Leita í fréttum mbl.is

Flærðin rist í hvern andlitsdrátt og glottið ein glæpasaga

hannez5.jpgEf allt væri með felldu á Íslandi í dag, þá stæðu 80% þjóðarinnar saman fyrir framan Laugardalshöllina og mótmælti af öllu afli Sjálfstæðisflokknum og landsfundi hans. En nei, þjóðin er sljó og seinþreytt til vandræða og leyfir skipulögðum glæpasamtökum jafnt sem starngheiðarlegu fólki og hjartahreinu að stofna félög og flokka, sem síðan halda landsfundi.

En mikið væri hægt að vera stoltur af þjóð sinni ef hún gripi paurana, sem ætla að sitja landsfund Sjálfstæðisflokksins, og kastaði þeim eins og óvelkomnum pöddum út í veður og vind, og einnegin út í hafsauga, um leið og þeir leituðu inngöngu í Laugardalshöllina. Þannig mundi þjóðin gera sjálfri sér mestan greiða og ennfremur, að hún er fær um að standa með sjálfri sér gagnvart óeðli og glæpahneyggð.

hangi4.jpgSumir skilja ekki baun í hvernig í ósköpunum á því stendur að forhert glæpasamtök, skipulögð niður í kjólinn, hafi, óáreitt, fengið að starfa í landi þar sem svo á að heita að lýðræði ríki. Þessum sumum skal ekki láð þó þeir standi skilningsvana andspænis hinum glottandi skipulögðu glæpasamtökum. Eða eins og segir í ljóði þjóðskáldsins um holdgerfing Sjálfstæðisflokksins: ,,Melrakka-augað var flóttaflátt, flærðin rist í hvern andlitsdrátt og glottið ein glæpasaga." Og hjá þjóðskáldinu heitir Sjálfstæðisflokkurinn ,,Skriflabúðin", sem er ágætt nafn á jafn óhræsisleg stigamannasamtök og Sjálfstæðisflokkinn.    


mbl.is Ræða Bjarna í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband