Leita í fréttum mbl.is

Hafði hvorki myrt né drýgt hór, en samt skutlað í svartholið

Þegar ég las fyrirsögnina að meðfylgjandi frétt: ,,Ákærður fyrir 10 brot" datt mér fyrst í hug, að nú hefði einhver verið ákærður fyrir að brjóta öll biflíuborðorðin 10 á einu bretti. En fljótlega kom þó í ljós, að tilgáta mín var ekki á rökum reist því þarna var bara um 10 nauðaómerkileg brot að ræða sem varla tekur að eyða prentsvertu á. Eins og við var að búast er stjörnusýslumaðurinn Stones á Selfossi einn af aðalleikurunum í þessu 10 brota smákrimmamáli. Og herra Stones er sko aunginn smákalli, því honum nægði ekki að sökudólgurinn játaði, heldur heimtaði hann gæsluvarðhald á þrjótinn fram yfir áramót. Gæsluvarðhaldskrafa hr. Stones væri svosem skiljanleg, ef hinn seki hefði gerst svo stórtenntur að leggja boðorðin 10 í Biflíunni að velli, öll sem eitt, á undrafáum dögum. En því er nú aldeilis ekki að heilsa; það er a.m.k. ekkert minnst á í syndaregisteri hins meinta þorpara, að hann hafi svo mikið sem myrt eða drýgt hór, vanheiðrað foreldra sína eða afneitað Guði, hvað þá hann hafi girnst annarra manna konur. Ónei, brotin 10 ku fyrst og fremst snúast um skitinn nytjastuld, þjófnað, húsbrot og hylmingu, að því er lögreglan á Selfossi greinir frá. Það var allt og sumt.


mbl.is Ákærður fyrir 10 brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband