Leita í fréttum mbl.is

Var yfirbugaður

dr1Á daglegri yfirferð minni um fréttaveitur fjölmiðlanna nú undir kveld vakti athygli mína fyrirsögn þess efnis að einhver hefði verið yfirbugaður á Landspítalanum. Ég þóttist samstundis sjá, að nú væru þeir farnir að embætta stórbófa með því að láta hámenntaða lækna og enn menntaðri hjúkrunarkonur koma dæmdum óbótalýð fyrir kattarnef. Og sem í sjónhending birstist hinn fornfrægi kappi, Gottfreð Gotfreðsson læknir, sem þjóðin elskar og dáir, fyrir fyrir hugskotssjónum mín, íklæddur læknisskrúða og þess albúinn að stytta einhverjum fantinum aldur með til þess gerðu verfæri. Hinsvegar er ímyndunarafli mínu öldungis ofvaxið að sjá eitthvert eitt verkfæri í höndum hins magnþrungna læknis, sem hann gæti sýslað með við aftökur; skaröxi, eitusprauta, atgeir, kyrkingarkló, öll þessi áhöld og mörg, mörg fleiri leika í höndum hans og trúlega hrein unun fyrir afbrotamann að láta Gottfreð lækni embætta sig með einhverju fyrrnefndra tækja.

En er betur var að gáð varð ég fyrir mestu vonbrigðum, því það sem kom á eftir hinni glæsilegu fyrirsögn ,,Var yfirbugaður á Landspítalanum" stóðst aungvar væntingar. Í stað þess að lesa um, að nú hefði ríkisisjórnin uppvakið dauðarefsingar við glæpum, sem væru framkvæmdar af fagaðilum á Landspítalanum, þá kemur langloka um slagsmál starfsfólks Landsspítalans við órólegan mann, sem virðis vera furðu útsjónarsamanur við að gera eitthvað af sér inni á spítalanum. Auðvitað er Gottfreð læknir manna vanastur að eiga við sona tilfelli; hann hefir í árafjöld komið með sprautu sína reidda að ólátabelgnum og sprautað þá málalengingalaust í efturendann með einhverri krassandi blöndu, en af slíkum gleðskap á Gottfreð nóg í fórum sínum.

Eitt sinn trylltist kerlingarálft, talin fín frú, rík og mikils metin, á stofunni hjá Gottfreði. Var konugarmurinn svo ill, að hún reyndi að teygja sig eftir skurðarhnífi Gottfreðs, sem lá þar á borði, og ætlaði sér að gera þá einu óperasjón á Gottfreði sem til sigurs dygði. En Gottfreð Gottfreðsson varð fyrri til, greip óhræddur til sprautu sinnar og kafrak hana í digra rassakinn frúarinnar. Vissulega hoppaði kerlingin eins og fluga á gólfinu þegar hún fékk stunguna, svo lagðist hún á fjóra fætur og trítlaði eins og hlýðinn heimilishundur út af stofu Gottfreðs; þannig lallaði hún heim til sín og raka annað slagið upp bofs eins og hvolpur. Hann hafði dælt úr fullri sprautu af kratavírusupplausn í í botn kerlingar svo að nú segist hún vera eitthvað allt annað en hún er í raun og veru, er orðin sleip í lygum og tilbúin að selja sig gamla fautanum á Höfuðbólinu.  


mbl.is Var yfirbugaður á Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er bannað að segja hjúkrunarkona. Vissiru það ekki? Og svo á víst líka að fara að banna að segja læknir því það er karlkynsorð. Það á að segja lækn (hvorugkynsorð (þ.e. trans) - lækn um lækn frá lækni til lækns).

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2019 kl. 20:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Vissi? Ja, jú, ég vissi, en stóðst ekki mátið ...

Jóhannes Ragnarsson, 3.1.2019 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband