóðbylgju og afmá 101 Reykjavík í einu vetfangi. Þar með væru Alþingi, Café París og Harpan fyrir bí og óþarfi að hafa áhyggjur að þeim skika meir. Jamm.

En í ljósi hugleiðinga um jökulsprenginga á næstunni ætti að vera einboðið að öll byggð á hættusvæði verði rýmd, fólkið, verði ásamt tækjum þeirra tólum og búsmala, flutt á brott í þá landsfjóðunga sem minni hætta er á að stóreflis fjallgarðar fari allt í einu að springa í loft upp. Í þeim efnum er best, að flutningarnir hefjist strax á morgun, því aunginn veit hvenær allt fer í bál og brand og hvítir jökultopparnir endasendast út um víðan völl og á haf út. 


mbl.is NRK fjallar um Kötlugos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband