Leita í fréttum mbl.is

Þokumökkur hræsninnar í bland við dónalegar brosgeiflur

x26Mikið var framkoma Katrínar Jakobsdóttur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sérkennileg í morgun. Það var ekki þessi rútíneraða aðferð hennar í að tala í hringi í kringum umræðuefnið þannig að orðræða hennar er einn þokumökkur af hræsni, sem vakti athygli, heldur þessar sífelldu brosgrettur og geiflur framan í viðmælendur hennar á fundinum, en þær virka á mann eins og fyrirlitlegur dónaskapur af hennar hálfu í garð nefndarfólksins. Iðulega er óljóst hvaða tilgangi þessi broslæti eiga að þýða; hvort forsætisráðherra er að hæðast að þeim er hún talar til á falskan, ísmeygilega og niðurlægjandi hátt; eða hvort ráðherrann er ekki meðvitaður um hinar yfirlætisfullu brosfettur sínar; eða er þetta bara aumkunarverður loddaraháttur og fíflska?

Allt um það, þá er fullljóst af málflutningi Katrínar Jakobsdóttur fyrir eftirlitsnefndinni í morgun, að þar fer nýfrjálshyggju hægrislúbert af andstyggilegri tegund, borgarastéttarfrauka sem svarist hefir í bandalag með verstu auðvaldsbesefum og últrahægrigaurum sem völ er á á Íslandi. Hið sama má hæglega lesa út úr ýmislegu kjaftasnakki annarra þingmanna VG í fjölmiðlum, en það þvaður verður æ ískyggilega með hverjum deginum sem líður. Hverskonar fólk er þetta lið, ef fólk skyldi kalla?

Eflaust heldur þessi hlálega ,,Vinstrihreyfing" áfram að vera mönnum hulin ráðgáta enn um sinn. Það er ekki gott að segja hvað vakti, og vakir, fyrir þeim sem gert hafa VG út undir merkjum vinstristefnu, gott ef ekki sósíalismus, þótt aldrei mætti nefna sósíalisma upphátt þar á bæ svo Stenngrimur, Flokkseigendurnir og undanrennubörnin heyrðu. En óheiðarlegt og gráðugt fólk er og verður óheiðarlegt og undirförult, alveg eins og eigendur VG, og við því er aungin lækning til.  



mbl.is Óheppilegt að náinn ættingi var í kaupendahópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Úf já hvað ég er sammála þó ég sé ekki búinn að horfa á fundinn.

Jack Daniel's, 30.11.2022 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband