Leita í fréttum mbl.is

Borgarastéttin getur ekki lifað nema hún breyti án afláts breytinganna vegna

x19Um að gera að breyta og breyta breytinganna vegna; leggja niður það sem fyrir er í dag til reisa annað alveg eins, en bara dýrara, á morgun; og ráða síðan alræmdan nýfrjálshyggjuvilling yfir allt klabbið. Delanum Ásmundi Einari fer ákaflega vel að atast í svona sýndarmennsku og lýðskrumi, enda skulum við minnast þess, að Ásmundur þessi Einar var svo ógn róttækur sosialist og kommunist fyrir tíu árum, að hann varð að ganga í Framsóknarflokkinn, því honum hugnaðist svo vel fýlan af gömlu og geggjuðu Framsóknarmaddömunni.

Munið ekki þegar ráðsmaður Maddömunnar, SigIngi dýralæknissveinn, reif Fiskistofu niður í Hafnarfirði og reisti hana jafnhraðan aftur í rassvasa Þorsteins Samherja á Akureyri. Eða þegar Stjáni Júl, með aðstoð Katrínar Jakkó og Swandeesýar, rak Hafrannsóknastofnun út úr Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu og kom henni fyrir eins og örvasa niðursetningi í leiguhúsnæði í eigu sjálfstæðismannsins Jón Rúnars í Hafnarfirði. Svona mætti eflaust lengi telja upp fánýt afreksverk nýfrjálshyggjubilaðra stjórnmálauppskafninga, sem byggjast á engu öðru fremur en misnotkun á opinberum fjármunum, fjármunum sem eru í sameiginlegri eigu allra landsmanna.

,,Borgarastéttin getur ekki lifað nema hún gerbreyti framleiðslutækjunum án afláts, þess vegna breytir hún jafnframt framleiðsluháttunum, og um leið breytir hún öllum högum mannfélagsins... Allir nýskapaðir lífshættir ganga úr sér áður en þeir verða fullharðnaðir, allar lögstéttir hverfa, öll verandi gengur fyrir ætternisstapa, öllum helgum dómum er spillt, og loks eiga mennirnir sér ekki annars úrkosti en að hvess algáð augu á lífsstöðu sína alla og samskipti". KM&FE 


mbl.is Menntamálastofnun lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já, þetta vita þessir djöflar og komast upp með allt sem þeim sýnist enda klikkar ekki gullfiskaminnið hjá þjóðinni þegar kemur að kosningum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.10.2022 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband