Leita í fréttum mbl.is

Grey-kvikindin eru rasistatítur - ennfremur maðurinn að austan sem hvarf sporlaust

prestur3Ekki er með góðu móti hægt að ætlast til annars af Trump en hann sleppi vini sínum úr fangélsi fyrst hann hefir tök á því. Að minnsta kosti finnst gölnustu Trumpistunum á Íslandi það allt í lagi. Nú, Íslensku Trumpistarnir, sem flestir eru ósköp hitlerísk og nasísk grey-kvikindi, sannkallaðar rasistatítur, vilja með öllum ráðum koma sér upp eins og einu Íslensku Trumpi sem fengi nokkra góða ráðherrastóla undir blessaðan rassinn á sér; soleiðis höfðingi mundi nú aldeilis láta þessa helvíska hælisleitendur finna ærlega til tevatnsins.

Einhverju sinni flæktist einn sona bölvaður hælisleitandi inn fyrir vébönd prófastsdæmis síra Baldvins. Meðhjálpari síra Baldvins hafði veður af þessum óæskilega gemlingi og lét klerk þegar í stað vita. Síra Baldvin brást hart við, svipti sér í hempuna og setti upp prestakragann og greip lurk með sér áður en hann vatt sér út um aðalinngang musteris síns.

Hælisleitandann fann síra Baldvin fyrir neðan veginn inn í bæinn og var hann sjóða sér baunir í dós á litlum prímusi. Síra Baldvin tók strax til óspilltra málanna og sló prímusinn og baunadósina með lurknum og fauk hvort tveggja langar leiðir áður en þau stöðvuðust alveg. Þar næst keyrði hinn reglufasti sóknarprestur og prófastur lurkinn á hausinn á hælisleitandanum svo hann féll um leið rænulaus út af. Þar næst seildist síra Baldvin í aðra afturlöppina á hinum fallna og dró hann á eftir sér eins og dauðan sel upp á veg. Síðan hefir ekkert til hins ólánssama hælisleitanda spurst. Aftur á móti var skömmu síðar auglýst eftir íslenskum ferðamanni, að austan, sem ætlaði að fara fótgangandi kringum landið að gamni sínu. Hann hefir aldrei fundist og því síður gefið sig fram.  


mbl.is Romney: Ákvörðun Trumps fordæmalaus spilling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband