Leita í fréttum mbl.is

Drullusokksháttur Samfylkingarinnar

Alveg má það heita furðulegur fjandi hve illa Samfylkingarfólki gegur að standa í lappirnir gagnvart ásælni auvaldsaflanna við að komast yfir sameignir landsmanna, hvort heldur um er að ræða auðlindir, fyrirtæki eða stofnanir. Ágætt dæmi um þennan drullusokkshátt Samfylkingarinnar, kemur ágætlega fram í málflutningi Katrínar Júlíusdóttur á mbl.is. Ekki er annað að skilja á þingmanninum, en hún sé þess albúin að veita fjárplógsmönnum stuðning sinn í baráttu þeirra við alþýðuna í landinu um sameiginlegar auðlindir almennings í raforku- og jarðvarmaframleislu. Það er alveg ótrúlegt, hve Samfylkingunni er illa treystandi á flestum sviðum. Það virðist engan vegin vera hægt að sjá í hvora löppina þessi alræmdi leiðindaflokkur ætlar að stíga í það og það skiptið - en hann kiknar alltaf í hnjáliðunum þegar auðvaldsvargarnir klappar honum á hægri öxlina.
mbl.is Mikilvægt að efla traust milli opinberra aðila og einkaaðila á raforkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvernig væri að lesa fréttina í heild áður en þú ferð að gagnrýna málflutning Katrínar og Samfylkingarinnar. Þú þarft reyndar ekki annað en að lesa punktana þrjá frá Katrínu í lok þessarar fréttar til að sjá að þessi athugasemd þín er út úr kú.

Ef þú nennir ekki að lesa fréttina þá kem ég hér með þessa punkta, sem eru í samræmi við annað í fréttinni.

Í fyrsta lagi að eignarhald á yfirgnæfandi hluta auðlinda og réttinda verði áfram tryggt í meirihluta eign ríkis og sveitarfélaga.

Í öðru lagi að samkeppnis- og sérleyfirekstur verði aðskilinn.

Í þriðja lagi að sérleyfisreksturinn, þ.e. almannaveiturnar, verði í félagslegri meirihlutaeigu.

Sigurður M Grétarsson, 16.10.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Punktarnir sem þú nefnir, Sigurður minn, segja allt sem segja þarf um loðmullulegan málflutnig Samfylkinarinnar. Út úr þeim, er ekki annað hægt að lesa en að Katrín gefi grænt ljós á aðkomu auðvaldsbesefa allra handa að orkugeiranum. En allt er þetta þó óljóst og gruggugt, eins og venjan er hjá Samfylkingunni. 

Jóhannes Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Fastir liðir eins og alltaf hjá krötunum og þarf ekki annað en fara aftur til áranna þegar þeir kratarnir sátu í ríkisstjórn með íhaldinu, viðreisnarstjórninni. Það væri verðugt verkefni alþýðunnar í landinu í dag, að út væri gefin upplýsingabæklingur um undirlægju- hátt kratanna í þeirri stjórn .

Þorkell Sigurjónsson, 16.10.2007 kl. 13:46

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tek undir, að það væri verðugt verkefni að krataeðlið á Íslandi væri rnnsakað ofan í kjölnn. Ég er ansi hræddur um, þá kæmi ýmislegt broslegt í ljós.

Jóhannes Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband