Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegar sögur af rjúpnaskyttum á fjórhjólum

gun3Ţađ eru margar skemmtilegar sögur til af rjúpnaskyttum á fjórfjólum. Sú ţekktasta af ţví tagi er af náunganum sem hugđist skjóta á fullri ferđ á rjúpnahóp en var svo óheppinn ađ um leiđ og hann ćtlađi ađ taka í gikkinn kastađi fjórhjóliđ illilega til, lenti á ţúfu eđa grjóthnullungi, og ţeyttist međ skotmanninn međ sér ofan í djúpt og dimmt gljúfur, en skotiđ sem hljóp úr byssunni banađi veiđihundi félaga mannsins á fjórhjólinu. Ţađ var verđlaunađur stólpagripur.

Ţá var ţađ rjúpnamorđinginn, sem ţaut eins og hvirfilvindur heiman ađ frá sér á fjórhjóli međ tvíhleypta haglabyssu og stórgripariffil um öxl og marga poka og vasa fulla af byssuskotum. Ţessi náungi var einkar óglöggur, lítt skotvís og óratvís og skilađi sér ekki heim ađ kvöldi. Um nóttina var hafin leit ađ kauđa. Undir morgun heyrđu björgunarmenn ákafa skothríđ í fjarska og gengu á hljóđiđ. Loks komu ţeir ţar ađ sem hin horfna skytta stóđ í áköfum skotbardaga viđ einhverja sem höfđust viđ inni í sumarbústađi. Voru tveir fallnir, en hinir ţrír, sem enn stóđu uppi, voru illa sćrđir. Einn björgunarsveitarmađurinn komst aftan ađ rjúpnaskyttunni og tókst ađ slćma tréklumpi í hnakkann á ţrjótnum og rota hann vel og vandlega. Ţađ sem vakti ţó enn meiri furđu björgunarsveitarmanna en skotbardaginn og mannfalliđ í sumarbústađnum, var önnur veiđi skyttunnar, en hún stóđ saman af nokkrum snjótittlingum, tveimur hćnum og vćngbrotnum hvítmávi. Hćnurnar hafđi hann skotiđ ţar sem ţćr voru ađ vappa fyrir utan hćnsnakofann sinn í sveitinni, en snjótittlingana hćfđi hann ekki fjarri téđum hćnsnakofa. 

Ađ lokum teljum vér vert ađ nefna ađeins fóliđ Gísla vélstjóra, en hann var bróđir Ólafs bónda, ţeim hinum sama og fjárhundurinn Snati ýtti međ trýninu fyrir björg. Gísli ţessi átti skotvopn og skaut allt sem honum datt í hug ađ skjóta. Árum saman skaut hann dilka á fćri og hafđi hljóđdeyfi á byssuhólknum; ungnaut og roskna hrúta skaut hann líka, hirti ketiđ og lifrina en skildi hitt eftir, nema hvađ hann tók hausana af hrútunum međ sér ţví hann girntist hnakkaspikiđ. Á međan ađrar skyttur létu sér nćgja ađ tala um sína veiđi á rjúpnatímanum í stykkjatali, ţá talađi Gísli vélstjóri um sinn rjúpnaafla í tonnum. Gísli var einn fyrstur manna til ađ fá sér fjórhjól til ađ spara sér sporin viđ veiđarnar og lá viđ sjálf ađ honum tćkist ađ upprćta rjúpnastofninn í mörgum héruđum landsins. Fljótur var hann ađ ná afburđatökum á ađ hćfa bráđina ţókt hann vćri á fullri ferđ á hjólinu og íslenski fálkinn var kominn í alvarlega útrýmingarhćttu vegna skorts á rjúpu til ćtis. Ađ lokum var ţađ svo rauđskjöldótt kýr sem batt enda á djöflaganginn međ ţví ađ stanga Gísla vélstjóra um koll ţegar hann átti leiđ framhjá henni á fjórhjólinu; síđan hefir Gísli mátt láta sér nćgja ađ rorra um í hjólastól, eineygur og neflaus, ţví annađ horn kýrinnar hafđi af honum nefiđ og augađ um leiđ og hún stangađi hann og hjóliđ ofan í skurđ.  


mbl.is Kvartađ undan rjúpnaskyttum á fjórhjólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband