Leita í fréttum mbl.is

Að samsama sig náttúrunni.

Sólin var komin hálf undir hafsbrún, en deyjandi geislar hennar dönsuðu og leiftruðu í spegilsléttum sjónum. Fjöllin mynduðu sitt mótvægi með dökkvum skuggum í gjám og giljum. Unga ástfangna fólkið formagnaðist þar í kvöldkyrrðinni og lét hégómlegar venjur lönd og leið og gáfu sig stemmningu augnabliksins á vald og samsömuðu sig náttúrunni. Hinsvegar var mófuglunum ekki skemmt, því þeim var meinilla við nærveru þessa fallega fólks; lögðu það að jöfnu við minka og melrakka og grimma hrafna. Langt úr fjarlægð bar að eyrum ómstríðan dyn frá Marsey Ferguson, árgerð 1955, sem rímaði óvenju vel við ástföngnu hjúin í þúfnakarganaum - að minnsta kosti þókti mófuglunum það og voru komnir á fremsta hlunn með að pakka saman og fljúga aftur til Afríku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband