Leita í fréttum mbl.is

Á frægri bók eftir enn frægari höfund ...

Á frægri bók eftir enn frægari höfund, má lesa eftirfarandi málsgrein:

,,Borgarar vorir láta sér ekki nægja að hafa öll gögn og gæði af konum og dætrum öreiganna - að ógleymdum skækjulifnaði - heldur er það þeirra mesta skemmtan að kokkála hver annan."

Þessi ógleymanlegu orð hins fræga manns komu ósjálfrátt upp í hugann við lestur greinararinnar um hneykslan Frakklandforseta á munnsöfnuði Brasilíuforseta. En orð hins brasilíska dólgs þýða á mannamáli, að hann hafi ekki áhuga á að kokkála Frakkladsforseta af því að einkona hens sé svo ljót og óaðlaðandi í kynferðislegum skilningi. 

hálf2Hinsvegar má hugsa sér sem raunhæfan möguleika, að þeir Dónaldur Trump, sem skírður er í höfuðið á samnefndum, argvítugum andarstegg, og Bolsónaró í Brasilíu, hugsi sér gott til glóðarinnar með að kokkála hvorn annan, þó ekki væri nema til þess eins að uppfylla lögmálið í hinu fræga riti. En sennilegast eru þessir karlar þó búnir nú þegar að kokkála hvorn annan á afgrandi hátt, enda aðhyllast þeir, eins og aðrir broddar burgeisastéttarinnar, þá skoðun, að konur séu sameign manna eins og þeirra.

Til gamans og gangns læt ég eftirfarandi fylgja með, innan sviga:

(,,Verkamenn eiga ekkert föðurland. Það, sem þeir ekki eiga, verður ekki af þeim tekið. Þegar öreigalýðurinn tekur pólitísk völd í sínar hendur verður hann að gerast þjóðleg stétt og skipuleggja sig sem þjóð, og er því enn þjóðlegur, þótt ekki sé það í borgaralegri merkingu.")


mbl.is „Ótrúlega dónaleg“ ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband