Leita í fréttum mbl.is

Lausung og lágmennska prestastéttarinnar.

Á kirkjuþinginu kvaddi síra Baldvin sér hljóðs og hélt freyðandi ræðu um lausung og lágmennsku prestastéttarinnar. Hann taldi það óskiljanlegan aumingjaskap, að prestar þyrðu ekki að taka upp bannfæringu. -Ég hefi, orgaði hann, -notað bannfæringuna í tíu ár með góðum árangri. Þá snupraði hann biskupinn og bar honum á brýn heiguls- og hringlandahátt á háu tigi. Hina yngri klerka, sagði síra Baldvin, að ætti að svifta kjól og kalli umsvifalaust, alla sem einn, - þvílíkan höfuðsóttarfénað og grilluflaðrara hefi ég aldreigi fyri hitt, sagði hann. -Svo er biskupinn farinn að vígja kvenfólk til prests, hélt hann áfram, -það er vona ámóta gáfulegt og ætla að hleypa til ánna með hundinum sínum og sýnir best hverskonar ræfilstuska biskupsgarmurinn og hans augnakarlar eru. Og nú færðist síra Baldvin allur í aukanna og barði svoleiðis með heilagri ritningu í púltið að það mölbrotnaði. Urðu viðstaddir þá svo hræddir, að þeir stukku hver um annan þveran út um glugga og dyr, því þeir héldu að gólfið mundi sökkva undan þeim þá og þegar við svo ógurlegar ræðuhamfarir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband