Leita í fréttum mbl.is

Sérkennilegt formannsframboð hugsjónalausra andverkalýðssinna

verko2Það hlýtur að vera mikil mannfátækt hjá Samfylkingunni fyrst hún hefur ekki annað upp á að bjóða fyrir verkafólk en afdankaðan og gjörsamlega litlausan bónda í Skagafirði, hagvanan í Framsóknarfjóshaug gifturíka kaupfélagsstjórans á Sauðárkróki. Þessi náungi, sem kemur fyrir eins og illa heppnað ljósrit af Sigurði Inga framsóknarforingja, er krataeðlinu og Birni framsóknarhúskarli í Einingu á Akureyri mjög að skapi, því hann vill auðsjáanlega enga stéttabaráttu og hefir yfir innihaldslaust muldur um að sætta fólk; en líklega eru þær sættir fólgnar í að Sólveig Anna, Aðalsteinn, Villi og Ragnar í VR haldi kjafti og leyfi andverkalýðssinnunum í Starfsgreinasambandinu stunda sína svefnstefnu og undirlægjuhátt við auðvaldið, útgerðarsamherjana og braskaralýðinn.

Formannsframboð þessa svefnstefnu bónda í Skagafirði, er vægast sagt afar sérkennilegt, í ljósi þess að mjög öflugur og framsækinn verkalýðsforingi, Vilhjálmur Birgisson á Akranesi, hefir þegar lýst yfir framboði sínu til formanns Starfsgreinasambandsins. Ef maður hefði ekki dálitla innsýn í atburði síðustu mánaða í verkalýðshreyfingunni mundi maður taka framboði Samfylkingarbóndans sem hverju öðru gríni. En því miður er ekki svo. Síðustu vikur og mánuði gamla kerfisliðið á skrifstofum almennu verkalýðshreyfingarinnar, alveg upp í æðstu stjórnendur ASÍ, staðir fyrir óvenju rætinn og svínslegri herferð og glórulausu einelti á hendur þeim foringjum verkafólks, sem telja að launum og kjörum verkafólks og annars láglaunafólks verði ekki þokað upp á við án stéttabaráttu og virkrar þátttöku félagsmanna á tímum kjarasamninga.Við síðustu samninga skiluðu slíkar aðgerðir umtalsverðum kjarabótum og engin ástæða til að láta staðar numið nú.

Eitt af helstu verkefnum verkalýðsfélaga á Íslandi á næstu árum er að hreinsa þau af áhrifum krataeðlisins, sem sýkt hefur samtök alþýðunnar áratugum saman. Þessi fölsku kvikindi hafa laumast um allar smugur verkalýðshreyfingarinnar undir því yfirskini að þau séu verkalýðssinnar, sem þau eru ekki, því þetta eru úrtölufólk, undirgefið atvinnurekendum og auðvaldi almennt, nýfrjálshyggju og vestrænum kapítalisma. Það á að vera hluti af kjarabaráttu Starfsgreinasambandsins á næstu árum að gera krataeðli Samfylkingarinnar útrækt úr samtökunum, því þessi ófögnuður hefir unnið verkafólki nóg tjón, - ekki aðeins á síðustu árum, heldur nánast frá upphafi verkalýðshreyfingar á Íslandi fyrir hundrað árum.    


mbl.is Þórarinn gefur kost á sér til formennsku SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband