Leita í fréttum mbl.is

Sælir eru fátækir!

... Frá fornu fari var kristindómurinn andvígur auðsöfnun. Því mætti ætla, að kristindómurinn væri lítt þénanlegur borgaralegu þjóðfélagi, þar sem markmið borgaralegrar auðsöfnunar er ekki fullnæging mannlegra þarfa, heldur blátt áfram meiri auðsöfnun! Ekkert er fjarlægara félagslegum hugsjónum borgaralegs þjóðfélags en linkind Faðirvorsins gagnvart skuldunautum. Ekkert er óskyldara gróðasótt auðvaldsins, en bænin um vort daglega brauð. Og ekkert er lengra frá því manngildi, er borgaralegt þjóðfélag hefur gert að félagshugsjón sinni en blessunarorð Fjallræðunnar: Sælir eru fátækir! Það er því auðsætt, að kristindómurinn hefur misst mikils af þrótti sínum og ferska, frumræna krafti, er hann gerðist andleg stoð og stytta mammonismans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband