Leita í fréttum mbl.is

John Lennon og Bush-dindlarnir

Mér leikur forvitni á að vita hvort íslenskir stuðningsmenn hernaðarumsvifa Bandaríkjamanna í Írak, sem og stuðningmenn veru Íslands á lista ,,hinna viljugu þjóða" muni taka virkan þátt í fyrirhuguðum hátíðahöldum vegna vígslu friðarsúlu í minningu Johns Lennons. Það verður til dæmis fróðlegt að vita hvort slíkum hernarðarsinnum tekst að troða sér út í Viðey til að vera viðstaddir vígsluna. Auðvitað er allsendis óviðunandi eindregnir stuðningsmenn hernaðarhyggju Georgs Bush og hans nóta komi nálægt þessum atburði. Þess vegna ættu forsvarsmenn Samtaka hernaðarandstæðinga, að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir pótintátar hernaðarhyggjuflokkanna á Íslandi komi svo mikið sem nálægt Viðey í kvöld. Ég er viss um að friðarsinninn John Lennon, væri hann enn á meðal okkar, myndi styðja Samtök hernaðarandstæðinga með ráðum og dáð við að stugga Bush-dindlum og öðrum hernaðarhyggjublesum frá athöfninni í Viðey.      


mbl.is Hernaðarandstæðingar fagna friðarsúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einfalt mál, þeir sem studdu innrásina í Írak, eiga ekkert erindi á þessa hátíð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2007 kl. 13:11

2 identicon

Nei, eingöngu hin hreinræktaði, réttsýni og alvitri herraþjóðflokkur friðarsinna sem var andsnúinn innrásinni í Írak má koma. Skiptir engu máli hvort þeir studdu innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 eða löggæsluaðferðir Eiríks Honneckers hvað þá að þeir séu hlynntir stjórnvöldum í Búrma. Aðalatriðið er að þeir séu andsnúnir vestrænu lýðræði og vel að sér í Marxisma.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða alvitri herraþjóðarflokkur er það sem Pétur Guðmundsson er að tala um? Er maðurinn að tala um Sjálfstæðiflokkinn, eða hvað?

Jóhannes Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 14:35

4 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Ég stend nú í þeirri trú að þeir sem eru andsnúnir frið séu einmitt þeir sem ættu að mæta, því ef ekki er hægt að kynna þeim boðskap friðarins þá verður þeim varla snúið til betri vegar

Hans Jörgen Hansen, 9.10.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held að hernaðarhyggjutörfunum verði ekki þokað; þeir eru massívir í gegn. Að öðru leyti væri sömu hernaðarhyggjutörfum hollt, að gefa sig fram bandarísk hernaðaryfirvöld og bjóða fram þjónustu sína í fremstu víglínu á blóðvöllunum í Írak. Ég er þó ekki viss um að tarfarnir yrðu friðelskandi eftir þá þjónustu, en ég er handviss um að þeir kæmu til með að gera í buxurnar, hver um annan þverann, þegar í fyrstu snerrunni sem þeir tækju þátt í. 

Jóhannes Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 15:28

6 identicon

En hinir djörfu og ósigrandi friðarsinnar yrðu náttúrulega hvergi smeykir og ósigrandi í hverri orrustunni. Enda eru þeir alfullkomnir og því eiga skattgreiðendur að krjúpa fyrir þeim og greiða fyrir dagleg veisluhöld til heiðurs hinna hugrökku og ofurgreindu friðarsinna.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

er nú nokkuð viss um að hernaðarbrölt stjórnvalda kosti skattgreiðendur mun meira heldur en veisluhöld friðarsinna.

Hans Jörgen Hansen, 10.10.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband