Leita í fréttum mbl.is

Og paradísarfuglinn hlær og geltir

kenn1.jpgÞegar framsóknarmenn höfðu loks komist að því eftir níu daga yfirlegu að 32 þingmenn væru 32 þingmenn og að það væri einungis eins manns meirihluti, samkvæmt niðurstöðu helstu reiknimeistara Framsóknarfjóssins og enn fremur að ekki væri hægt að treysta Pírötum, sendi Sigurður Ingi Katrínu litlu, með skottið milli lappanna, suður á Bessastaði þar sem Guðni Th. tók á móti henni og hrifsaði af henni stjórnarmyndunarumboðið í forstofunni. Allt var þetta fremur óglæsilegt, og hefir þegar vaknað illur grunur um að reiknikunnátta húskarla og griðkvenna gömlu Framsóknarmaddömunnar sé þeim endemum og annmörkum háð, að Framsóknarflokkurinn sé á aungvan máta stjórntækur; þar sé fólk hvorki læst eða skrifandi og enn síður reiknandi.

Og þar sem stjórnarmyndunarumboðið yfirleitt hvurgi þessa stundina, nema þá einna helst hjá Guðna Th. forseta, liguur beinast við að forseti þessi myndi sjálfur ríkisstjórn með einhverjum glámskyggnum grasösnum. Það getur varla orðið verra en ríkisstjórn með panamaprinsana og paradísarfuglana Ben og Sigmund innanborðs, að viðbættum Óláfi Ísleifssyni. Frumlegast væri þó ef Guðni Th. afhenti Guðbrandi Sveinssyni göturóna stjórnarmyndunarumboðið og segði honum að hundskast til finna fáeina innbrotsþjófa og perverta til að gegna embættum ráðherra í ríkisstjórn með honum. Ef Guðbrandi tækist þetta, gæti forsetinn tekið sér orð Frelsarans í munn, þá Frelsarinn hékk á krossinum: ,,Það er fullkomnað."

Hinu hefir aftur á móti verið haldið leyndu fyrir þjóðinni, að það var Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, sem kom Sigurði Inga í skilning um, á fundi sem þeir áttu í nótt, að þrjátíu og tveir væru þrjátíu og tveir og að eins mann meirihluti gæti aldrei orðið meira en eins manns meirihluti. Enn fremur tók Kolbeinn svo vel til í höfðinu á Sigurði Inga, að Píratafjöndunum er ekki treystandi, og þá ekki heldur Ásmundi Einari og Lilju don Alfredos. Loks kom Kolbeinn ráðsmanninum í Framsóknarfjóinu í skilning um, að krataeðlið og framsóknarvírusinn er einn og sami sjúkdómurinn. Þegar Kolbeini hafði tekist á snilldarlegan hátt, þó hann væri mökkfullur af alkoholi, kannabiss og amfetamíni, að koma þessum einföldu sanningum inn í tréhöfuðið á framsóknarráðsmanninum, hélt hann sigri hrósandi úr útlegð sinn heim til eiginkonu sinnar, frú Ingveldar, sem háttaði hann þegar niður í hjónarúmið, meðan hún sagði honum, að hann þyrfti einskis að óttast meir, hún væri búin að tala við Ben og Sigmundund og allt væri að verða klappað og klárt. Og paradisarfuglinn hló og gelti ...


mbl.is Guðni ræðir við aðra formenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband