Leita í fréttum mbl.is

Messuvín frá Agli Skallagrímssyni.

Hvort víngleði í hóf gleðji mannsins hjarta skal ósagt látið. Þá skal ekki, að þessu sinni, felldur um það dómur hvort öl sé innri maður, eða hvart það sé annar maður, eins og sumir halda fram. Aftur á móti fékk síra Baldvin þá bjargföstu flugu í höfuðið, að allt áfengi væri vélabrögð Andskotans, enda væri Andskotinn einlægt dauðadrukkinn og vitlaus. Þessa kenning setti klekur oftlega fram í prédíkunarstóli við gífurlegan fögnuð sóknarbarna hans. Trúr sinni sannfæringu gjörði síra Baldvin messuvín útrækt úr helgidómi sínum, og þegar hann tók til altaris skenkti hann fólki abelsín frá Ölgerðinni Egill Sakallagrímsson h/f. Utansóknarmönnum þótti þetta fyrirkomulag óviðfelldið og til skammar væri að bera fram blóð lausnarans í líki ropvekjandi sykurvatns. En síra Baldvini varð ekki hagga, enda staðfastur í lund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband