Leita í fréttum mbl.is

Ekki er hún græn og enn síður til vinstri, en samt ætlar hún að bjóða sig fram

xxMiðað við fréttina af prófkjörsforvali VG í Norðvesturkjördæmi, er ekki annað að skilja en þessi ört deyjandi flokkur ætli að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Raunar er orðalagið ,,ört deyjandi flokkur" heldur ónákvæmt um heilsufar VG og ef til vill óviðeigandi, því sannleikurinn er sá að VG dó inn í Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjórum árum, að öllum líkindum endanlega fyrir fullt og fast. Það VG, ,,Vinstrihreyfingin grænt framboð", sem stofnað var um síðustu aldamót byrjaði fljótlega að hraka, þó einungis fáir tækju eftir því, og fjórum til sexárum var flokkurinn kominn með alvarlega andarteppu af ríkisstjórnarsótt og Sjálfstæðisflokksátrúnaði þannig að aungvu mátti muna þegar Samfylkingin gjörðist frilla Sjálfstæðisflokksins, auðvaldsins og nýfrjálshyggjunnar í frægri ríkisstjórn, trompaðist Flokkseigendafélag VG og andaðist hér um bil af öfundsýki og íllsku.

Nú er þó ljóst að búrtík Stenngrims Johoð og Flokkseigendafélagsins og samherjanna ætlar enn að gefa kost á sér í fyrsta sæti VG hér í norðvestrinu þrátt fyrir að vera ekkert græn og enn síður til vinstri. Þessi kúnstuga persóna, sem heldur að hún sé stjórnmálamaður, vann sér þó til frægðar að standa fast við bakið á Stenngrimi sínum Johoð og flokkseigendunum þegar hann flæmdi upp undir helming þingflokks VG úr flokknum, fyrir nú utan alla hina óbreyttu sem hurfu á braut þegar þeir sáu hvers kyns var. Á sama hátt stóð Lilja Rafney þétt við rassaskoruna á Stenngrimi lénsherra þegar hann gaf Rósu Björk og Andrési Inga þvílíkt drag í afturendann að þau þutu í loftkostum, eins og smá-nornir á prikum, út úr þingflokksherbergi Stenngrims og höfnuðu í huggulegum selskap hjá Samfylkingunni og Pírötum.

Grýla1Nú fréttum við af Lilju Rafneyju í hörðum prófkjörsforvalsslag við son eins þeirra sem hún hjálpaði Stenngrimi og þeim að flæma úr VG fyrir um það bil áratug. Síðustu daga hefir hún verið að dunda sér við að hringja í henni alsendis ókunnugt fólk, smábátasjómenn og alþýðu, og fara þess á leit að það að þau bjargi henni frá því lenda undir í áflogunum við Bjarna Jónsson, eins og henti skessu þá sem Jón Hreggviðsson frá Rein glímdi við forðum daga á Holtavörðuheiði. Af þessum hringingum er ljóst að henni er gjörsamlega fyrirmunað að kunna að skammast sín.
Nú, Lilja Rafney hefir sér til ágætis, að hafa um langa hríð burðast við að leika áhugakonu um sjávarútveg og kvótamál, jafnvel hefir hún látið í það glitta að hún væri andstæðingur kvótakerfisins. Sannast sagna hafa þessir leiklistartilburðir Lilju Rafneyjar verið svo ótrúverðugir og hroðvirknislegir að allstaðar samherjaeyrun staðið eins og njólablöð upp úr sauðargæru hennar. Það er nefnilega nákvæmlega ekkert að marka þingkonuna og prófkjörsforvals-frambjóðandann Lilju Rafney fremur en aðra fylgihluti Flokkseigendafélags VG.    


mbl.is Átta berjast um fimm efstu sætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband