Leita í fréttum mbl.is

Þegar fíflin fimbulfamba um frjálsa fjölmiðla

aparAlltaf er jafngaman að heyra fíflin fimbulfamba um frjálsa fjölmiðla og eiga þá í við í brjósumkennanlegri heimsku sinni að fjölmiðlar í eigu almennings séu ófrjálsir en fjölmiðlar í eigu einstaklinga séu frjálsir og því frjálsari sem eigendurnir eru hægrisinnaðri. Staðreyndin er hinsvegra að sá fjölmiðill á Íslandi sem kemst langnæst því að vera frjáls er ríkisfjölmiðillinn RÚV. Hitt draslið er allt undir járnhæl auðvaldsins og ómennskunnar.

Og hvað er ,,Síminn" svokallaði að rífa kjaft? Ég veit ekki betur en þessi ,,Sími" sé fyrirbæri sem týndist eins og óvart út úr eign almennings. Eitthvað var talað um að ,,péníngarnir fyrir Símann" færu í að byggja ,,hátæknisjúkrahús" en fóru þeir víst eitthvað á vergang, ef þeir þá voru einhverntíma til, og hurfu loks til hymmna í Hruninu og sitja nú til hægri handar Mommons, guðs péníngamanna.

En hvenær ætli fíflin hætti að ljúga að okkur um frjálsa fjármagnið og frjálsu fjölmiðlana og frjálsa atvinnulífið? Látum vera þegar ófyrirleitnir pénígapervértar berjast á bæði borð við að ljúga upp einhverjum þvættingi í þeirri trú að það þénist þeim, en þegar óvitar með ekkert kapítal eða svigrúm til þjófnaða og glæpa hefja söng um allskonar frelsi, sem aðeins á sér stoð í skáldskap og lygum, fallast manni hendur.  

 


mbl.is Ekki nægilegar vísbendingar um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband