Leita í fréttum mbl.is

Samherjagrauturinn í Samherjaskálinni og almennt um ránsskap á lýðræði í bæjarstjórnum

x17Það er vel til fundið hjá bæjarstjórninni á Akureyri að steypa sér sona saman í einn meirihluta, því þetta er víst allt sami Samherjagrauturinn í sömu Samherjaskálinni. Það er alveg óþarfi fyrir Samherja að gera út marga Samherjaflokka og ótvíræð hagræðing í að hafa draslið allt á einum brotajárnshaug. Næst á dagskrá er svo að skipta um nafn á Akureyri og láta hann heita Samherjabyggð eða Samherjahrepp hér eftir.

Annars ættu meirihlutar ekki að þekkjast í bæjarstjórnum, því að í bæjarstjórnamenningunni er það þannig, að þeir sem fá meirihlutann eða mynda meirihluta stela hreppsnefndinni svo rækilega að þeir sem eru í minnihluta eru með öllu óþarfir. Þetta meirihlutastagl, sem lengi hefir tíðkast í sveitarstjórnum, er ólýðræðislegt, óheiðarlegt og óssvífið. Í því ljósi má segja að niðurlagning meiri- og minnihluta á Akureyri sé tímabær og góð aðgerð; það bara vonandi að hvatinn að þessu uppátæki þarna fyrir norðan land sé ekki einhver aðsteðjandi dulinn voði, með sjóðþurrð og afskiptum félagsmálaráðuneytis, sem rekur bæjarfulltrúa Akureyringa til þessara verka.

Í mörgum hreppsnefndarnefnum á Íslandi er ástandið þannig, að meirihlutinn hefir rænt öllum völdum og hefir málefni sveitarfélagsins einn útaf fyrir sig og deilir og drottnar, gerspilltur og rotinn, hvar sem hann getur því við komið í bænum. Verstir í þessum hundakúnstum er Sjálfstæðisflokkurinn, sem líkist meira óhugnanlegri mafíu en stjórnmálaflokki, þ.e. í þeirri merkingu sem við leggjum í það orð. Þessi vélabrögð Sjálfstæðisflokksins eru fyrir löngu orðin slík, að þar á bæ þekkja menn og konur ekki lengur rétt frá röngu, réttlæti frá óréttlæti, glæpi frá heiðarlegum framgangsmáta. Með þetta í huga væri réttlætanlegt að banna meirihlutamyndanir í sveitarstjórnum og taka strax í taumana ef útlit er fyrir að lævís og valdasjúk óþverraklíka hafi orðið til innan hóps lýðræðislega kjörinna bæjarfulltrúa.


mbl.is Mikil hagræðing framundan á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband