Leita í fréttum mbl.is

Gleymdu stuðningi við Gissur Pé.

Það hefur greinilega verið glatt á hjalla hjá blessuðum framsóknarungunum í miðstjórn SUF um helgina. Þeir sakna greinilega hörmungatímabilsins þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson stunduðu einræðisstjórnarfar á Íslandi; ösluðu m.a.s. út í stríð með Georgi Bush. En hvað sem líður grátbólgnum söknuði ungra frasóknarmanna, sem harma liðna tíð og sinn ástsæla foringja H. Ásgrímsson, þá finnst mér að það vanti tilfinnanlega stuðningsyfirlýsingu við Gissur Pétursson forstjóra Vinnumálastofnunar í ályktunna. Gissur var nefnilega í eina tíð formaður ungra framsóknarmanna og naut ástríkis Halldórs Ásgrímssonar stríðsgarps og hlutahafa í Skinney-Þinganesi. Þeim hefði líklega verið nær að vanda sig meira og drekka minna, hinum ungu framsóknarmönnum, þegar þeir voru að sulla ályktunarnefnunni sinni saman á Sauðárkróki.
mbl.is SUF lýsir yfir áhyggjum af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband