Leita í fréttum mbl.is

Gufuruglaður var hann rekinn úr sveitinni

kolb4.jpgSvo hafa vísir menn sagt á Facebook, að fanturinn sem ók jappafjandanum atarna í þrot við Mývatn uppfylli öll skilyrði þess að hljóta nafnbótina gufuruglaður; hann hentist á jappanum þvers og kruss um sandinn uns jappinni gafst hreinlega upp, kafnaði í eigin sjíttíngsskap og nú bíður Hraunið ökumannsins með sínar myrkrastofur, spennitreyjur, handjárn og hespur. Jomm.

Já, vinir mínir, það er ekki nóg að þeysast um landið á rándýrum jappa frá Toyjotu, því í upphafi skal endirinn skoða. Ef ökumaðurinn, það er að segja ef um einhvern slíkan var að ræða, hefði litið á endirinn áður enn ökuferðin hófst, þá er ekki víst að hann hefði farið svo hlálega að ráði sínu. Öhöhö.

Þá minnist eg þess þegar öfgafanturinn Brynjar Vondalykt rauk blindfullur á gamla Willysnum í sveitinni til að eltast við stelpugálu í þorpinu. Hann mátti ekki vera að því að aka þjóðveginn, en fór þess í stað fjöruna og sandurinn og sjórinn spýttust í allar áttir hvar hann fór, þar til hann lennti á steininum. Já, steinninum skohh, hann stoppaði sem sé okkar mann, eða öllu heldur Willýsinn; það brotnaði undan honum annað framhjólið og byrjað að falla að og á flóðinu sást Willýsinn ekki meir. Vondlyktin mátti aungvann tíma missa og hljóp það sem eftir var út í þorpið til að gamna sér við gáluna. Hann ætlaði að athuga með Willýsin í bakaleiðinni, kanski sækja dráttarvélina, Fergusóninn, og draga bílinn upp á kamp og gera við hann. En þegar til átti að taka var Willýsin horfinn, úthafsaldan hafði hrifið hann með sér á haf út. Löngu séinna fékk dragnótabátur Willýsinn í nótina og dröslaði til hafnar, en þá var nótin magslitin og tætt og með öllu alónýt, en Willýsinn var hörmulega bágborinn til að sjá, enda búinn að liggja á hafsbotni í stinn fjörutíu ár. Fyrir þetta var Brynjar Vondalykt rekinn úr sveitinni og suður á mölina, hvar hann hefir öðlast frægð og frama, höfðinginn svorni.


mbl.is „Þetta er ásetn­ings­brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

FYI:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/03/eins_og_knattspyrnulid_i_olafsvik/

Aztec, 3.6.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband