Leita í fréttum mbl.is

Beinum áhuga Saving Iceland að sægreifum og kvótafíklum.

Samtökin Saving Iceland eru að sýna og sanna þessa dagana, að þar fara óeigingjarnir dugnaðarforkar hlaðnir réttlátri hugsjón. Af einhverjum ókunnum ástæðum virðist borgarastéttin á Íslandi hræðast þessi samtök meir en smákrakkar Grýlu og Leppalúða og sýnir það, svo ekki verður um villst, að borgarastétt vor saman stendur af hjatveikum bleyðimennum, ef ekki apaköttum.

Mér finnst einsýnt, að við Íslendingar ættum að nýta það góða fólk í Saving Iceland til fleiri góðra verka en að vekja athygli umheimsins á yfirgangi og frekjulátum peningageðsjúkra umhverfisskaðvalda. Mér dettur í hug hvort ekki væri hægt að beina áhuga Saving Iceland að yfirgangshundum í íslenskum sjávarútvegi, sægreifum og kvótafíklum sem gerst hafa sekir um áður óþekktan ránsskap af alþýðu landsins.


mbl.is Átta mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hvernig væri það ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 08:01

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jamm það væri ekki verra ef fleiri íslendingar væru með ... upprunalega komu blessaðir útlendingarnir til Íslands vegna þess að íslenskir mótmælendur kölluðu eftir þeim. En þegar á hólminn var komið þá virtust margir gugna og ekki þora að þiggja þá hjálp sem kallað var eftir. Var aldrei ætlunin að útlendingar væru í meirihluta, heldur algerum minnihluta. En það virðist sem okkur sé ómögulegt að komast handan spéhræðslu og ótta við yfirvaldið. Okkar helstu mótmæli eru að svindla á hvert öðru í skattamálum:) Græða þarf samfélgsvitundargenið í þjóðina. Henni er fyrirmunað að standa saman. Merkilegt hvað þetta kvótabrask hefur náð að ganga langt og stöðugt lengra. Algerlega ömurlegt ...

Birgitta Jónsdóttir, 27.7.2007 kl. 08:15

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fyrirgefðu að ég spyrji.  Hefur þú reykt kannabis Jóhannes?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.7.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað kemur kannabis þessu máli við, Ingibjörg mín?

Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 13:58

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er of langt mál, en það er kannski tilhneyging þín til að fara offari, sem veldur spurningu minni.  

Er að fara í frí fram yfir helgi, en gaman væri að pikkhöggvast við þig seinna.

Góða helgi 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.7.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gjörðu svo vel og góða helgi.

Svo kannast ég ekkert við að fara offari.

Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband